13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar 18. janúar 2025 19:01 Nú þegar líður á janúarmánuð og verkföll kennara á öllum skólastigum virðast blasa við er gott að huga að því um hvað málið snýst. Árið 2016 var samið um að lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna og þeirra sem unnu á almennum vinnumarkaði yrðu þau sömu. Það þýddi að lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna voru skert. Á móti því áttu laun að hækka. Reyndar ekki strax en á næstu árum. Lífeyrisréttindi voru hins vegar skert strax og því hefðu launin átt að hækka strax líka. Með því að seinka launaleiðréttingunni því þetta er ekkert annað en leiðrétting á launum rétt eins eins og lífeyrisbreytingin var leiðrétting til að jafna kjör almenna og opinberra starfsmanna. Það er hægt að benda á það til að setja hlutina í samhengi að miðað við launamun kennara og opinberra starfsmanna, lágmarks munur, þá hef ég orðið af rúmlega 13,5 milljónum á þessum árum ef launaleiðrétting hefði fylgt lífeyrisleiðréttingunni. 13,5 milljónum meira hafði almennur sérfræðingur að minnsta kosti umfram mig sem kennara á þeim árum sem eru liðin. Þessar 13,5 milljónir mega bara alls ekki verða að 20 milljónum eða meira. Við viljum stoppa þessa blæðingu og viljum að staðið verði við það að sérfræðingar, hvort sem þeir vinna hjá hinu opinbera eða á almennum markaði fái sömu laun. Að störf þeirra sem vinna með börnum og ungmennum verði metin jafn mikilvæg og þau sem vinna með tölur og áætlanagerðir eða annað sem sérfræðingar gera á almenna markaðnum. Gerum betur. Virðum starf kennara. Greiðum þeim mannsæmandi laun. STÖNDUM VIÐ GERÐA SAMNINGA. Höfundur er kennari á Akureyri og í stjórn og samninganefndar FG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaraviðræður 2023-25 Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Skoðun Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Sjá meira
Nú þegar líður á janúarmánuð og verkföll kennara á öllum skólastigum virðast blasa við er gott að huga að því um hvað málið snýst. Árið 2016 var samið um að lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna og þeirra sem unnu á almennum vinnumarkaði yrðu þau sömu. Það þýddi að lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna voru skert. Á móti því áttu laun að hækka. Reyndar ekki strax en á næstu árum. Lífeyrisréttindi voru hins vegar skert strax og því hefðu launin átt að hækka strax líka. Með því að seinka launaleiðréttingunni því þetta er ekkert annað en leiðrétting á launum rétt eins eins og lífeyrisbreytingin var leiðrétting til að jafna kjör almenna og opinberra starfsmanna. Það er hægt að benda á það til að setja hlutina í samhengi að miðað við launamun kennara og opinberra starfsmanna, lágmarks munur, þá hef ég orðið af rúmlega 13,5 milljónum á þessum árum ef launaleiðrétting hefði fylgt lífeyrisleiðréttingunni. 13,5 milljónum meira hafði almennur sérfræðingur að minnsta kosti umfram mig sem kennara á þeim árum sem eru liðin. Þessar 13,5 milljónir mega bara alls ekki verða að 20 milljónum eða meira. Við viljum stoppa þessa blæðingu og viljum að staðið verði við það að sérfræðingar, hvort sem þeir vinna hjá hinu opinbera eða á almennum markaði fái sömu laun. Að störf þeirra sem vinna með börnum og ungmennum verði metin jafn mikilvæg og þau sem vinna með tölur og áætlanagerðir eða annað sem sérfræðingar gera á almenna markaðnum. Gerum betur. Virðum starf kennara. Greiðum þeim mannsæmandi laun. STÖNDUM VIÐ GERÐA SAMNINGA. Höfundur er kennari á Akureyri og í stjórn og samninganefndar FG.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar