„Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Siggeir Ævarsson skrifar 16. janúar 2025 21:38 Jakob Örn fer yfir málin. Vísir/Anton Brink KR lagði Þór í miklum spennuleik í Bónus-deild karla í kvöld en fyrir leikinn voru liðin í 6. og 7. sæti en eru nú jöfn að stigum og KR með yfirhöndina innbyrðis eftir að hafa unnið bæði einvígi liðanna. Jakob Örn Sigurðsson, þjálfari KR, var virkilega sáttur í leikslok og hrósaði liðsheildinni þar sem fjölmargir leikmenn voru að leggja í púkkið. „Bara geggjaður leikur, geggjaður körfuboltaleikur. Mikið fram og til baka. Ég er bara mjög ánægður með hvernig við stigum upp í lokin og í seinni hálfleik. Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur. Þetta var ekki einhver einn eða tveir. Allir sem voru inn á voru að skila einhverju framlagi. Þannig að bara geggjaður sigur.“ KR endaði fyrstu tvo leikhlutuna á flautukörfum. Litlu hlutirnir virtust vera að detta með liðinu en í seinni hálfleik fór allt á fullt sóknarlega. „Mér fannst við varnarlega vera svolítið á hælunum í fyrri hálfleik ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Ég var ekki nógu sáttur við að við vorum eftir á í öllum þeirra aðgerðum. Við vorum að bregðast við og þeir voru að komast framhjá okkur og gátu svolítið valið sendingar og skot. Ég var ekki nógu sáttur við það en í seinni hálfleik var þetta allt annað varnarlega.“ „Við gerðum rosalega vel á Tomsick og bara vorum miklu virkari. Vorum meira líkamlegir, þeir voru ekki að fá þessar auðveldu körfur sem þeir voru að fá í fyrri hálfleik og ég var bara mjög ánægður með það. Það er lykillinn, þannig fengum við þennan hraða leik sem við viljum spila. Náðum góðum varnarstoppum, náðum boltanum og keyrðum í bakið á þeim.“ Hraður leikur er það sem Jakob leggur upp með en hann var ekkert endilega viss um að Þórsarar hefðu verið ósáttir með þennan mikla hraða, en leikurinn var á köflum eins og borðtennisleikur fram og til baka. „Ég er ekkert viss um það, ég held að þeir séu líka alveg sáttir við að hlaupa upp og niður. En klárlega er þetta eitthvað sem mér finnst við þrífast í. Sóknarlega erum við frábærir, liðið er svolítið sett saman með það í huga að spila hratt. Við erum með leikmenn sem líður vel á opnum velli, keyra upp með boltann og skapa þannig. Hentar okkur rosa vel að spila svona leik.“ Má ekki færa þennan sigur til bókar sem algjöran lykilsigur, í jafnri deild gegn liðinu sem var í næsta sæti fyrir ofan KR? „Alveg klárlega, alveg klárlega. Hver umferð í þessari deild býður uppá rosalega mikilvæga leiki. Annað hvort ferðu upp um tvö þrjú sæti eða dettur bara niður um fimm. Þetta er það jafnt. Auðvitað er þetta risa sigur fyrir okkur, bæði að jafna þá og eigum innbyrðis á þá. En það eru fleiri svona leikir að koma núna, við eigum Álftanes, við eigum Keflavík svo það er mjög mikilvægt að við höldum rétt á spöðunum núna og höldum fókus.“ Körfubolti Bónus-deild karla KR Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Manchester er heima“ Enski boltinn Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Fleiri fréttir Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Sjá meira
Jakob Örn Sigurðsson, þjálfari KR, var virkilega sáttur í leikslok og hrósaði liðsheildinni þar sem fjölmargir leikmenn voru að leggja í púkkið. „Bara geggjaður leikur, geggjaður körfuboltaleikur. Mikið fram og til baka. Ég er bara mjög ánægður með hvernig við stigum upp í lokin og í seinni hálfleik. Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur. Þetta var ekki einhver einn eða tveir. Allir sem voru inn á voru að skila einhverju framlagi. Þannig að bara geggjaður sigur.“ KR endaði fyrstu tvo leikhlutuna á flautukörfum. Litlu hlutirnir virtust vera að detta með liðinu en í seinni hálfleik fór allt á fullt sóknarlega. „Mér fannst við varnarlega vera svolítið á hælunum í fyrri hálfleik ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Ég var ekki nógu sáttur við að við vorum eftir á í öllum þeirra aðgerðum. Við vorum að bregðast við og þeir voru að komast framhjá okkur og gátu svolítið valið sendingar og skot. Ég var ekki nógu sáttur við það en í seinni hálfleik var þetta allt annað varnarlega.“ „Við gerðum rosalega vel á Tomsick og bara vorum miklu virkari. Vorum meira líkamlegir, þeir voru ekki að fá þessar auðveldu körfur sem þeir voru að fá í fyrri hálfleik og ég var bara mjög ánægður með það. Það er lykillinn, þannig fengum við þennan hraða leik sem við viljum spila. Náðum góðum varnarstoppum, náðum boltanum og keyrðum í bakið á þeim.“ Hraður leikur er það sem Jakob leggur upp með en hann var ekkert endilega viss um að Þórsarar hefðu verið ósáttir með þennan mikla hraða, en leikurinn var á köflum eins og borðtennisleikur fram og til baka. „Ég er ekkert viss um það, ég held að þeir séu líka alveg sáttir við að hlaupa upp og niður. En klárlega er þetta eitthvað sem mér finnst við þrífast í. Sóknarlega erum við frábærir, liðið er svolítið sett saman með það í huga að spila hratt. Við erum með leikmenn sem líður vel á opnum velli, keyra upp með boltann og skapa þannig. Hentar okkur rosa vel að spila svona leik.“ Má ekki færa þennan sigur til bókar sem algjöran lykilsigur, í jafnri deild gegn liðinu sem var í næsta sæti fyrir ofan KR? „Alveg klárlega, alveg klárlega. Hver umferð í þessari deild býður uppá rosalega mikilvæga leiki. Annað hvort ferðu upp um tvö þrjú sæti eða dettur bara niður um fimm. Þetta er það jafnt. Auðvitað er þetta risa sigur fyrir okkur, bæði að jafna þá og eigum innbyrðis á þá. En það eru fleiri svona leikir að koma núna, við eigum Álftanes, við eigum Keflavík svo það er mjög mikilvægt að við höldum rétt á spöðunum núna og höldum fókus.“
Körfubolti Bónus-deild karla KR Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Manchester er heima“ Enski boltinn Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Fleiri fréttir Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Sjá meira