Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar 10. janúar 2025 08:02 Sú forna en sígilda von mannsins um frið á jörðu virðist enn vera sorglega langt frá því að rætast, nú í upphafi ársins sem markar fjórðung tuttugustu og fyrstu aldar. Þróun friðar þennan aldarfjórðung er hryggileg svo ekki sé fastar að orðið kveðið. Óðum fækkar þeim er muna síðari heimsstyrjöldina af eigin raun. Reynsla flyst því miður illa milli kynslóða, þrátt fyrir upplýsingaöld með óteljandi möguleikum. Það er erfitt að skilja ógnir og hörmungar stríðsátaka fyrir þá sem ekki hafa reynt á eigin skinni. Sameinuðu þjóðirnar(SÞ) sem í ár munu fagna áttræðisafmæli, voru stofnaðar eftir sex ára heimsstyrjöld. Megin tilgangur þeirra við stofnun var að viðhalda friði og öryggi í heiminum og stuðla að vinsamlegum samskiptum þjóða í milli. Ekki verður annað séð þegar litið er yfir stöðu ófriðarmála á þessari öld, en að þetta starf SÞ hafi í raun algerlega beðið skipbrot. Máttlausar ályktanir og öryggisráð þar sem beitt er neitunarvaldi er ekki að skila því sem við ætlumst til af þessari stofnun sem var kannski hugsuð sem sú mikilvægasta í heimi. Ef SÞ væri að standa sína plikt, ætti þungi starfs samtakanna nú að vera friðarviðræður og samtal milli stríðandi þjóða. SÞ ætti að leiða stöðugar friðarumleitanir og ef þjóðir eru ekki tilbúnar til þess að koma að borðinu eftir kalli, ættu sendinefndir SÞ að sækja þær þjóðir heim, hafa þar stöðuga viðveru og halda þannig opnu samtali milli aðila meðan ófriður varir. Friður kemst aldrei á án samninga. Að „sigra“ í stríði með vopnum og mannfórnum í þúsunda, eða hundruða þúsunda vís, þar sem heilu og hálfu borgirnar og héruðin, jafnvel heilu löndin liggja eftir í rúst, er ekki sú leið sem SÞ voru stofnaðar um. Ísland hefur langa umræðuhefð, og þá hefð að leysa ágreiningsmál með orðum en ekki vopnum. Íslenska þjóðin vill friðsamleg samskipti við allar þjóðir, er andvíg vopnakaupum og beinni þátttöku í stríðsaðgerðum. Það á við jafnvel þó afstaða sé tekin með öðrum aðila máls og að við séum aðilar að NATO af fullri alvöru. Hlutverk í slíku samstarfi geta verið af ýmsu tagi, okkar getur þannig vel verið það sem snýr að mannúðarmálum og ekki síður að því að leiða þá vinnu sem þarf til að leysa deilur með samningum. Þessi afstaða þjóðarinnar kom vel fram í forsetakosningunum í sumar sem leið. Friðarumræða var töluvert áberandi og málflutningur Höllu Tómasdóttur í þeim efnum lagði með öðru grunn að hennar glæsilega sigri. Með hana sem forseta, Guðrúnu Karls Helgudóttur sem biskup og nú nýja ríkisstjórn leidda af öflugum konum einnig, má segja að Ísland sé komið með einvalalið til forystu sem getur sett friðarumræðu á dagskrá. Með okkar hefð að leysa deilur með orðum, með kvenlegu innsæi, jarðbundinni rökhyggju, hlýju og mildi á forsendum lífs en ekki dauða, trúi ég að Ísland geti verið það afl sem þoka má heiminum í átt til friðar. Stjórnvöld ættu nú þegar að hafa forgöngu um að setja á fót nýja friðarstofnun/skóla undir SÞ sem yrði á Íslandi. Með tvíþætt hlutverk, annars vegar að stunda fræðslu og rannsóknir, hins vegar að leiða friðarviðræður milli stríðandi aðila í heiminum. Til hennar gæti ungt fólk úr stjórnmálum frá öllum löndum heims komið til tímabundins náms, fengið þar fræðslu um samskipti þjóða og leiðir til friðsællar sambúðar. Það myndaði tengsl sem yrðu með tímanum að neti milli fóks um allan heim, fólks sem yrði í framtíðinni mögulega í ráðandi stöðum í sínum löndum. Við eigum mörg gömul menntasetur sem henta vel fyrir slíka starfsemi, sem hafa ýmist verið lögð af sem slík, eða eiga undir högg að sækja. Nefna má nokkur af handahófi, s.s. Eiðar, Laugar í Sælingsdal, Laugar í S-Þing, Laugarvatn og Bifröst. Á stöðum sem þessum í náttúrufegurð og kyrrð, verða stríð og rökstuðningurinn fyrir þeim fjarlægur veruleiki og auðvelt að fá innblásna sýn til friðar. Hvaða verkefni er mikilvægara en það að stuðla að friði og betri framtíð fyrir íbúa jarðar? Viljum við hafa þar hlutverki að gegna sem þjóð, viljum við sjá okkar hlutverk og möguleika til áhrifa? Eða eiga okkar stjórnvöld frekar að fylgja nágranna- og samstarfsþjóðum okkar eftir í blindni, jafnvel þó meirihluti þjóðarinnar vilji aðra nálgun og friðvænlegri? Við getum haft áhrif á þróun heimsmála og við eigum að reyna það sem við getum, með þeim ráðum sem við þekkjum og byggja á langri friðsamlegri sögu. Það eru raunar okkar beinu hagsmunir sem þjóðar að friður ríki í heiminum. Okkar tilverugrundvöllur byggist á virðingu fyrir lögum, á frjálsum alþjóðaviðskiptum, t.d. með sölu afurða okkar og frítíminn byggir orðið mikið á frjálsum ferðalögum við öruggar aðstæður. Þegar þessi heimsmynd er í bráðri hættu getum við ekki setið þegjandi hjá. Gleðilegt ár! Höfundur er sveitarstjóri Grýtubakkahrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þröstur Friðfinnsson Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Sú forna en sígilda von mannsins um frið á jörðu virðist enn vera sorglega langt frá því að rætast, nú í upphafi ársins sem markar fjórðung tuttugustu og fyrstu aldar. Þróun friðar þennan aldarfjórðung er hryggileg svo ekki sé fastar að orðið kveðið. Óðum fækkar þeim er muna síðari heimsstyrjöldina af eigin raun. Reynsla flyst því miður illa milli kynslóða, þrátt fyrir upplýsingaöld með óteljandi möguleikum. Það er erfitt að skilja ógnir og hörmungar stríðsátaka fyrir þá sem ekki hafa reynt á eigin skinni. Sameinuðu þjóðirnar(SÞ) sem í ár munu fagna áttræðisafmæli, voru stofnaðar eftir sex ára heimsstyrjöld. Megin tilgangur þeirra við stofnun var að viðhalda friði og öryggi í heiminum og stuðla að vinsamlegum samskiptum þjóða í milli. Ekki verður annað séð þegar litið er yfir stöðu ófriðarmála á þessari öld, en að þetta starf SÞ hafi í raun algerlega beðið skipbrot. Máttlausar ályktanir og öryggisráð þar sem beitt er neitunarvaldi er ekki að skila því sem við ætlumst til af þessari stofnun sem var kannski hugsuð sem sú mikilvægasta í heimi. Ef SÞ væri að standa sína plikt, ætti þungi starfs samtakanna nú að vera friðarviðræður og samtal milli stríðandi þjóða. SÞ ætti að leiða stöðugar friðarumleitanir og ef þjóðir eru ekki tilbúnar til þess að koma að borðinu eftir kalli, ættu sendinefndir SÞ að sækja þær þjóðir heim, hafa þar stöðuga viðveru og halda þannig opnu samtali milli aðila meðan ófriður varir. Friður kemst aldrei á án samninga. Að „sigra“ í stríði með vopnum og mannfórnum í þúsunda, eða hundruða þúsunda vís, þar sem heilu og hálfu borgirnar og héruðin, jafnvel heilu löndin liggja eftir í rúst, er ekki sú leið sem SÞ voru stofnaðar um. Ísland hefur langa umræðuhefð, og þá hefð að leysa ágreiningsmál með orðum en ekki vopnum. Íslenska þjóðin vill friðsamleg samskipti við allar þjóðir, er andvíg vopnakaupum og beinni þátttöku í stríðsaðgerðum. Það á við jafnvel þó afstaða sé tekin með öðrum aðila máls og að við séum aðilar að NATO af fullri alvöru. Hlutverk í slíku samstarfi geta verið af ýmsu tagi, okkar getur þannig vel verið það sem snýr að mannúðarmálum og ekki síður að því að leiða þá vinnu sem þarf til að leysa deilur með samningum. Þessi afstaða þjóðarinnar kom vel fram í forsetakosningunum í sumar sem leið. Friðarumræða var töluvert áberandi og málflutningur Höllu Tómasdóttur í þeim efnum lagði með öðru grunn að hennar glæsilega sigri. Með hana sem forseta, Guðrúnu Karls Helgudóttur sem biskup og nú nýja ríkisstjórn leidda af öflugum konum einnig, má segja að Ísland sé komið með einvalalið til forystu sem getur sett friðarumræðu á dagskrá. Með okkar hefð að leysa deilur með orðum, með kvenlegu innsæi, jarðbundinni rökhyggju, hlýju og mildi á forsendum lífs en ekki dauða, trúi ég að Ísland geti verið það afl sem þoka má heiminum í átt til friðar. Stjórnvöld ættu nú þegar að hafa forgöngu um að setja á fót nýja friðarstofnun/skóla undir SÞ sem yrði á Íslandi. Með tvíþætt hlutverk, annars vegar að stunda fræðslu og rannsóknir, hins vegar að leiða friðarviðræður milli stríðandi aðila í heiminum. Til hennar gæti ungt fólk úr stjórnmálum frá öllum löndum heims komið til tímabundins náms, fengið þar fræðslu um samskipti þjóða og leiðir til friðsællar sambúðar. Það myndaði tengsl sem yrðu með tímanum að neti milli fóks um allan heim, fólks sem yrði í framtíðinni mögulega í ráðandi stöðum í sínum löndum. Við eigum mörg gömul menntasetur sem henta vel fyrir slíka starfsemi, sem hafa ýmist verið lögð af sem slík, eða eiga undir högg að sækja. Nefna má nokkur af handahófi, s.s. Eiðar, Laugar í Sælingsdal, Laugar í S-Þing, Laugarvatn og Bifröst. Á stöðum sem þessum í náttúrufegurð og kyrrð, verða stríð og rökstuðningurinn fyrir þeim fjarlægur veruleiki og auðvelt að fá innblásna sýn til friðar. Hvaða verkefni er mikilvægara en það að stuðla að friði og betri framtíð fyrir íbúa jarðar? Viljum við hafa þar hlutverki að gegna sem þjóð, viljum við sjá okkar hlutverk og möguleika til áhrifa? Eða eiga okkar stjórnvöld frekar að fylgja nágranna- og samstarfsþjóðum okkar eftir í blindni, jafnvel þó meirihluti þjóðarinnar vilji aðra nálgun og friðvænlegri? Við getum haft áhrif á þróun heimsmála og við eigum að reyna það sem við getum, með þeim ráðum sem við þekkjum og byggja á langri friðsamlegri sögu. Það eru raunar okkar beinu hagsmunir sem þjóðar að friður ríki í heiminum. Okkar tilverugrundvöllur byggist á virðingu fyrir lögum, á frjálsum alþjóðaviðskiptum, t.d. með sölu afurða okkar og frítíminn byggir orðið mikið á frjálsum ferðalögum við öruggar aðstæður. Þegar þessi heimsmynd er í bráðri hættu getum við ekki setið þegjandi hjá. Gleðilegt ár! Höfundur er sveitarstjóri Grýtubakkahrepps.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun