Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar 9. janúar 2025 10:01 Sæll Hilmar. Síðastliðinn sunnudag svaraðir þú grein minni „Hvers konar friður?“, þar sem ég innti þig svara varðandi málflutning þinn um NATO og stríðið í Úkraínu. Ég þakka fyrir svarið og fagna því að við séum greinilega sammála um að Ísland ætti aldrei að skrifa undir sambærilega samninga og þá sem Úkraínu stóð til boða vorið 2022. Ég vil þó benda á að ef venjan yrði að ríki með stóra og herskáa nágranna væru þvinguð til óæskilegra samninga, þá myndi slíkt skapa fordæmi á alþjóðavísu sem yrði stórhættulegt fyrir smáríki eins og Ísland. Ég spyr mig einnig hvers vegna þú segist ekki hafa áhuga á umræðum um „afnasistavæðingu“ Úkraínu þegar þetta var ein af lykilkröfum Rússa í friðarsamningunum 2022, samningum sem þú vildir að Úkraínumenn samþykktu. Enn fremur tel ég svör þín við öðrum spurningum mínum vera allsendis ófullnægjandi og vil því taka eftirfarandi fram: Í grein þinni vísar þú til „Ekki eina tommu austar“ sögunnar sem Pútínstjórnin hefur ítrekað notað í áróðri sínum. Samkvæmt henni áttu Bandaríkin að hafa svikið meint loforð sem James Baker, utanríkisráðherra landsins, gaf Míkhaíl Gorbatsjov árið 1990 um hversu langt NATO gæti teygt sig í austanverðri Evrópu. Gorbatsjov var þó seinna meir tvísaga um þennan fund og sagði árið 2014 að möguleg útþensla NATO í Austur-Evrópu hefði ekki verið á borðinu. Heldur hefði umræðuefnið verið NATO og landsvæði Austur-Þýskalands, enda var verið að undirbúa sameiningu Þýskalands um það leyti. Það er því ekki boðlegt að réttlæta gróf brot Rússa á skriflegum samningum um landamæri Úkraínu með tilvísun í óljóst munnlegt samkomulag sem „samningsaðilar“ hafa verið missaga um. Rauði þráðurinn í málflutningi þínum er að stækkun NATO í austurátt hafi að miklu eða öllu leyti valdið stríðinu í Úkraínu, enda hafi Rússar talið hana ógn við þjóðaröryggi sitt. Hér skal þó tekið fram að það voru ýmis ríki í austanverðri Evrópu sem þrýstu linnulaust á inngöngu í NATO þangað til Vesturveldin gáfu loks eftir. Þú minnist á leiðtogafund NATO 2008 þar sem Bushstjórnin lagði til að Úkraína gengi í bandalagið. Mörg Evrópuríki voru mótfallin tillögunni og þá féll hún um sjálfa sig; eins og þú segir sjálfur, ekkert ríki getur gengið í NATO án samþykkis allra aðildarríkjanna. Ekkert benti því til þess að Úkraína myndi ganga í bandalagið og má bæta því við að meirihluti Úkraínubúa var mótfallinn aðild. Ég tel þó sanngjarnt að spyrja: Hvað telur þú að hafi verið að gerast í NATO-málum Úkraínu 2014 og 2022 sem hafi orsakað innrásir Rússa þessi ár? Auk þess má benda á að málflutningur þinn kemur ekki heim og saman við þá staðreynd að Rússar hafa fært í burtu næstum allt herlið sitt frá landamærunum við Finnland, sem er orðið NATO-ríki. Hvað þá að þeir hafa líka flutt hersveitir frá Kalíníngrad-héraði, sem er bókstaflega umkringt NATO-ríkjum. Í friðarviðræðunum vorið 2022 voru Úkraínumenn reiðubúnir til að fallast á kröfur Rússa um minni her og ævarandi hlutleysi. Á móti þyrftu Bandaríkin, Rússland og fleiri ríki að skuldbinda sig til að koma Úkraínu til varnar ef á landið yrði ráðist. Þessu tilboði höfnuðu Rússar sem kröfðust þess að geta beitt neitunarvaldi gegn þessari öryggistryggingu. Þetta hefði þýtt að þeir gætu ráðist inn í Úkraínu og beitt neitunarvaldi gegn því að hinir samningsaðilarnir gripu inn í! Slík öryggistrygging væri einskis virði og þessi fjarstæðukennda krafa Rússa var helsta ástæða þess að samningaviðræðurnar enduðu, eitthvað sem ég hef áður bent á. Þarna kom bersýnilega í ljós að stríðið í Úkraínu snýst ekki um NATO, enda höfnuðu Rússar tilboði sem fól í sér að Úkraína myndi aldrei ganga í bandalagið. Og í ljósi þess að Rússar sviku Búdapestsamkomulagið og aðra samninga þar sem þeir skuldbundu sig til að virða landamæri Úkraínu, af hverju ættu Úkraínumenn að samþykkja friðarsamning við Rússland án skotheldra öryggistrygginga? Slíkt yrði ekki raunverulegur friður heldur aðeins svikalogn. Höfundur er framhaldsskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Sæll Hilmar. Nú hefur þú sem prófessor við Háskólann á Akureyri verið áberandi í fjölmiðlum, bæði í ræðu og riti, um málefni NATO, Rússlands og Úkraínu. 1. janúar 2025 15:00 Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
Sæll Hilmar. Síðastliðinn sunnudag svaraðir þú grein minni „Hvers konar friður?“, þar sem ég innti þig svara varðandi málflutning þinn um NATO og stríðið í Úkraínu. Ég þakka fyrir svarið og fagna því að við séum greinilega sammála um að Ísland ætti aldrei að skrifa undir sambærilega samninga og þá sem Úkraínu stóð til boða vorið 2022. Ég vil þó benda á að ef venjan yrði að ríki með stóra og herskáa nágranna væru þvinguð til óæskilegra samninga, þá myndi slíkt skapa fordæmi á alþjóðavísu sem yrði stórhættulegt fyrir smáríki eins og Ísland. Ég spyr mig einnig hvers vegna þú segist ekki hafa áhuga á umræðum um „afnasistavæðingu“ Úkraínu þegar þetta var ein af lykilkröfum Rússa í friðarsamningunum 2022, samningum sem þú vildir að Úkraínumenn samþykktu. Enn fremur tel ég svör þín við öðrum spurningum mínum vera allsendis ófullnægjandi og vil því taka eftirfarandi fram: Í grein þinni vísar þú til „Ekki eina tommu austar“ sögunnar sem Pútínstjórnin hefur ítrekað notað í áróðri sínum. Samkvæmt henni áttu Bandaríkin að hafa svikið meint loforð sem James Baker, utanríkisráðherra landsins, gaf Míkhaíl Gorbatsjov árið 1990 um hversu langt NATO gæti teygt sig í austanverðri Evrópu. Gorbatsjov var þó seinna meir tvísaga um þennan fund og sagði árið 2014 að möguleg útþensla NATO í Austur-Evrópu hefði ekki verið á borðinu. Heldur hefði umræðuefnið verið NATO og landsvæði Austur-Þýskalands, enda var verið að undirbúa sameiningu Þýskalands um það leyti. Það er því ekki boðlegt að réttlæta gróf brot Rússa á skriflegum samningum um landamæri Úkraínu með tilvísun í óljóst munnlegt samkomulag sem „samningsaðilar“ hafa verið missaga um. Rauði þráðurinn í málflutningi þínum er að stækkun NATO í austurátt hafi að miklu eða öllu leyti valdið stríðinu í Úkraínu, enda hafi Rússar talið hana ógn við þjóðaröryggi sitt. Hér skal þó tekið fram að það voru ýmis ríki í austanverðri Evrópu sem þrýstu linnulaust á inngöngu í NATO þangað til Vesturveldin gáfu loks eftir. Þú minnist á leiðtogafund NATO 2008 þar sem Bushstjórnin lagði til að Úkraína gengi í bandalagið. Mörg Evrópuríki voru mótfallin tillögunni og þá féll hún um sjálfa sig; eins og þú segir sjálfur, ekkert ríki getur gengið í NATO án samþykkis allra aðildarríkjanna. Ekkert benti því til þess að Úkraína myndi ganga í bandalagið og má bæta því við að meirihluti Úkraínubúa var mótfallinn aðild. Ég tel þó sanngjarnt að spyrja: Hvað telur þú að hafi verið að gerast í NATO-málum Úkraínu 2014 og 2022 sem hafi orsakað innrásir Rússa þessi ár? Auk þess má benda á að málflutningur þinn kemur ekki heim og saman við þá staðreynd að Rússar hafa fært í burtu næstum allt herlið sitt frá landamærunum við Finnland, sem er orðið NATO-ríki. Hvað þá að þeir hafa líka flutt hersveitir frá Kalíníngrad-héraði, sem er bókstaflega umkringt NATO-ríkjum. Í friðarviðræðunum vorið 2022 voru Úkraínumenn reiðubúnir til að fallast á kröfur Rússa um minni her og ævarandi hlutleysi. Á móti þyrftu Bandaríkin, Rússland og fleiri ríki að skuldbinda sig til að koma Úkraínu til varnar ef á landið yrði ráðist. Þessu tilboði höfnuðu Rússar sem kröfðust þess að geta beitt neitunarvaldi gegn þessari öryggistryggingu. Þetta hefði þýtt að þeir gætu ráðist inn í Úkraínu og beitt neitunarvaldi gegn því að hinir samningsaðilarnir gripu inn í! Slík öryggistrygging væri einskis virði og þessi fjarstæðukennda krafa Rússa var helsta ástæða þess að samningaviðræðurnar enduðu, eitthvað sem ég hef áður bent á. Þarna kom bersýnilega í ljós að stríðið í Úkraínu snýst ekki um NATO, enda höfnuðu Rússar tilboði sem fól í sér að Úkraína myndi aldrei ganga í bandalagið. Og í ljósi þess að Rússar sviku Búdapestsamkomulagið og aðra samninga þar sem þeir skuldbundu sig til að virða landamæri Úkraínu, af hverju ættu Úkraínumenn að samþykkja friðarsamning við Rússland án skotheldra öryggistrygginga? Slíkt yrði ekki raunverulegur friður heldur aðeins svikalogn. Höfundur er framhaldsskólakennari.
Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Sæll Hilmar. Nú hefur þú sem prófessor við Háskólann á Akureyri verið áberandi í fjölmiðlum, bæði í ræðu og riti, um málefni NATO, Rússlands og Úkraínu. 1. janúar 2025 15:00
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun