Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar 15. janúar 2025 09:03 Í dag er rafmagn alls staðar, krafturinn sem knýr líf okkar, ómissandi en þó ósýnilegur. Við kveikjum á rofa og ljós fylla heimili okkar; setjum síðan í gang sjónvarpið og upplýsingaflóð streymir inn í stofuna. Rafmagn er samofið nútímasamfélagi að því marki að fjarvera þess vekur meiri athygli en nærvera þess. Rétt eins og með heilsuna þá tökum við ekki eftir henni fyrr en hún bregst. Á svipaðan hátt er gervigreind (AI) nú að læðast inn í líf okkar – í senn alltumlykjandi og ósýnilegt umbreytingarafl sem mun móta framtíðina meira og hraðar en flestir geta gert sér í hugarlund í dag. „Innsæi okkar um framtíðina er línulegt en raunveruleiki upplýsingatækninnar er veldisvaxandi.“- (Ray Kurzweil, f. 1948) Vitvæðing innviða: Rétt eins og rafmagnið umbylti samfélaginu, atvinnuháttum og lífi okkar, er gervigreind nú að umbylta öllu með vitvæðingu. Hér snýst málið ekki aðeins um sjálfvirkni heldur um snjallvæðingu innviða sem fléttast inn í alla þætti lífs okkar, vinnu og samskipta. Flókin hátæknikerfi eru grunnstoðir nútímasamfélags: samgöngur, birgðakeðjur, greiðslukerfi og fjármálamarkaðir, svo örfá dæmi séu tekin. Þau treysta nú þegar á mikla reiknigetu tölvukerfa og stórgagnavinnslu, en með tímanum mun AI enn frekar snjallvæða þessi ferli: hámarka skilvirkni, spá fyrir um framtíðina og gera sjálfstæðari virkni mögulega án frumkvæðis mannshugarins. Samruni hennar við þessi kerfi verður svo algjör að hún verður ósýnileg og samtvinnuð hjálparhella í öllu sem við gerum. „Okkur hættir til að ofmeta áhrif tækninnar til skamms tíma en vanmeta áhrif hennar til lengri tíma.“- (Roy Amara, 1925–2007) Heimur snjallvæddrar skynsemi Allt sem við framleiðum, miðlum og neytum mun taka stakkaskiptum fyrir tilstilli gervigreindar. Í framleiðslu munu AI-stýrð kerfi hámarka framleiðslulínur, fyrirbyggja bilanir í tækjabúnaði og aðlaga vörur og þjónustulausnir að þörfum hvers og eins. Í samskiptum mun AI styðja tungumálaþýðingar, greina kjarnann frá hisminu í gegndarlausu upplýsingaflóði samtímans og sérsníða lausnir í heilbrigðis- og menntamálum. Hún mun lesa í þarfir, gefa ábendingar um viðeigandi vörur eða þjónustu og sérsníða verslunar- og þjónustuupplifun okkar. Þetta snýst þó ekki eingöngu um aukna skilvirkni, meiri hraða eða betra verð; hér er um að ræða áður óþekkt tækifæri. Nákvæmar sjúkdómsgreiningar og klæðskerasaumaðar lækningalausnir munu spara tíma, peninga og mannslíf. Persónulegt námsumhverfi mun laga sig að ólíkum námsþörfum og getu nemenda, meðan sjálfbær orkukerfi – þar sem snjallnetbúnaður miðlar orku sem hagkvæmast – munu bæta lífsgæðin til muna. Þetta er þó aðeins lítið brot af þeim umbreytandi möguleikum sem gervigreind mun færa mannkyni. „Allt sem hægt er að gera sjálfvirkt, verður gert sjálfvirkt.“- (Shoshana Zuboff, f. 1951) Nýtt skeið nýsköpunar: Rétt eins og rafmagnið mun gervigreind verða ósýnileg, en þó alls staðar, og knýja framfarir á ótal sviðum. Hún mun auðvelda vísindamönnum að flýta rannsóknum, listamönnum að kanna nýjar víddir sköpunar og frumkvöðlum að þróa áður óþekktar lausnir sem svara áskorunum samtímans. Aðlögun AI verður svo inngróin að komandi kynslóðir munu eiga erfitt með að ímynda sér heim án hennar – líkt og okkur reynist nú erfitt að ímynda okkur líf án rafmagns. „Besta leiðin til að spá fyrir um framtíðina er að skapa hana.“- (Peter Drucker, 1909–2005) Framtíðin, ábyrgð og ný tækifæri: Þessi víðtæka samþætting AI við allt svið mannlegs samfélags mun fela í sér mikla ábyrgð. Það er brýnt að hlúa að réttlæti, gegnsæi og siðlegri notkun gervigreindar. Rétt eins og við höfum komið á öryggisstöðlum og reglum um rafmagn þarf að skapa traustan ramma utan um AI, draga úr hugsanlegri áhættu og hámarka ávinninginn fyrir mannkyn allt. Veldisvöxtur tækniframfara: Jafnframt er mikilvægt að skilja eðli tækniþróunar, einkum nú, þegar þróunin er bæði hröð og veldisvaxandi. Eins og Ray Kurzweil (f. 1948) hefur bent á, er tækniþróun ekki línuleg heldur veldisvaxandi. Okkur hættir til að ofmeta hvað hægt sé að ná fram á stuttum tíma (til dæmis einu ári) og vanmeta hvað má gera á lengra tímabili (fimm til tíu árum). Þetta á sérstaklega við um gervigreind. Margir gera óafvitandi ráð fyrir að framfarir 21. aldar verði aðeins tvöfaldar á við það sem gerðist á 20. öld, en raunveruleikinn gæti orðið mun meiri. Kurzweil hefur jafnvel talað um að við gætum séð tvöhundruðfalt framfarahlutfall, svo að framfarir sem jafnast á við 20.000 ár (miðað við þróunarhraða ársins 2000) gætu raungerst á þessari öld. Þau áhrif er erfitt að meta, en þó er fyrirséð að þau verði afgerandi. Framtíðin er ekki söm sem fyrr: Framtíðin sem gervigreind býður upp á er hvorki fjarlæg né óraunhæf sýn; hún er að raungerast fyrir augum okkar – og það hratt. Með því að skilja umbreytandi möguleika AI, veldisvöxtinn í þróun hennar og þær áskoranir sem fylgja getum við beislað þetta byltingarkennda afl til að byggja upp framtíð þar sem nýsköpun, skilvirkni og mannleg velferð ná nýjum hæðum. Gervigreind er ekki aðeins „næsta stóra mál“; hún er sjálfur umbreytingakraftur framtíðarinnar, samofinn öllu sem við gerum, framleiðum, miðlum og neytum. Og hún mun banka upp á miklu fyrr, og með miklu meiri áhrifum, en flestir gera sér í hugarlund. Höfundur er fyrrum framkvæmdastjóri Stjórnunarfélagsins og með 36 ára reynslu á sviði símenntunar, fyrirlestra- og námskeiðahalds. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Sigurðsson Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Sjá meira
Í dag er rafmagn alls staðar, krafturinn sem knýr líf okkar, ómissandi en þó ósýnilegur. Við kveikjum á rofa og ljós fylla heimili okkar; setjum síðan í gang sjónvarpið og upplýsingaflóð streymir inn í stofuna. Rafmagn er samofið nútímasamfélagi að því marki að fjarvera þess vekur meiri athygli en nærvera þess. Rétt eins og með heilsuna þá tökum við ekki eftir henni fyrr en hún bregst. Á svipaðan hátt er gervigreind (AI) nú að læðast inn í líf okkar – í senn alltumlykjandi og ósýnilegt umbreytingarafl sem mun móta framtíðina meira og hraðar en flestir geta gert sér í hugarlund í dag. „Innsæi okkar um framtíðina er línulegt en raunveruleiki upplýsingatækninnar er veldisvaxandi.“- (Ray Kurzweil, f. 1948) Vitvæðing innviða: Rétt eins og rafmagnið umbylti samfélaginu, atvinnuháttum og lífi okkar, er gervigreind nú að umbylta öllu með vitvæðingu. Hér snýst málið ekki aðeins um sjálfvirkni heldur um snjallvæðingu innviða sem fléttast inn í alla þætti lífs okkar, vinnu og samskipta. Flókin hátæknikerfi eru grunnstoðir nútímasamfélags: samgöngur, birgðakeðjur, greiðslukerfi og fjármálamarkaðir, svo örfá dæmi séu tekin. Þau treysta nú þegar á mikla reiknigetu tölvukerfa og stórgagnavinnslu, en með tímanum mun AI enn frekar snjallvæða þessi ferli: hámarka skilvirkni, spá fyrir um framtíðina og gera sjálfstæðari virkni mögulega án frumkvæðis mannshugarins. Samruni hennar við þessi kerfi verður svo algjör að hún verður ósýnileg og samtvinnuð hjálparhella í öllu sem við gerum. „Okkur hættir til að ofmeta áhrif tækninnar til skamms tíma en vanmeta áhrif hennar til lengri tíma.“- (Roy Amara, 1925–2007) Heimur snjallvæddrar skynsemi Allt sem við framleiðum, miðlum og neytum mun taka stakkaskiptum fyrir tilstilli gervigreindar. Í framleiðslu munu AI-stýrð kerfi hámarka framleiðslulínur, fyrirbyggja bilanir í tækjabúnaði og aðlaga vörur og þjónustulausnir að þörfum hvers og eins. Í samskiptum mun AI styðja tungumálaþýðingar, greina kjarnann frá hisminu í gegndarlausu upplýsingaflóði samtímans og sérsníða lausnir í heilbrigðis- og menntamálum. Hún mun lesa í þarfir, gefa ábendingar um viðeigandi vörur eða þjónustu og sérsníða verslunar- og þjónustuupplifun okkar. Þetta snýst þó ekki eingöngu um aukna skilvirkni, meiri hraða eða betra verð; hér er um að ræða áður óþekkt tækifæri. Nákvæmar sjúkdómsgreiningar og klæðskerasaumaðar lækningalausnir munu spara tíma, peninga og mannslíf. Persónulegt námsumhverfi mun laga sig að ólíkum námsþörfum og getu nemenda, meðan sjálfbær orkukerfi – þar sem snjallnetbúnaður miðlar orku sem hagkvæmast – munu bæta lífsgæðin til muna. Þetta er þó aðeins lítið brot af þeim umbreytandi möguleikum sem gervigreind mun færa mannkyni. „Allt sem hægt er að gera sjálfvirkt, verður gert sjálfvirkt.“- (Shoshana Zuboff, f. 1951) Nýtt skeið nýsköpunar: Rétt eins og rafmagnið mun gervigreind verða ósýnileg, en þó alls staðar, og knýja framfarir á ótal sviðum. Hún mun auðvelda vísindamönnum að flýta rannsóknum, listamönnum að kanna nýjar víddir sköpunar og frumkvöðlum að þróa áður óþekktar lausnir sem svara áskorunum samtímans. Aðlögun AI verður svo inngróin að komandi kynslóðir munu eiga erfitt með að ímynda sér heim án hennar – líkt og okkur reynist nú erfitt að ímynda okkur líf án rafmagns. „Besta leiðin til að spá fyrir um framtíðina er að skapa hana.“- (Peter Drucker, 1909–2005) Framtíðin, ábyrgð og ný tækifæri: Þessi víðtæka samþætting AI við allt svið mannlegs samfélags mun fela í sér mikla ábyrgð. Það er brýnt að hlúa að réttlæti, gegnsæi og siðlegri notkun gervigreindar. Rétt eins og við höfum komið á öryggisstöðlum og reglum um rafmagn þarf að skapa traustan ramma utan um AI, draga úr hugsanlegri áhættu og hámarka ávinninginn fyrir mannkyn allt. Veldisvöxtur tækniframfara: Jafnframt er mikilvægt að skilja eðli tækniþróunar, einkum nú, þegar þróunin er bæði hröð og veldisvaxandi. Eins og Ray Kurzweil (f. 1948) hefur bent á, er tækniþróun ekki línuleg heldur veldisvaxandi. Okkur hættir til að ofmeta hvað hægt sé að ná fram á stuttum tíma (til dæmis einu ári) og vanmeta hvað má gera á lengra tímabili (fimm til tíu árum). Þetta á sérstaklega við um gervigreind. Margir gera óafvitandi ráð fyrir að framfarir 21. aldar verði aðeins tvöfaldar á við það sem gerðist á 20. öld, en raunveruleikinn gæti orðið mun meiri. Kurzweil hefur jafnvel talað um að við gætum séð tvöhundruðfalt framfarahlutfall, svo að framfarir sem jafnast á við 20.000 ár (miðað við þróunarhraða ársins 2000) gætu raungerst á þessari öld. Þau áhrif er erfitt að meta, en þó er fyrirséð að þau verði afgerandi. Framtíðin er ekki söm sem fyrr: Framtíðin sem gervigreind býður upp á er hvorki fjarlæg né óraunhæf sýn; hún er að raungerast fyrir augum okkar – og það hratt. Með því að skilja umbreytandi möguleika AI, veldisvöxtinn í þróun hennar og þær áskoranir sem fylgja getum við beislað þetta byltingarkennda afl til að byggja upp framtíð þar sem nýsköpun, skilvirkni og mannleg velferð ná nýjum hæðum. Gervigreind er ekki aðeins „næsta stóra mál“; hún er sjálfur umbreytingakraftur framtíðarinnar, samofinn öllu sem við gerum, framleiðum, miðlum og neytum. Og hún mun banka upp á miklu fyrr, og með miklu meiri áhrifum, en flestir gera sér í hugarlund. Höfundur er fyrrum framkvæmdastjóri Stjórnunarfélagsins og með 36 ára reynslu á sviði símenntunar, fyrirlestra- og námskeiðahalds.
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun