Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. janúar 2025 11:01 Albin Lagergren í leik með sænska landsliðinu á Ólympíuleikunum í París. Getty/Lars Baron Albin Lagergren var liði sænska handboltalandsliðsins í gær sem vann það íslenska í síðasta æfingaleik sínum fyrir heimsmeistaramótið í handbolta. Það munaði þó litlu að hann hefði aldrei fengið tækifæri til þess að spila á mótinu. Lagergren er liðsfélagi Gísla Þorgeirs Kristjánssonar og Ómars Inga Magnússonar hjá Magdeburg. Hann er því búsettur í Magdeburg þar sem árásin var gerð á jólamarkaðinn stuttu fyrir jól. Lagergren sagði frá því hversu litlu munaði að hann og fjölskylda hans hefði verið á staðnum þear bíll keyrði inn í hóp gesta á jólamarkaðnum. Sex létust og sextíu slösuðust. Íslensku landsliðsmennirnir sluppu líka en Gísli Þorgeir Kristjánsson og kærasta hans Rannveig Bjarnadóttir búa í þrjú hundruð metra fjarlægð frá markaðnum. Tilviljun réði því að þau fóru ekki á jólamarkaðinn þetta kvöld. Lagergren þakkar syni sínum fyrir það að fjölskyldan var ekki á staðnum. „Við hættum við að fara þangað á síðustu stundu,“ sagði Lagergren við Aftonbladet. „Ég og liðsfélagi minn ætluðum að fara þangað saman með fjölskyldur okkar. Sonur minn [Ben er þriggja ára] festi sig í lestarteinunum í Ikea og okkur fannst klukkan vera orðin of margt þegar hann var loksins laus,“ sagði Lagergren. „Við hættum því við á síðustu stundu en ætluðum að fara frekar daginn eftir,“ sagði Lagergren. „Ég er þakklátur fyrir það núna. Við heyrðum af árásinni um kvöldið og það var mikið áfall. Eftir það þá vildi maður bara faðma fjölskylduna sína,“ sagði Lagergren. „Þegar svona hlutir gerast þá kemur vel í ljós að handboltinn er ekki það mikilvægast í heiminum. Þetta voru erfiðir dagar fyrir alla borgina og við tókum vel eftir því. Við fórum á þessar minningarathafnir og sáum vel hvað þetta snerti fólk,“ sagði Lagergren. Albin Lagergren hefur skorað 355 mörk í 119 landsleikjum þar af eitt þeirra í sigrinum á Íslandi í gær. HM karla í handbolta 2025 Ekið á gesti jólamarkaðar í Magdeburg Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Sjá meira
Lagergren er liðsfélagi Gísla Þorgeirs Kristjánssonar og Ómars Inga Magnússonar hjá Magdeburg. Hann er því búsettur í Magdeburg þar sem árásin var gerð á jólamarkaðinn stuttu fyrir jól. Lagergren sagði frá því hversu litlu munaði að hann og fjölskylda hans hefði verið á staðnum þear bíll keyrði inn í hóp gesta á jólamarkaðnum. Sex létust og sextíu slösuðust. Íslensku landsliðsmennirnir sluppu líka en Gísli Þorgeir Kristjánsson og kærasta hans Rannveig Bjarnadóttir búa í þrjú hundruð metra fjarlægð frá markaðnum. Tilviljun réði því að þau fóru ekki á jólamarkaðinn þetta kvöld. Lagergren þakkar syni sínum fyrir það að fjölskyldan var ekki á staðnum. „Við hættum við að fara þangað á síðustu stundu,“ sagði Lagergren við Aftonbladet. „Ég og liðsfélagi minn ætluðum að fara þangað saman með fjölskyldur okkar. Sonur minn [Ben er þriggja ára] festi sig í lestarteinunum í Ikea og okkur fannst klukkan vera orðin of margt þegar hann var loksins laus,“ sagði Lagergren. „Við hættum því við á síðustu stundu en ætluðum að fara frekar daginn eftir,“ sagði Lagergren. „Ég er þakklátur fyrir það núna. Við heyrðum af árásinni um kvöldið og það var mikið áfall. Eftir það þá vildi maður bara faðma fjölskylduna sína,“ sagði Lagergren. „Þegar svona hlutir gerast þá kemur vel í ljós að handboltinn er ekki það mikilvægast í heiminum. Þetta voru erfiðir dagar fyrir alla borgina og við tókum vel eftir því. Við fórum á þessar minningarathafnir og sáum vel hvað þetta snerti fólk,“ sagði Lagergren. Albin Lagergren hefur skorað 355 mörk í 119 landsleikjum þar af eitt þeirra í sigrinum á Íslandi í gær.
HM karla í handbolta 2025 Ekið á gesti jólamarkaðar í Magdeburg Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Sjá meira
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti