Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar 17. janúar 2025 19:32 Nú eru tíu mánuðir liðnir síðan samningur ríkisins við Félags prófessora við ríkisháskóla (FPR) losnaði og samningaviðræður hafa engan árangur borið. Að óbreyttu fara prófessorar í verkfall á næstu vikum. Það er ekki óeðlilegt að fólk velti fyrir sér hvort það skipti einhverju máli? Eru prófessorar ómissandi starfstétt eins og hjúkrunarfræðingar og leikskólakennarar, svo dæmi séu tekin? Augljósu afleiðingarnar yrðu þær að prófessorar mættu ekki kenna, ekki sinna námsmati, ekki leiðbeina lokaverkefnum og ekki útskrifa nemendur. Brautskráning á að fara fram í febrúar, en ekkert yrði af henni ef prófessorar verða í verkfalli! Nýir læknar og grunnskólakennarar yrðu að bíða lengur eftir sínum prófgráðum. Doktorsvarnir geta heldur ekki farið fram, en þær eru oft skipulagðar fjóra mánuði fram í tímann og eru lokahnykkur margra ára rannsóknarvinnu nemenda. Mikið er því í húfi fyrir nemendur sem leggja hart að sér til þess að mennta sig og reiða sig á námslán. Það sem er minna augljóst þeim sem ekki starfa við háskóla er hvaða afleiðingar verkfall prófessora myndi hafa fyrir rannsóknarstörf og nýsköpun í landinu. Prófessorar sinna rannsóknum á öllum sviðum íslensks þjóðfélags; rannsóknir á blóði, taugaröskunum, meðferðum gegn þunglyndi, allskonar lífsýnum, ensímum, genum, sjúkdómum, jarðskjálftum, eldgosum, öldrun, þjóðaröryggismálum, efnahagsmálum, alþjóðasamskiptum, loftslagsmálum og svo mætti lengi telja. Þessi rannsóknarverkefni kosta sum milljarða og eru mörg fjármögnuð með opinberu fé. Þau myndu leggjast af með tilheyrandi vinnutapi fyrir þá nemendur, tæknifólk og aðra sem koma að rannsóknunum. Tap bæði á viðkvæmum gögnum (svo sem lífsýnum sem ekki bíða) og þekkingu fyrir þjóðina er erfitt að telja í krónum og aurum. Svo það sé sagt, þá væri það verkfallsbrot ef aðrir gengju í störf prófessora á þessum vettvangi. Sá þáttur starfa prófessora sem fæstir þekkja sennilega er stjórnun, en prófessorar sinna stórum hluta stjórnunar háskólanna. Loks erum við mörg sem komum fram í krafti sérþekkingar okkar og stöðu á opinberum vettvangi og munum ekki gera það séum við í verkfalli, þótt vitaskuld yrðu veittar undanþágur sem varða þjóðaröryggi og almannavarnir. Nýlega sendi stjórn félags prófessora frá sér niðurstöður könnunar sem gerð var meðal félagsfólks. Þar kom í ljós að rúmlega 70% prófessora styðja verkfallsaðgerðir í einhverju formi. Það er því raunveruleg hætta á því að opinberir háskólar, Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri, Háskólinn á Hólum og Landbúnaðarháskóli Íslands séu að missa prófessorana sína í verkfall. Starfsfólk háskólanna er langþreytt á endalausum niðurskurði undanfarinna ára og er að þrotum komið. Nýleg rannsókn sýnir að stór hluti akademísks starfsfólks á Íslandi er í hættu á kulnun. Þar er ekki við stjórnendur háskólanna að sakast, heldur stjórnvöld sem hafa ekki fjármagnað háskólastigið þrátt fyrir fögur fyrirheit. Það er aðkallandi verkefni að leysa þessa kjaradeilu og bæta kjör prófessora og ég skora á stjórnvöld að gera það hið snarasta. Höfundur er frambjóðandi til embættis rektors Háskóla Íslands og prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Kjaraviðræður 2023-25 Skóla- og menntamál Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
Nú eru tíu mánuðir liðnir síðan samningur ríkisins við Félags prófessora við ríkisháskóla (FPR) losnaði og samningaviðræður hafa engan árangur borið. Að óbreyttu fara prófessorar í verkfall á næstu vikum. Það er ekki óeðlilegt að fólk velti fyrir sér hvort það skipti einhverju máli? Eru prófessorar ómissandi starfstétt eins og hjúkrunarfræðingar og leikskólakennarar, svo dæmi séu tekin? Augljósu afleiðingarnar yrðu þær að prófessorar mættu ekki kenna, ekki sinna námsmati, ekki leiðbeina lokaverkefnum og ekki útskrifa nemendur. Brautskráning á að fara fram í febrúar, en ekkert yrði af henni ef prófessorar verða í verkfalli! Nýir læknar og grunnskólakennarar yrðu að bíða lengur eftir sínum prófgráðum. Doktorsvarnir geta heldur ekki farið fram, en þær eru oft skipulagðar fjóra mánuði fram í tímann og eru lokahnykkur margra ára rannsóknarvinnu nemenda. Mikið er því í húfi fyrir nemendur sem leggja hart að sér til þess að mennta sig og reiða sig á námslán. Það sem er minna augljóst þeim sem ekki starfa við háskóla er hvaða afleiðingar verkfall prófessora myndi hafa fyrir rannsóknarstörf og nýsköpun í landinu. Prófessorar sinna rannsóknum á öllum sviðum íslensks þjóðfélags; rannsóknir á blóði, taugaröskunum, meðferðum gegn þunglyndi, allskonar lífsýnum, ensímum, genum, sjúkdómum, jarðskjálftum, eldgosum, öldrun, þjóðaröryggismálum, efnahagsmálum, alþjóðasamskiptum, loftslagsmálum og svo mætti lengi telja. Þessi rannsóknarverkefni kosta sum milljarða og eru mörg fjármögnuð með opinberu fé. Þau myndu leggjast af með tilheyrandi vinnutapi fyrir þá nemendur, tæknifólk og aðra sem koma að rannsóknunum. Tap bæði á viðkvæmum gögnum (svo sem lífsýnum sem ekki bíða) og þekkingu fyrir þjóðina er erfitt að telja í krónum og aurum. Svo það sé sagt, þá væri það verkfallsbrot ef aðrir gengju í störf prófessora á þessum vettvangi. Sá þáttur starfa prófessora sem fæstir þekkja sennilega er stjórnun, en prófessorar sinna stórum hluta stjórnunar háskólanna. Loks erum við mörg sem komum fram í krafti sérþekkingar okkar og stöðu á opinberum vettvangi og munum ekki gera það séum við í verkfalli, þótt vitaskuld yrðu veittar undanþágur sem varða þjóðaröryggi og almannavarnir. Nýlega sendi stjórn félags prófessora frá sér niðurstöður könnunar sem gerð var meðal félagsfólks. Þar kom í ljós að rúmlega 70% prófessora styðja verkfallsaðgerðir í einhverju formi. Það er því raunveruleg hætta á því að opinberir háskólar, Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri, Háskólinn á Hólum og Landbúnaðarháskóli Íslands séu að missa prófessorana sína í verkfall. Starfsfólk háskólanna er langþreytt á endalausum niðurskurði undanfarinna ára og er að þrotum komið. Nýleg rannsókn sýnir að stór hluti akademísks starfsfólks á Íslandi er í hættu á kulnun. Þar er ekki við stjórnendur háskólanna að sakast, heldur stjórnvöld sem hafa ekki fjármagnað háskólastigið þrátt fyrir fögur fyrirheit. Það er aðkallandi verkefni að leysa þessa kjaradeilu og bæta kjör prófessora og ég skora á stjórnvöld að gera það hið snarasta. Höfundur er frambjóðandi til embættis rektors Háskóla Íslands og prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun