Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar 15. janúar 2025 12:00 Það er mikið fagnaðarefni að ný ríkisstjórn hafi kallað eftir liðsinni þjóðarinnar um tillögur að hagræðingu í rekstri ríkisins. Þekkingin á því hvar hægt er að gera betur er oft sértæk, ábatinn getur verið á stöðum sem ekki eru öllum sýnilegir en sömuleiðis er mikilvægt að til staðar sé sérþekking á því hver heildaráhrifin verða. Breyting á einum stað getur nefnilega haft ófyrirséð áhrif á öðrum ef ekki er staðið vandlega að málum. Heilbrigðistækni er einn allra mikilvægasti geirinn sem hið opinbera ætti að horfa til með það að sjónarmiði að spara en bæta um leið skilvirkni og þjónustu í kerfinu. Í heilbrigðistækni liggja nefnilega gríðarleg tækifæri til að spara tíma og fé, bæta vinnslu og skapa svigrúm til að sinna bæði skjólstæðingum kerfisins betur og létta álagi af starfsfólki. Leiðarljósið ætti alltaf að vera að bæta lífsgæði og starfsumhverfi fólks Hagræðing í kerfum á borð við heilbrigðiskerfið, þar sem líf fólks og vellíðan er undir, er auðvitað sérstaklega vandmeðfarin. Þar ætti leiðarljósið alltaf að vera að kerfisbreytingar eða sparnaður verði ekki til þess að skerða lífsgæði eða þjónustu sem fólk þiggur. Á hinn bóginn liggja gríðarleg tækifæri í því ef hægt er að finna nýjar lausnir sem geta losað mannauð og fjármagn til að sinna betur öðrum þáttum sem jafnvel hafa mætt afgangi.Ísland stendur að mörgu leyti vel að vígi þegar kemur að stafrænum lausnum í heilbrigðisgeiranum. Samræming gagna er betri en þekkist víða í nágrannalöndum og smæð kerfisins gerir að verkum að oft er tiltölulega einfalt að innleiða lausnir sem spara bæði tíma og fjármuni. Þessar lausnir eru sumar til nú þegar. Snjallforritið Iðunn, sem skráir umönnunarverk í rauntíma er eitt dæmi. Forritið minnkar verulega tíma sem fer í skráningu gagna, oftast niður í aðeins brot af þeim tíma sem það tekur nú. Forritið er nú þegar í notkun innan heilbrigðiskerfisins og hefur reynst vel. Kostnaðar- og ábatagreining bendir hins vegar til þess að innleiðing forritsins á landsvísu gæti sparað ríkinu um 660 milljónir króna á hverju ári. Þetta er aðeins eitt dæmi. Ávinningurinn af slíkum lausnum er ekki aðeins fjárhagslegur heldur margþættur. Tíminn sem sparast eykur þann tíma sem starfsfólk hefur til að sinna sjúklingum og öðrum störfum og léttir álag. Þar við bætist að tæknin getur auðveldað samskipti milli starfsfólks, minnkað líkur á mistökum og koma í veg fyrir tvíverknað. Fjárfesting í heilbrigðistækni er fjárfesting í framtíðinni Fjárfesting í heilbrigðistækni er því mikilvæg fjárfesting í innviðum en ekki síður framtíðinni sjálfri. Stafrænar lausnir eru eitt allra mikilvægasta tækifærið sem við höfum til að bæta þjónustu og líðan fólks og koma í veg fyrir sóun. Á Íslandi er mikil tækniþekking og hæfileikar og mörg frambærileg heilbrigðistæknifyrirtæki sem vinna að þróun nýrra lausna sem geta bæði unnið á þeim áskorunum sem kerfið glímir við en einnig bætt þjónustuna. Ávinningurinn af góðu samtali og samvinnu getur orðið gríðarlegur. Sérfræðiþekkingin í heilbrigðiskerfinu, tækniþekkingin innan heilsutæknifyrirtækjanna og vilji stjórnvalda geta í sameiningu skapað nýjar lausnir sem fela í sér aukin lífsgæði, sparnað fyrir hið opinbera og í sumum tilvikum mikilvægar útflutningstekjur. Það er til margs að vinna. Með því að stuðla að aukinni nýsköpun getum við sparað fé og nýtt betur dýrmæta starfskrafta fólksins sem starfar innan heilbrigðiskerfisins. Ekki síst má þannig bæta þjónustu, öryggi og upplifun einstaklinga, aðstandenda og allra þeirra sem nýta sér heilbrigðisþjónustu. Við hjá Helix köllum eftir og hlökkum til frekara samtals um það hvernig við getum í sameiningu ekki aðeins sparað fjármuni heldur skilað íslensku heilbrigðiskerfi í fremstu röð. Höfundur er framkvæmdastjóri Helix. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tækni Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það er mikið fagnaðarefni að ný ríkisstjórn hafi kallað eftir liðsinni þjóðarinnar um tillögur að hagræðingu í rekstri ríkisins. Þekkingin á því hvar hægt er að gera betur er oft sértæk, ábatinn getur verið á stöðum sem ekki eru öllum sýnilegir en sömuleiðis er mikilvægt að til staðar sé sérþekking á því hver heildaráhrifin verða. Breyting á einum stað getur nefnilega haft ófyrirséð áhrif á öðrum ef ekki er staðið vandlega að málum. Heilbrigðistækni er einn allra mikilvægasti geirinn sem hið opinbera ætti að horfa til með það að sjónarmiði að spara en bæta um leið skilvirkni og þjónustu í kerfinu. Í heilbrigðistækni liggja nefnilega gríðarleg tækifæri til að spara tíma og fé, bæta vinnslu og skapa svigrúm til að sinna bæði skjólstæðingum kerfisins betur og létta álagi af starfsfólki. Leiðarljósið ætti alltaf að vera að bæta lífsgæði og starfsumhverfi fólks Hagræðing í kerfum á borð við heilbrigðiskerfið, þar sem líf fólks og vellíðan er undir, er auðvitað sérstaklega vandmeðfarin. Þar ætti leiðarljósið alltaf að vera að kerfisbreytingar eða sparnaður verði ekki til þess að skerða lífsgæði eða þjónustu sem fólk þiggur. Á hinn bóginn liggja gríðarleg tækifæri í því ef hægt er að finna nýjar lausnir sem geta losað mannauð og fjármagn til að sinna betur öðrum þáttum sem jafnvel hafa mætt afgangi.Ísland stendur að mörgu leyti vel að vígi þegar kemur að stafrænum lausnum í heilbrigðisgeiranum. Samræming gagna er betri en þekkist víða í nágrannalöndum og smæð kerfisins gerir að verkum að oft er tiltölulega einfalt að innleiða lausnir sem spara bæði tíma og fjármuni. Þessar lausnir eru sumar til nú þegar. Snjallforritið Iðunn, sem skráir umönnunarverk í rauntíma er eitt dæmi. Forritið minnkar verulega tíma sem fer í skráningu gagna, oftast niður í aðeins brot af þeim tíma sem það tekur nú. Forritið er nú þegar í notkun innan heilbrigðiskerfisins og hefur reynst vel. Kostnaðar- og ábatagreining bendir hins vegar til þess að innleiðing forritsins á landsvísu gæti sparað ríkinu um 660 milljónir króna á hverju ári. Þetta er aðeins eitt dæmi. Ávinningurinn af slíkum lausnum er ekki aðeins fjárhagslegur heldur margþættur. Tíminn sem sparast eykur þann tíma sem starfsfólk hefur til að sinna sjúklingum og öðrum störfum og léttir álag. Þar við bætist að tæknin getur auðveldað samskipti milli starfsfólks, minnkað líkur á mistökum og koma í veg fyrir tvíverknað. Fjárfesting í heilbrigðistækni er fjárfesting í framtíðinni Fjárfesting í heilbrigðistækni er því mikilvæg fjárfesting í innviðum en ekki síður framtíðinni sjálfri. Stafrænar lausnir eru eitt allra mikilvægasta tækifærið sem við höfum til að bæta þjónustu og líðan fólks og koma í veg fyrir sóun. Á Íslandi er mikil tækniþekking og hæfileikar og mörg frambærileg heilbrigðistæknifyrirtæki sem vinna að þróun nýrra lausna sem geta bæði unnið á þeim áskorunum sem kerfið glímir við en einnig bætt þjónustuna. Ávinningurinn af góðu samtali og samvinnu getur orðið gríðarlegur. Sérfræðiþekkingin í heilbrigðiskerfinu, tækniþekkingin innan heilsutæknifyrirtækjanna og vilji stjórnvalda geta í sameiningu skapað nýjar lausnir sem fela í sér aukin lífsgæði, sparnað fyrir hið opinbera og í sumum tilvikum mikilvægar útflutningstekjur. Það er til margs að vinna. Með því að stuðla að aukinni nýsköpun getum við sparað fé og nýtt betur dýrmæta starfskrafta fólksins sem starfar innan heilbrigðiskerfisins. Ekki síst má þannig bæta þjónustu, öryggi og upplifun einstaklinga, aðstandenda og allra þeirra sem nýta sér heilbrigðisþjónustu. Við hjá Helix köllum eftir og hlökkum til frekara samtals um það hvernig við getum í sameiningu ekki aðeins sparað fjármuni heldur skilað íslensku heilbrigðiskerfi í fremstu röð. Höfundur er framkvæmdastjóri Helix.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar