Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir og Árna Benediktsdóttir skrifa 17. janúar 2025 20:32 Loftgæði skipta miklu máli fyrir heilsu og vellíðan, bæði úti og inni. Á áramótum skjóta flugeldar útiloftsgæðum upp í hæstu hæðir, og nýjustu mælingar okkar hjá Verkvist sýna hvernig styrkur PM10 svifryks toppar rétt eftir miðnætti innandyra en lækkar hratt innan þriggja klukkustunda. Mælingar voru framkvæmdar innandyra með síritandi loftgæðamælum yfir áramót á fjórum stöðum á höfuðborgarsvæðinu – í Reykjavík og Kópavogi – og hæsta gildið mældist yfir 260 µg/m³, sem er margfalt yfir heilsuverndarmörkum (50 µg/m³). Þessar mælingar eru í takti við og sveiflast með mælingum Umhverfisstofnunar utandyra hjá Grensásvegi. Þrátt fyrir að mengunin sé tímabundin, geta áhrifin borist inn í byggingar okkar, sérstaklega ef gluggar eru opnir á hámarkstímum. Inniloft á alltaf upptök frá útilofti og mikilvægt að fylgjast með loftgæðum innandyra þegar mengun er í útilofti. Vert er að taka fram að huga ekki aðeins að loftsgæðum yfir áramót eða álagstímum, heldur einnig inniloftsgæðum allan ársins hring. Huga þarf að inniloftsgæðum allt árið Nýleg rannsókn hjá okkur í Verkvist sýnir að styrkur rokgjarnra lífrænna efna (VOC) á heimilum og vinnustöðum eru oft yfir heilsuverndar- eða vellíðunarmörkum stóran hluta dagsins. Þessi efni koma frá algengum vörum eins og: Hreinsivörum og þvottaefnum Ilmgjöfum og snyrtivörum Byggingarefnum og húsgögnum Þar sem flest heimili eru án virkra loftræsikerfa getur þessi mengun verið viðvarandi og haft áhrif á heilsu og vellíðan íbúa og áhrifin eru langvarandi og verður ekki endilega vart strax. Þessi rokgjörnu efni eiga því upptök innandyra og notendur geta komið í veg fyrir og takmarkað styrk þeirra með efnisvali og hegðun. Einnig þarf að hafa í huga að þessi efni loða við ryk, efniskennda hluti og bólstraða húsmuni. Lausnir og heilræði Til að bæta loftgæði innandyra þar sem við dveljum 90% af tíma okkar er hægt að fylgja þessum einföldu ráðleggingum: Þrif og hreinsun: Veljið vistvæn efni án ilmefna og rykhreinsið reglulega. Loftræsing: Lokið gluggum meðan útiloftsgæði eru slæm og loftið út þegar mengunin er liðin hjá. Regluleg loftskipti eru lykilatriði. Efnisval: Veljið vörur með lágt gildi rokgjarnra efna og forðist sterk hreinsiefni og ilmgjafa. Takmarkið teppi og yfirborð sem er erfitt að rykhreinsa. Áramótin minna okkur á mikilvægi loftgæða, en á sama tíma er þörf áminning að við þurfum að hafa loftgæði í huga allt árið. Með skynsamlegum skrefum getum við bætt bæði loftgæði og lífsgæði – innan sem utan heimilisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftgæði Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Loftgæði skipta miklu máli fyrir heilsu og vellíðan, bæði úti og inni. Á áramótum skjóta flugeldar útiloftsgæðum upp í hæstu hæðir, og nýjustu mælingar okkar hjá Verkvist sýna hvernig styrkur PM10 svifryks toppar rétt eftir miðnætti innandyra en lækkar hratt innan þriggja klukkustunda. Mælingar voru framkvæmdar innandyra með síritandi loftgæðamælum yfir áramót á fjórum stöðum á höfuðborgarsvæðinu – í Reykjavík og Kópavogi – og hæsta gildið mældist yfir 260 µg/m³, sem er margfalt yfir heilsuverndarmörkum (50 µg/m³). Þessar mælingar eru í takti við og sveiflast með mælingum Umhverfisstofnunar utandyra hjá Grensásvegi. Þrátt fyrir að mengunin sé tímabundin, geta áhrifin borist inn í byggingar okkar, sérstaklega ef gluggar eru opnir á hámarkstímum. Inniloft á alltaf upptök frá útilofti og mikilvægt að fylgjast með loftgæðum innandyra þegar mengun er í útilofti. Vert er að taka fram að huga ekki aðeins að loftsgæðum yfir áramót eða álagstímum, heldur einnig inniloftsgæðum allan ársins hring. Huga þarf að inniloftsgæðum allt árið Nýleg rannsókn hjá okkur í Verkvist sýnir að styrkur rokgjarnra lífrænna efna (VOC) á heimilum og vinnustöðum eru oft yfir heilsuverndar- eða vellíðunarmörkum stóran hluta dagsins. Þessi efni koma frá algengum vörum eins og: Hreinsivörum og þvottaefnum Ilmgjöfum og snyrtivörum Byggingarefnum og húsgögnum Þar sem flest heimili eru án virkra loftræsikerfa getur þessi mengun verið viðvarandi og haft áhrif á heilsu og vellíðan íbúa og áhrifin eru langvarandi og verður ekki endilega vart strax. Þessi rokgjörnu efni eiga því upptök innandyra og notendur geta komið í veg fyrir og takmarkað styrk þeirra með efnisvali og hegðun. Einnig þarf að hafa í huga að þessi efni loða við ryk, efniskennda hluti og bólstraða húsmuni. Lausnir og heilræði Til að bæta loftgæði innandyra þar sem við dveljum 90% af tíma okkar er hægt að fylgja þessum einföldu ráðleggingum: Þrif og hreinsun: Veljið vistvæn efni án ilmefna og rykhreinsið reglulega. Loftræsing: Lokið gluggum meðan útiloftsgæði eru slæm og loftið út þegar mengunin er liðin hjá. Regluleg loftskipti eru lykilatriði. Efnisval: Veljið vörur með lágt gildi rokgjarnra efna og forðist sterk hreinsiefni og ilmgjafa. Takmarkið teppi og yfirborð sem er erfitt að rykhreinsa. Áramótin minna okkur á mikilvægi loftgæða, en á sama tíma er þörf áminning að við þurfum að hafa loftgæði í huga allt árið. Með skynsamlegum skrefum getum við bætt bæði loftgæði og lífsgæði – innan sem utan heimilisins.
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar