Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar 14. janúar 2025 13:30 Rétt eftir hátíðarnar, eftir að fólk er búið að opna alla pakkana, raða í sig kræsingum og kjöti af öllum sortum, er horft agndofa á ‘græna gímaldið’ og spurt hvað gerðist hér eiginlega? Þó ég sé skipulagsfræðingur ætla ég ekki að fara út í að ræða ferlið, hvernig stóð á því að þetta stóra mannvirki fékk sinn stað og skyggir gjörsamlega á nærliggjandi íbúðarhús með tilheyrandi myrkri alla daga fyrir íbúa þess, og að umferð flutningabíla ógni mögulega öryggi barna við íþróttaiðkun. Heldur ætla ég að vekja upp spurningar um það hvort við séum almennt búin að aftengjast þeirri staðreynd að neyslusamfélagið og markaðurinn þarf á slíkum mannvirkjum að halda en við veljum að sjá þau ekki. Þau eiga að vera ósýnileg, langt í burtu og án þess að trufla núvitund okkar og íbúa sem viljum helst gera jógaæfingarnar okkar við sólarupprás, drekka teið í rólegheitum og fara svo út í daginn, eða hvað? Það er eitthvað áhugavert við þetta allt sem snertir siðfræði og ábyrgð. Markaðinum er alveg sama um alskonar hluti, hvort einhver finni til eða hvort umhverfið verði fyrir skaða, peningarnir flæða bara milli staða eins og vatn í halla flæðir niðurávið. Einhverjum finnst óhæfa að starfrækja kjötvinnslu í ‘græna gímaldinu’ sú starfssemi eigi að vera ‘einhverstaðar annars staðar’ og vöruhús, tja ætti það ekki líka að vera annarsstaðar? Myndi okkur líða betur ef við settum bara gler í veggina og sæjum hvað fer fram þarna inni? Væri jöfn eftirspurn eftir hamborgarahryggjum og öðrum unnum kjötvörum? Ættum við kannski að hafa bara grísabú í öðrum endanum og sláturhús í hinum? Það væri viss heiðarleiki í því. Viljum við ekki sjá hvernig maturinn verður til? Sólin myndi skýna gegnum gluggana, og fólk fengi geislana inn í íbúðarhúsin við hliðina. Eða er það kannski ekki heppilegt fyrir kjötvinnslu að hafa sólina skínandi inn í vinnurýmið og líklega ekki það sem við viljum hafa fyrir augunum alla daga. Svo ekki sé talað um allar hreinlætiskröfurnar bæði í framleiðsluferlinu og í ‘okkar augum’. Vöruhúsin í borginni eru skiljanleg afleiða af þeirri staðreynd að við kaupum auðvitað vörur erlendis frá í miklu magni og utan að landi, hvernig á það sér stað? Ekki fara kassarnir fyrir einhvera töfra inn í búðirnar? Þeir lenda í skemmum og vöruhúsum og eru flokkaðir eftir pöntunum og óskum okkar sem viljum helst fá allt næsta dag í búðinni eða sent heima að dyrum samdægurs. Allt er orðið svo sjálfsagt. Ég er að elda og mig vantar eitthvað sérstakt krydd, verð hneiksluð að það sé ekki til þegar ég stekk út í búð. Kryddið er samsett úr mörgum kryddtegundum og hefur upprunalega komið frá ýmsum stöðum út í heim. Kryddið er eins og tré með rætur um allan heim og vöruhúsið og búðin er toppurinn á því, kryddið blómstrar svo í kássunni í eldhúsinu okkar, í smjattandi munnum og búttuðum kviðnum. Það má alveg lesa í málið með ‘græna gímaldið’ að menn vildu gera jákvæðar breytingar, búa kannski til hljóðmön með stóra húsinu til að hlífa íbúabyggð við umferðarhávaða Reykjanesbrautar, stytta flutningavegalengdir og hafa þessa vörustöð miðsvæðis á stærsta markaðssvæðinu – höfuðborgarsvæðinu. En, svo kemur þetta en, við viljum ekki sjá þetta þarna, við viljum ekki hugsa um alla keðjuna sem á sér stað áður en við greiðum fyrir vöruna með kortinu okkar eða símanum, sem treystir á sæstrenginn í Atlandshafinu. Allt er svo tengt en við sjálf erum samt svo ótengd raunveruleikanum. Á fyrri hluta síðustu aldar var Austurvöllur fjárbyrgi, bændur komu á svæðið til að stunda vöruskipti. Sláturhús og blóðvöllur var fyrir opnum dyrum í borginni, jafnvel næst sjúkrahúsi eða annarri viðkvæmri starfsemi sem skapaði vissa sýkingarhættu. Það var af ástæðu sem við fórum í að vera með landflokkun og að hólfa hluti niður, en á sama tíma voru ferlar framleiðslu heiðarlegir og sýnilegir. Við höfum farið í hring í hugmyndum um skipulag, í dag er almennt horft til þess að blanda aftur byggð með hreinum iðnaði, stytta vegalengdir milli íverustaða og vinnustaða, reyna að minnka umferð og skapa einskonar vistkerfi í borgum sem stuðlar að meiri sjálfbærni. Það er alveg ljóst að þetta er vandaverk í okkar hraða neyslusamfélagi án þess að hinn hreini iðnaður komi upp um sig og særi siðferðiskennd okkar með gleraugun sem velja að sjá það sem hentar. Hver hugsi fyrir sig, hvaðan kom það sem er á diskinum mínum, hvernig fæ ég hlutina upp að dyrum, hver er ástæðan fyrir umferðarhávaðanum, öllum pappanum og plastinu. Hvaða ábyrgð ber ég á þessu öllu? Æ, nenni ekki að hugsa um það, er upptekin við að hámarka þægindin og passa upp á ‚zenið mitt‘. Eða hvað, það er líklega einhver tvískinnungur í þeim veruleika sem ég lifi í. Höfundur er skipulagsfræðingur og frumkvöðull. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vöruskemma við Álfabakka Reykjavík Skipulag Mest lesið Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Rétt eftir hátíðarnar, eftir að fólk er búið að opna alla pakkana, raða í sig kræsingum og kjöti af öllum sortum, er horft agndofa á ‘græna gímaldið’ og spurt hvað gerðist hér eiginlega? Þó ég sé skipulagsfræðingur ætla ég ekki að fara út í að ræða ferlið, hvernig stóð á því að þetta stóra mannvirki fékk sinn stað og skyggir gjörsamlega á nærliggjandi íbúðarhús með tilheyrandi myrkri alla daga fyrir íbúa þess, og að umferð flutningabíla ógni mögulega öryggi barna við íþróttaiðkun. Heldur ætla ég að vekja upp spurningar um það hvort við séum almennt búin að aftengjast þeirri staðreynd að neyslusamfélagið og markaðurinn þarf á slíkum mannvirkjum að halda en við veljum að sjá þau ekki. Þau eiga að vera ósýnileg, langt í burtu og án þess að trufla núvitund okkar og íbúa sem viljum helst gera jógaæfingarnar okkar við sólarupprás, drekka teið í rólegheitum og fara svo út í daginn, eða hvað? Það er eitthvað áhugavert við þetta allt sem snertir siðfræði og ábyrgð. Markaðinum er alveg sama um alskonar hluti, hvort einhver finni til eða hvort umhverfið verði fyrir skaða, peningarnir flæða bara milli staða eins og vatn í halla flæðir niðurávið. Einhverjum finnst óhæfa að starfrækja kjötvinnslu í ‘græna gímaldinu’ sú starfssemi eigi að vera ‘einhverstaðar annars staðar’ og vöruhús, tja ætti það ekki líka að vera annarsstaðar? Myndi okkur líða betur ef við settum bara gler í veggina og sæjum hvað fer fram þarna inni? Væri jöfn eftirspurn eftir hamborgarahryggjum og öðrum unnum kjötvörum? Ættum við kannski að hafa bara grísabú í öðrum endanum og sláturhús í hinum? Það væri viss heiðarleiki í því. Viljum við ekki sjá hvernig maturinn verður til? Sólin myndi skýna gegnum gluggana, og fólk fengi geislana inn í íbúðarhúsin við hliðina. Eða er það kannski ekki heppilegt fyrir kjötvinnslu að hafa sólina skínandi inn í vinnurýmið og líklega ekki það sem við viljum hafa fyrir augunum alla daga. Svo ekki sé talað um allar hreinlætiskröfurnar bæði í framleiðsluferlinu og í ‘okkar augum’. Vöruhúsin í borginni eru skiljanleg afleiða af þeirri staðreynd að við kaupum auðvitað vörur erlendis frá í miklu magni og utan að landi, hvernig á það sér stað? Ekki fara kassarnir fyrir einhvera töfra inn í búðirnar? Þeir lenda í skemmum og vöruhúsum og eru flokkaðir eftir pöntunum og óskum okkar sem viljum helst fá allt næsta dag í búðinni eða sent heima að dyrum samdægurs. Allt er orðið svo sjálfsagt. Ég er að elda og mig vantar eitthvað sérstakt krydd, verð hneiksluð að það sé ekki til þegar ég stekk út í búð. Kryddið er samsett úr mörgum kryddtegundum og hefur upprunalega komið frá ýmsum stöðum út í heim. Kryddið er eins og tré með rætur um allan heim og vöruhúsið og búðin er toppurinn á því, kryddið blómstrar svo í kássunni í eldhúsinu okkar, í smjattandi munnum og búttuðum kviðnum. Það má alveg lesa í málið með ‘græna gímaldið’ að menn vildu gera jákvæðar breytingar, búa kannski til hljóðmön með stóra húsinu til að hlífa íbúabyggð við umferðarhávaða Reykjanesbrautar, stytta flutningavegalengdir og hafa þessa vörustöð miðsvæðis á stærsta markaðssvæðinu – höfuðborgarsvæðinu. En, svo kemur þetta en, við viljum ekki sjá þetta þarna, við viljum ekki hugsa um alla keðjuna sem á sér stað áður en við greiðum fyrir vöruna með kortinu okkar eða símanum, sem treystir á sæstrenginn í Atlandshafinu. Allt er svo tengt en við sjálf erum samt svo ótengd raunveruleikanum. Á fyrri hluta síðustu aldar var Austurvöllur fjárbyrgi, bændur komu á svæðið til að stunda vöruskipti. Sláturhús og blóðvöllur var fyrir opnum dyrum í borginni, jafnvel næst sjúkrahúsi eða annarri viðkvæmri starfsemi sem skapaði vissa sýkingarhættu. Það var af ástæðu sem við fórum í að vera með landflokkun og að hólfa hluti niður, en á sama tíma voru ferlar framleiðslu heiðarlegir og sýnilegir. Við höfum farið í hring í hugmyndum um skipulag, í dag er almennt horft til þess að blanda aftur byggð með hreinum iðnaði, stytta vegalengdir milli íverustaða og vinnustaða, reyna að minnka umferð og skapa einskonar vistkerfi í borgum sem stuðlar að meiri sjálfbærni. Það er alveg ljóst að þetta er vandaverk í okkar hraða neyslusamfélagi án þess að hinn hreini iðnaður komi upp um sig og særi siðferðiskennd okkar með gleraugun sem velja að sjá það sem hentar. Hver hugsi fyrir sig, hvaðan kom það sem er á diskinum mínum, hvernig fæ ég hlutina upp að dyrum, hver er ástæðan fyrir umferðarhávaðanum, öllum pappanum og plastinu. Hvaða ábyrgð ber ég á þessu öllu? Æ, nenni ekki að hugsa um það, er upptekin við að hámarka þægindin og passa upp á ‚zenið mitt‘. Eða hvað, það er líklega einhver tvískinnungur í þeim veruleika sem ég lifi í. Höfundur er skipulagsfræðingur og frumkvöðull.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun