Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir og Árna Benediktsdóttir skrifa 17. janúar 2025 20:32 Loftgæði skipta miklu máli fyrir heilsu og vellíðan, bæði úti og inni. Á áramótum skjóta flugeldar útiloftsgæðum upp í hæstu hæðir, og nýjustu mælingar okkar hjá Verkvist sýna hvernig styrkur PM10 svifryks toppar rétt eftir miðnætti innandyra en lækkar hratt innan þriggja klukkustunda. Mælingar voru framkvæmdar innandyra með síritandi loftgæðamælum yfir áramót á fjórum stöðum á höfuðborgarsvæðinu – í Reykjavík og Kópavogi – og hæsta gildið mældist yfir 260 µg/m³, sem er margfalt yfir heilsuverndarmörkum (50 µg/m³). Þessar mælingar eru í takti við og sveiflast með mælingum Umhverfisstofnunar utandyra hjá Grensásvegi. Þrátt fyrir að mengunin sé tímabundin, geta áhrifin borist inn í byggingar okkar, sérstaklega ef gluggar eru opnir á hámarkstímum. Inniloft á alltaf upptök frá útilofti og mikilvægt að fylgjast með loftgæðum innandyra þegar mengun er í útilofti. Vert er að taka fram að huga ekki aðeins að loftsgæðum yfir áramót eða álagstímum, heldur einnig inniloftsgæðum allan ársins hring. Huga þarf að inniloftsgæðum allt árið Nýleg rannsókn hjá okkur í Verkvist sýnir að styrkur rokgjarnra lífrænna efna (VOC) á heimilum og vinnustöðum eru oft yfir heilsuverndar- eða vellíðunarmörkum stóran hluta dagsins. Þessi efni koma frá algengum vörum eins og: Hreinsivörum og þvottaefnum Ilmgjöfum og snyrtivörum Byggingarefnum og húsgögnum Þar sem flest heimili eru án virkra loftræsikerfa getur þessi mengun verið viðvarandi og haft áhrif á heilsu og vellíðan íbúa og áhrifin eru langvarandi og verður ekki endilega vart strax. Þessi rokgjörnu efni eiga því upptök innandyra og notendur geta komið í veg fyrir og takmarkað styrk þeirra með efnisvali og hegðun. Einnig þarf að hafa í huga að þessi efni loða við ryk, efniskennda hluti og bólstraða húsmuni. Lausnir og heilræði Til að bæta loftgæði innandyra þar sem við dveljum 90% af tíma okkar er hægt að fylgja þessum einföldu ráðleggingum: Þrif og hreinsun: Veljið vistvæn efni án ilmefna og rykhreinsið reglulega. Loftræsing: Lokið gluggum meðan útiloftsgæði eru slæm og loftið út þegar mengunin er liðin hjá. Regluleg loftskipti eru lykilatriði. Efnisval: Veljið vörur með lágt gildi rokgjarnra efna og forðist sterk hreinsiefni og ilmgjafa. Takmarkið teppi og yfirborð sem er erfitt að rykhreinsa. Áramótin minna okkur á mikilvægi loftgæða, en á sama tíma er þörf áminning að við þurfum að hafa loftgæði í huga allt árið. Með skynsamlegum skrefum getum við bætt bæði loftgæði og lífsgæði – innan sem utan heimilisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftgæði Mest lesið Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Loftgæði skipta miklu máli fyrir heilsu og vellíðan, bæði úti og inni. Á áramótum skjóta flugeldar útiloftsgæðum upp í hæstu hæðir, og nýjustu mælingar okkar hjá Verkvist sýna hvernig styrkur PM10 svifryks toppar rétt eftir miðnætti innandyra en lækkar hratt innan þriggja klukkustunda. Mælingar voru framkvæmdar innandyra með síritandi loftgæðamælum yfir áramót á fjórum stöðum á höfuðborgarsvæðinu – í Reykjavík og Kópavogi – og hæsta gildið mældist yfir 260 µg/m³, sem er margfalt yfir heilsuverndarmörkum (50 µg/m³). Þessar mælingar eru í takti við og sveiflast með mælingum Umhverfisstofnunar utandyra hjá Grensásvegi. Þrátt fyrir að mengunin sé tímabundin, geta áhrifin borist inn í byggingar okkar, sérstaklega ef gluggar eru opnir á hámarkstímum. Inniloft á alltaf upptök frá útilofti og mikilvægt að fylgjast með loftgæðum innandyra þegar mengun er í útilofti. Vert er að taka fram að huga ekki aðeins að loftsgæðum yfir áramót eða álagstímum, heldur einnig inniloftsgæðum allan ársins hring. Huga þarf að inniloftsgæðum allt árið Nýleg rannsókn hjá okkur í Verkvist sýnir að styrkur rokgjarnra lífrænna efna (VOC) á heimilum og vinnustöðum eru oft yfir heilsuverndar- eða vellíðunarmörkum stóran hluta dagsins. Þessi efni koma frá algengum vörum eins og: Hreinsivörum og þvottaefnum Ilmgjöfum og snyrtivörum Byggingarefnum og húsgögnum Þar sem flest heimili eru án virkra loftræsikerfa getur þessi mengun verið viðvarandi og haft áhrif á heilsu og vellíðan íbúa og áhrifin eru langvarandi og verður ekki endilega vart strax. Þessi rokgjörnu efni eiga því upptök innandyra og notendur geta komið í veg fyrir og takmarkað styrk þeirra með efnisvali og hegðun. Einnig þarf að hafa í huga að þessi efni loða við ryk, efniskennda hluti og bólstraða húsmuni. Lausnir og heilræði Til að bæta loftgæði innandyra þar sem við dveljum 90% af tíma okkar er hægt að fylgja þessum einföldu ráðleggingum: Þrif og hreinsun: Veljið vistvæn efni án ilmefna og rykhreinsið reglulega. Loftræsing: Lokið gluggum meðan útiloftsgæði eru slæm og loftið út þegar mengunin er liðin hjá. Regluleg loftskipti eru lykilatriði. Efnisval: Veljið vörur með lágt gildi rokgjarnra efna og forðist sterk hreinsiefni og ilmgjafa. Takmarkið teppi og yfirborð sem er erfitt að rykhreinsa. Áramótin minna okkur á mikilvægi loftgæða, en á sama tíma er þörf áminning að við þurfum að hafa loftgæði í huga allt árið. Með skynsamlegum skrefum getum við bætt bæði loftgæði og lífsgæði – innan sem utan heimilisins.
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun