Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 13. janúar 2025 08:01 Ný ríkisstjórn hefur óskað eftir tillögum frá almenningi að hagræðingu í samráðsgátt. Sem sérstakur áhugamaður um hagræðingu hef ég því sent þangað inn fjölmörg þingmál sem ég lagði fram á nýafstöðu þingi og snúa að hagræðingu. Samstarfsmönnum mínum í nýrri ríkisstjórn ætti að vísu að vera kunnugt um þau flest eða öll, enda höfum við tekist á um efni margra þeirra. Nú, þegar ég hugsa um það vissi ég reyndar ekki að við deildum þessum áhuga. Hér á eftir fer listi yfir nokkur þingmál undirritaðrar sem stuðla eiga að hagræðingu og ábyrgum ríkisrekstri: Endurskoðun úreltrar löggjafar um ríkisstarfsmenn til að auka sveigjanleika í starfsmannahaldi ríkisins. Með því væri hægt að auka hagkvæmni í ríkisrekstri og stuðla að bættri þjónustu hins opinbera. Ríkisstarfsmönnum fækki við sameiningu ríkisstofnana. Eftirlit sé haft með yfirvinnustundum ríkisstarfsmanna og yfirlit yfir þær aðgengilegt eftir ríkisstofnunum, m.a. hvort um sé að ræða tímamælda eða ótímabundna yfirvinnu. Allar stofnanir ríkisins birti fjárhagsupplýsingar á vefnum opnirreikningar.is Lækkun ríkisframlaga til stjórnmálaflokka sem hafa margfaldast þannig að stjórnmálaflokkar hafa í raun verið ríkisvæddir. Hækkun á lágmarksatkvæðafjölda stjórnmálasamtaka til úthlutunar fjár úr ríkissjóði. Afnám jafnlaunavottunar Viðreisnar, sem er kostnaðarsamur baggi á atvinnulífinu og opinberum stofnunum, en skilar engum marktækum árangri. Eftirlitið er sömuleiðis á hendi ríkisins. Þar mætti hagræða um leið, þótt starfsmenn Jafnréttisstofu hafi lýst yfir mikill ánægju með fyrirkomulagið. Fara eftir lögum og reglum um þinglega meðferð EES-mála þannig að ekki sé gengið lengra en nauðsyn krefur til að fullnægja þjóðréttarlegum skuldbindingum sem leiðir af EES-samningnum, nema alveg sérstakar ástæður séu til þess. Kvöð á stjórnvöld um að útvista verkefnum í auknum mæli og kaupa oftar þjónustu einkaaðila fremur en fjölga ríkisstarfsmönnum. Auka eftirlit með að farið sé að lögum um opinber innkaup í heilbrigðiskerfinu, enda markmið laganna að stuðla að hagkvæmni í ríkisrekstri. Er enda með ólíkindum að hökt hafi verið á þeim, m.a. af hálfu embættis landlæknis. Einföldun heilbrigðiseftirlits. Hömlur verði settar á umsvif og útþenslu ÁTVR, m.a. stækkun dreifingarmiðstöðva og nýrra útsölustaða. Dregið verði úr umsvifum Ríkisútvarpsins. Þótt samstarf við nýja stjórnarliða á nýafstöðnu þingi og málflutningur þeirra þar gefi ekki tilefni til mikillar bjartsýni, vill undirrituð þó leggja sitt af mörkum enda markmiðið göfugt. Þetta sama fólk hefur ekki beinlínis drekkt Alþingi í hagræðingartillögum á liðnum árum, hvað þá tekið undir þær. Engu að síður óska ég þeim velfarnaðar, hafi forgangsröðunin breyst í þeim efnum. Batnandi fólki er best að lifa. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ný ríkisstjórn hefur óskað eftir tillögum frá almenningi að hagræðingu í samráðsgátt. Sem sérstakur áhugamaður um hagræðingu hef ég því sent þangað inn fjölmörg þingmál sem ég lagði fram á nýafstöðu þingi og snúa að hagræðingu. Samstarfsmönnum mínum í nýrri ríkisstjórn ætti að vísu að vera kunnugt um þau flest eða öll, enda höfum við tekist á um efni margra þeirra. Nú, þegar ég hugsa um það vissi ég reyndar ekki að við deildum þessum áhuga. Hér á eftir fer listi yfir nokkur þingmál undirritaðrar sem stuðla eiga að hagræðingu og ábyrgum ríkisrekstri: Endurskoðun úreltrar löggjafar um ríkisstarfsmenn til að auka sveigjanleika í starfsmannahaldi ríkisins. Með því væri hægt að auka hagkvæmni í ríkisrekstri og stuðla að bættri þjónustu hins opinbera. Ríkisstarfsmönnum fækki við sameiningu ríkisstofnana. Eftirlit sé haft með yfirvinnustundum ríkisstarfsmanna og yfirlit yfir þær aðgengilegt eftir ríkisstofnunum, m.a. hvort um sé að ræða tímamælda eða ótímabundna yfirvinnu. Allar stofnanir ríkisins birti fjárhagsupplýsingar á vefnum opnirreikningar.is Lækkun ríkisframlaga til stjórnmálaflokka sem hafa margfaldast þannig að stjórnmálaflokkar hafa í raun verið ríkisvæddir. Hækkun á lágmarksatkvæðafjölda stjórnmálasamtaka til úthlutunar fjár úr ríkissjóði. Afnám jafnlaunavottunar Viðreisnar, sem er kostnaðarsamur baggi á atvinnulífinu og opinberum stofnunum, en skilar engum marktækum árangri. Eftirlitið er sömuleiðis á hendi ríkisins. Þar mætti hagræða um leið, þótt starfsmenn Jafnréttisstofu hafi lýst yfir mikill ánægju með fyrirkomulagið. Fara eftir lögum og reglum um þinglega meðferð EES-mála þannig að ekki sé gengið lengra en nauðsyn krefur til að fullnægja þjóðréttarlegum skuldbindingum sem leiðir af EES-samningnum, nema alveg sérstakar ástæður séu til þess. Kvöð á stjórnvöld um að útvista verkefnum í auknum mæli og kaupa oftar þjónustu einkaaðila fremur en fjölga ríkisstarfsmönnum. Auka eftirlit með að farið sé að lögum um opinber innkaup í heilbrigðiskerfinu, enda markmið laganna að stuðla að hagkvæmni í ríkisrekstri. Er enda með ólíkindum að hökt hafi verið á þeim, m.a. af hálfu embættis landlæknis. Einföldun heilbrigðiseftirlits. Hömlur verði settar á umsvif og útþenslu ÁTVR, m.a. stækkun dreifingarmiðstöðva og nýrra útsölustaða. Dregið verði úr umsvifum Ríkisútvarpsins. Þótt samstarf við nýja stjórnarliða á nýafstöðnu þingi og málflutningur þeirra þar gefi ekki tilefni til mikillar bjartsýni, vill undirrituð þó leggja sitt af mörkum enda markmiðið göfugt. Þetta sama fólk hefur ekki beinlínis drekkt Alþingi í hagræðingartillögum á liðnum árum, hvað þá tekið undir þær. Engu að síður óska ég þeim velfarnaðar, hafi forgangsröðunin breyst í þeim efnum. Batnandi fólki er best að lifa. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun