Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar 14. janúar 2025 13:30 Rétt eftir hátíðarnar, eftir að fólk er búið að opna alla pakkana, raða í sig kræsingum og kjöti af öllum sortum, er horft agndofa á ‘græna gímaldið’ og spurt hvað gerðist hér eiginlega? Þó ég sé skipulagsfræðingur ætla ég ekki að fara út í að ræða ferlið, hvernig stóð á því að þetta stóra mannvirki fékk sinn stað og skyggir gjörsamlega á nærliggjandi íbúðarhús með tilheyrandi myrkri alla daga fyrir íbúa þess, og að umferð flutningabíla ógni mögulega öryggi barna við íþróttaiðkun. Heldur ætla ég að vekja upp spurningar um það hvort við séum almennt búin að aftengjast þeirri staðreynd að neyslusamfélagið og markaðurinn þarf á slíkum mannvirkjum að halda en við veljum að sjá þau ekki. Þau eiga að vera ósýnileg, langt í burtu og án þess að trufla núvitund okkar og íbúa sem viljum helst gera jógaæfingarnar okkar við sólarupprás, drekka teið í rólegheitum og fara svo út í daginn, eða hvað? Það er eitthvað áhugavert við þetta allt sem snertir siðfræði og ábyrgð. Markaðinum er alveg sama um alskonar hluti, hvort einhver finni til eða hvort umhverfið verði fyrir skaða, peningarnir flæða bara milli staða eins og vatn í halla flæðir niðurávið. Einhverjum finnst óhæfa að starfrækja kjötvinnslu í ‘græna gímaldinu’ sú starfssemi eigi að vera ‘einhverstaðar annars staðar’ og vöruhús, tja ætti það ekki líka að vera annarsstaðar? Myndi okkur líða betur ef við settum bara gler í veggina og sæjum hvað fer fram þarna inni? Væri jöfn eftirspurn eftir hamborgarahryggjum og öðrum unnum kjötvörum? Ættum við kannski að hafa bara grísabú í öðrum endanum og sláturhús í hinum? Það væri viss heiðarleiki í því. Viljum við ekki sjá hvernig maturinn verður til? Sólin myndi skýna gegnum gluggana, og fólk fengi geislana inn í íbúðarhúsin við hliðina. Eða er það kannski ekki heppilegt fyrir kjötvinnslu að hafa sólina skínandi inn í vinnurýmið og líklega ekki það sem við viljum hafa fyrir augunum alla daga. Svo ekki sé talað um allar hreinlætiskröfurnar bæði í framleiðsluferlinu og í ‘okkar augum’. Vöruhúsin í borginni eru skiljanleg afleiða af þeirri staðreynd að við kaupum auðvitað vörur erlendis frá í miklu magni og utan að landi, hvernig á það sér stað? Ekki fara kassarnir fyrir einhvera töfra inn í búðirnar? Þeir lenda í skemmum og vöruhúsum og eru flokkaðir eftir pöntunum og óskum okkar sem viljum helst fá allt næsta dag í búðinni eða sent heima að dyrum samdægurs. Allt er orðið svo sjálfsagt. Ég er að elda og mig vantar eitthvað sérstakt krydd, verð hneiksluð að það sé ekki til þegar ég stekk út í búð. Kryddið er samsett úr mörgum kryddtegundum og hefur upprunalega komið frá ýmsum stöðum út í heim. Kryddið er eins og tré með rætur um allan heim og vöruhúsið og búðin er toppurinn á því, kryddið blómstrar svo í kássunni í eldhúsinu okkar, í smjattandi munnum og búttuðum kviðnum. Það má alveg lesa í málið með ‘græna gímaldið’ að menn vildu gera jákvæðar breytingar, búa kannski til hljóðmön með stóra húsinu til að hlífa íbúabyggð við umferðarhávaða Reykjanesbrautar, stytta flutningavegalengdir og hafa þessa vörustöð miðsvæðis á stærsta markaðssvæðinu – höfuðborgarsvæðinu. En, svo kemur þetta en, við viljum ekki sjá þetta þarna, við viljum ekki hugsa um alla keðjuna sem á sér stað áður en við greiðum fyrir vöruna með kortinu okkar eða símanum, sem treystir á sæstrenginn í Atlandshafinu. Allt er svo tengt en við sjálf erum samt svo ótengd raunveruleikanum. Á fyrri hluta síðustu aldar var Austurvöllur fjárbyrgi, bændur komu á svæðið til að stunda vöruskipti. Sláturhús og blóðvöllur var fyrir opnum dyrum í borginni, jafnvel næst sjúkrahúsi eða annarri viðkvæmri starfsemi sem skapaði vissa sýkingarhættu. Það var af ástæðu sem við fórum í að vera með landflokkun og að hólfa hluti niður, en á sama tíma voru ferlar framleiðslu heiðarlegir og sýnilegir. Við höfum farið í hring í hugmyndum um skipulag, í dag er almennt horft til þess að blanda aftur byggð með hreinum iðnaði, stytta vegalengdir milli íverustaða og vinnustaða, reyna að minnka umferð og skapa einskonar vistkerfi í borgum sem stuðlar að meiri sjálfbærni. Það er alveg ljóst að þetta er vandaverk í okkar hraða neyslusamfélagi án þess að hinn hreini iðnaður komi upp um sig og særi siðferðiskennd okkar með gleraugun sem velja að sjá það sem hentar. Hver hugsi fyrir sig, hvaðan kom það sem er á diskinum mínum, hvernig fæ ég hlutina upp að dyrum, hver er ástæðan fyrir umferðarhávaðanum, öllum pappanum og plastinu. Hvaða ábyrgð ber ég á þessu öllu? Æ, nenni ekki að hugsa um það, er upptekin við að hámarka þægindin og passa upp á ‚zenið mitt‘. Eða hvað, það er líklega einhver tvískinnungur í þeim veruleika sem ég lifi í. Höfundur er skipulagsfræðingur og frumkvöðull. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vöruskemma við Álfabakka Reykjavík Skipulag Mest lesið Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Loftbrú – jákvæðar fjárfestingar í þágu barna Ingibjörg Isaksen Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Rétt eftir hátíðarnar, eftir að fólk er búið að opna alla pakkana, raða í sig kræsingum og kjöti af öllum sortum, er horft agndofa á ‘græna gímaldið’ og spurt hvað gerðist hér eiginlega? Þó ég sé skipulagsfræðingur ætla ég ekki að fara út í að ræða ferlið, hvernig stóð á því að þetta stóra mannvirki fékk sinn stað og skyggir gjörsamlega á nærliggjandi íbúðarhús með tilheyrandi myrkri alla daga fyrir íbúa þess, og að umferð flutningabíla ógni mögulega öryggi barna við íþróttaiðkun. Heldur ætla ég að vekja upp spurningar um það hvort við séum almennt búin að aftengjast þeirri staðreynd að neyslusamfélagið og markaðurinn þarf á slíkum mannvirkjum að halda en við veljum að sjá þau ekki. Þau eiga að vera ósýnileg, langt í burtu og án þess að trufla núvitund okkar og íbúa sem viljum helst gera jógaæfingarnar okkar við sólarupprás, drekka teið í rólegheitum og fara svo út í daginn, eða hvað? Það er eitthvað áhugavert við þetta allt sem snertir siðfræði og ábyrgð. Markaðinum er alveg sama um alskonar hluti, hvort einhver finni til eða hvort umhverfið verði fyrir skaða, peningarnir flæða bara milli staða eins og vatn í halla flæðir niðurávið. Einhverjum finnst óhæfa að starfrækja kjötvinnslu í ‘græna gímaldinu’ sú starfssemi eigi að vera ‘einhverstaðar annars staðar’ og vöruhús, tja ætti það ekki líka að vera annarsstaðar? Myndi okkur líða betur ef við settum bara gler í veggina og sæjum hvað fer fram þarna inni? Væri jöfn eftirspurn eftir hamborgarahryggjum og öðrum unnum kjötvörum? Ættum við kannski að hafa bara grísabú í öðrum endanum og sláturhús í hinum? Það væri viss heiðarleiki í því. Viljum við ekki sjá hvernig maturinn verður til? Sólin myndi skýna gegnum gluggana, og fólk fengi geislana inn í íbúðarhúsin við hliðina. Eða er það kannski ekki heppilegt fyrir kjötvinnslu að hafa sólina skínandi inn í vinnurýmið og líklega ekki það sem við viljum hafa fyrir augunum alla daga. Svo ekki sé talað um allar hreinlætiskröfurnar bæði í framleiðsluferlinu og í ‘okkar augum’. Vöruhúsin í borginni eru skiljanleg afleiða af þeirri staðreynd að við kaupum auðvitað vörur erlendis frá í miklu magni og utan að landi, hvernig á það sér stað? Ekki fara kassarnir fyrir einhvera töfra inn í búðirnar? Þeir lenda í skemmum og vöruhúsum og eru flokkaðir eftir pöntunum og óskum okkar sem viljum helst fá allt næsta dag í búðinni eða sent heima að dyrum samdægurs. Allt er orðið svo sjálfsagt. Ég er að elda og mig vantar eitthvað sérstakt krydd, verð hneiksluð að það sé ekki til þegar ég stekk út í búð. Kryddið er samsett úr mörgum kryddtegundum og hefur upprunalega komið frá ýmsum stöðum út í heim. Kryddið er eins og tré með rætur um allan heim og vöruhúsið og búðin er toppurinn á því, kryddið blómstrar svo í kássunni í eldhúsinu okkar, í smjattandi munnum og búttuðum kviðnum. Það má alveg lesa í málið með ‘græna gímaldið’ að menn vildu gera jákvæðar breytingar, búa kannski til hljóðmön með stóra húsinu til að hlífa íbúabyggð við umferðarhávaða Reykjanesbrautar, stytta flutningavegalengdir og hafa þessa vörustöð miðsvæðis á stærsta markaðssvæðinu – höfuðborgarsvæðinu. En, svo kemur þetta en, við viljum ekki sjá þetta þarna, við viljum ekki hugsa um alla keðjuna sem á sér stað áður en við greiðum fyrir vöruna með kortinu okkar eða símanum, sem treystir á sæstrenginn í Atlandshafinu. Allt er svo tengt en við sjálf erum samt svo ótengd raunveruleikanum. Á fyrri hluta síðustu aldar var Austurvöllur fjárbyrgi, bændur komu á svæðið til að stunda vöruskipti. Sláturhús og blóðvöllur var fyrir opnum dyrum í borginni, jafnvel næst sjúkrahúsi eða annarri viðkvæmri starfsemi sem skapaði vissa sýkingarhættu. Það var af ástæðu sem við fórum í að vera með landflokkun og að hólfa hluti niður, en á sama tíma voru ferlar framleiðslu heiðarlegir og sýnilegir. Við höfum farið í hring í hugmyndum um skipulag, í dag er almennt horft til þess að blanda aftur byggð með hreinum iðnaði, stytta vegalengdir milli íverustaða og vinnustaða, reyna að minnka umferð og skapa einskonar vistkerfi í borgum sem stuðlar að meiri sjálfbærni. Það er alveg ljóst að þetta er vandaverk í okkar hraða neyslusamfélagi án þess að hinn hreini iðnaður komi upp um sig og særi siðferðiskennd okkar með gleraugun sem velja að sjá það sem hentar. Hver hugsi fyrir sig, hvaðan kom það sem er á diskinum mínum, hvernig fæ ég hlutina upp að dyrum, hver er ástæðan fyrir umferðarhávaðanum, öllum pappanum og plastinu. Hvaða ábyrgð ber ég á þessu öllu? Æ, nenni ekki að hugsa um það, er upptekin við að hámarka þægindin og passa upp á ‚zenið mitt‘. Eða hvað, það er líklega einhver tvískinnungur í þeim veruleika sem ég lifi í. Höfundur er skipulagsfræðingur og frumkvöðull.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar