Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Sindri Sverrisson skrifar 16. janúar 2025 13:05 Elvar Örn Jónsson og strákarnir okkar hefja leik á HM í kvöld þegar þeir mæta Grænhöfðaeyjum. epa/Johan Nilsson Háskólinn í Reykjavík hitaði upp fyrir heimsmeistaramótið í handbolta í HR stofunni, í tilefni þess að íslenska karlalandsliðið leikur sinn fyrsta leik á mótinu í dag. Gestir HR stofunnar voru Patrekur Jóhannesson og Arnar Pétursson og þá kynnti Dr. Peter O‘Donoghue, prófessor við íþróttafræðideild HR, spálíkan sem hann hefur gert fyrir mótið. Í HR stofunni fór Peter yfir spálíkan sem hann hefur gert fyrir HM. Hann gerði einnig spálíkön fyrir HM 2023 og EM 2024. Fyrir HM 2023 spáði hann því að Íslendingar myndu enda í 12.-14. sæti og svo fór að þeir enduðu í 12. sæti. Fyrir EM í fyrra spáði Peter því að líklegast yrði að Ísland endaði í 7.-12. sæti. Tíunda sætið varð niðurstaðan. Eftir að hafa keyrt spálíkan sitt fyrir HM í ár 100.000 sinnum er niðurstaðan Peters sú að 1,7% líkur séu á að Ísland verði heimsmeistari. Telur 40% líkur á að Ísland komist í 8-liða úrslit Algengasta lokastaða Íslands reyndist 8. sæti en meðalniðurstaða Íslands var 10. sæti. Dreifingin var þó býsna mikil og það var aðeins í 7,5% tilvika sem að Ísland endaði í 8. sæti. Samkvæmt spálíkani Peters eru tæplega 40% líkur á því að Ísland komist að minnsta kosti í gegnum milliriðlakeppnina og í 8-liða úrslit. Þessar líkur hækka í 63,8% ef að Ísland vinnur G-riðil en þá er ljóst að liðið þarf að leggja Slóvena að velli í leiknum mikilvæga á mánudagskvöld. Samkvæmt spá Peters er líklegra að Slóvenía og Egyptaland komist í 8-liða úrslitin, á kostnað Íslands og Króatíu. Það eru 14,2% líkur á að Ísland komist í undanúrslit, í fyrsta sinn í sögu HM, og 5,3% líkur á að liðið komist í úrslitaleik mótsins. Eins og fyrr segir eru svo 1,7% líkur á að liðið fari alla leið en Frakkland er líklegast til að vinna mótið og tókst það í 23% tilvika í líkani Peters. Danmörk er skammt undan, eftir að hafa unnið þrjú síðustu heimsmeistaramót, en það bitnar á Dönum að vera í erfiðari helmingi mótsins. HR stofan hófst klukkan 12:30 og mátti sjá beina útsendingu frá henni hér fyrir neðan. Ísland mætir Grænhöfðaeyjum í G-riðli heimsmeistaramótsins í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Fjallað verður ítarlega um leikinn í máli og myndum á Vísi í kvöld. Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Háskólar Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Fleiri fréttir „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Sjá meira
Í HR stofunni fór Peter yfir spálíkan sem hann hefur gert fyrir HM. Hann gerði einnig spálíkön fyrir HM 2023 og EM 2024. Fyrir HM 2023 spáði hann því að Íslendingar myndu enda í 12.-14. sæti og svo fór að þeir enduðu í 12. sæti. Fyrir EM í fyrra spáði Peter því að líklegast yrði að Ísland endaði í 7.-12. sæti. Tíunda sætið varð niðurstaðan. Eftir að hafa keyrt spálíkan sitt fyrir HM í ár 100.000 sinnum er niðurstaðan Peters sú að 1,7% líkur séu á að Ísland verði heimsmeistari. Telur 40% líkur á að Ísland komist í 8-liða úrslit Algengasta lokastaða Íslands reyndist 8. sæti en meðalniðurstaða Íslands var 10. sæti. Dreifingin var þó býsna mikil og það var aðeins í 7,5% tilvika sem að Ísland endaði í 8. sæti. Samkvæmt spálíkani Peters eru tæplega 40% líkur á því að Ísland komist að minnsta kosti í gegnum milliriðlakeppnina og í 8-liða úrslit. Þessar líkur hækka í 63,8% ef að Ísland vinnur G-riðil en þá er ljóst að liðið þarf að leggja Slóvena að velli í leiknum mikilvæga á mánudagskvöld. Samkvæmt spá Peters er líklegra að Slóvenía og Egyptaland komist í 8-liða úrslitin, á kostnað Íslands og Króatíu. Það eru 14,2% líkur á að Ísland komist í undanúrslit, í fyrsta sinn í sögu HM, og 5,3% líkur á að liðið komist í úrslitaleik mótsins. Eins og fyrr segir eru svo 1,7% líkur á að liðið fari alla leið en Frakkland er líklegast til að vinna mótið og tókst það í 23% tilvika í líkani Peters. Danmörk er skammt undan, eftir að hafa unnið þrjú síðustu heimsmeistaramót, en það bitnar á Dönum að vera í erfiðari helmingi mótsins. HR stofan hófst klukkan 12:30 og mátti sjá beina útsendingu frá henni hér fyrir neðan. Ísland mætir Grænhöfðaeyjum í G-riðli heimsmeistaramótsins í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Fjallað verður ítarlega um leikinn í máli og myndum á Vísi í kvöld.
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Háskólar Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Fleiri fréttir „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Sjá meira
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“