Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar 8. janúar 2025 18:33 Heilbrigðiskerfi Íslands stendur frammi fyrir stærri áskorunum en nokkru sinni fyrr. Hækkandi meðalaldur þjóðarinnar eykur þörfina fyrir heilbrigðis- og hjúkrunarþjónustu á sama tíma og mönnunarvandi gerir það að verkum að kerfið nær illa að sinna núverandi eftirspurn. Þetta er áskorun sem við sjáum, finnum fyrir og vitum af svo í raun er hún mjög augljós en oft vill það gleymast að oft er lausnin það líka. . Með skynsamlegri nýtingu á velferðartækni getum við byggt upp sjálfbærara kerfi sem þjónar bæði heilbrigðisstarfsfólki, umönnunaraðilum og notendum betur. Tæknilausnirnar sem standa okkur til boða í dag eru hannaðar til að létta á álagi heilbrigðisstarfsfólks en á sama tíma bæta þjónustu við notendur. Við vitum að tæknin mun ekki koma í stað mannlegra samskipta eða umönnunar en hún getur gegnt lykilhlutverki í að auka afköst starfsfólks og aðstoðað okkur að forgangsraða og leggja meiri fókus á mannlega þáttinn.. Velferðartækni getur til dæmis sinnt og aðstoðað við daglegar heilsufarsmælingar, fylgst með lífsmörkum, komið í veg fyrir byltur og minnt á lyfjainntöku. Allt verkefni sem krefjast þess að brugðist sé strax við þeim áður en skaðinn er skeður og tryggir meðferðarheldni. Með að nýta tæknina geta umönnunaraðilar einbeitt sér að þeim þáttum þjónustunnar sem krefjast mannlegrar nálægðar, eins og persónulegri umönnun og faglegu mati á líðan sinna skjólstæðinga. Á sama tíma getur velferðartækni verið lykillinn að því að styðja við sjálfstæða búsetu aldraðra. KPMG hefur gefið út sjónrænt mælaborð sem varpar ljósi á þörfina fyrir fjölda hjúkrunarrýma næstu 15 árin á Íslandi. Þetta er áskorun sem við vissum af, en með þessu mælaborði sjáum við í hvað stefnir. Ef við höldum áfram með sama hætti munum við þurfa að fjölga hjúkrunarrýmum um 3663 fram til ársins 2040 og þá á eftir að taka inn í myndina hverjir eiga að sinna öllum þessum nýjum rýmum og þeim skjólstæðingum sem þar munu búa. Með velferðartækni í heimahúsum ásamt öflugri heimahjúkrun/heimaþjónustu fá eldri borgarar tækifæri til að búa lengur heima, við aukið öryggi og sjálfstæði. Þetta dregur ekki aðeins úr álagi á hjúkrunarheimili, sem þegar eru fullsetin með langan biðlista, heldur getur þetta veitt einstaklingum meiri lífsgæði. Reynslan af slíkum lausnum, bæði hérlendis og í nágrannalöndum, sýnir að þær geta stórlega bætt þjónustuna og dregið úr óþarfa innlögnum á sjúkrahús þar sem tæknin styður einstaklinginn allansólarhringinn en stoppar ekki bara við þegar tími gefst til eða skaðinn skeður. Öll viljum við búa við öryggi og að okkar nánustu fái þá þjónustu og aðstoð sem þau þurfa á efri árum. Þrátt fyrir augljósan ávinning eru nokkrir lykilþættir sem við verðum að tryggja til að nýta tækifærin til fulls. Í fyrsta lagi þurfum við skýra stefnu, en ekki íþyngjandi, um hvernig tæknin verður samþætt í þjónustuferla heilbrigðiskerfisins. Í öðru lagi þarf fjárfestingu til að koma tæknilausnum í framkvæmd og tryggja að þær verði nýttar sem skyldi enda enginn sér „peningavasi“ sem hægt er að fara í til að innleiða slíkar lausnir í dag. Í þriðja lagi er mikilvægt að starfsfólk og notendur fái nauðsynlega þjálfun og stuðning til að aðlagast nýjum lausnum. Með þessum grunnþáttum tryggjum við að tæknin verði styrkur og veiti heilbrigðiskerfinu og samfélaginu gífurlegan ábata. Ísland er í kjöraðstöðu til að verða leiðandi í notkun á velferðartækni. Lausnirnar eru þegar til staðar, heilbrigðisstarfsfólk og einstaklingar eru opnir fyrir að nýta þær og reynslan frá öðrum löndum sýnir okkur að lausnirnar virka. Með réttum áherslum getum við byggt upp heilbrigðiskerfi sem þjónar þörfum bæði nútíðar og framtíðar og um leið gert Ísland að fyrirmynd í þessum efnum. Á morgun, fimmtudaginn 9. janúar, stendur Icepharma Velferð fyrir ráðstefnunni Snjallar lausnir á mönnunarvanda í heilbrigðiskerfinu. Ráðstefnan fjallar um mönnunarvanda heilbrigðiskerfisins ásamt því hvernig velferðartækni getur stutt heilbrigðisstarfsfólk í starfi og bætt þjónustu við þá sem þurfa á aðstoð að halda. Meðal fyrirlesara er Torben K. Hollmann, yfirmaður heilbrigðismála og aldraðra í Næstved sveitarfélaginu í Danmörku, sem mun flytja erindið Welfare technology must save a collapsed healthcare system. Viðburðurinn mun veita innsýn í hvernig tæknilausnir geta hjálpað til við að leysa þær áskoranir sem heilbrigðiskerfið stendur frammi fyrir og stuðlað að sjálfbærari og skilvirkari þjónustu fyrir framtíðina. Höfundur er deildarstjóri heilbrigðissviðs Icepharma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Sjá meira
Heilbrigðiskerfi Íslands stendur frammi fyrir stærri áskorunum en nokkru sinni fyrr. Hækkandi meðalaldur þjóðarinnar eykur þörfina fyrir heilbrigðis- og hjúkrunarþjónustu á sama tíma og mönnunarvandi gerir það að verkum að kerfið nær illa að sinna núverandi eftirspurn. Þetta er áskorun sem við sjáum, finnum fyrir og vitum af svo í raun er hún mjög augljós en oft vill það gleymast að oft er lausnin það líka. . Með skynsamlegri nýtingu á velferðartækni getum við byggt upp sjálfbærara kerfi sem þjónar bæði heilbrigðisstarfsfólki, umönnunaraðilum og notendum betur. Tæknilausnirnar sem standa okkur til boða í dag eru hannaðar til að létta á álagi heilbrigðisstarfsfólks en á sama tíma bæta þjónustu við notendur. Við vitum að tæknin mun ekki koma í stað mannlegra samskipta eða umönnunar en hún getur gegnt lykilhlutverki í að auka afköst starfsfólks og aðstoðað okkur að forgangsraða og leggja meiri fókus á mannlega þáttinn.. Velferðartækni getur til dæmis sinnt og aðstoðað við daglegar heilsufarsmælingar, fylgst með lífsmörkum, komið í veg fyrir byltur og minnt á lyfjainntöku. Allt verkefni sem krefjast þess að brugðist sé strax við þeim áður en skaðinn er skeður og tryggir meðferðarheldni. Með að nýta tæknina geta umönnunaraðilar einbeitt sér að þeim þáttum þjónustunnar sem krefjast mannlegrar nálægðar, eins og persónulegri umönnun og faglegu mati á líðan sinna skjólstæðinga. Á sama tíma getur velferðartækni verið lykillinn að því að styðja við sjálfstæða búsetu aldraðra. KPMG hefur gefið út sjónrænt mælaborð sem varpar ljósi á þörfina fyrir fjölda hjúkrunarrýma næstu 15 árin á Íslandi. Þetta er áskorun sem við vissum af, en með þessu mælaborði sjáum við í hvað stefnir. Ef við höldum áfram með sama hætti munum við þurfa að fjölga hjúkrunarrýmum um 3663 fram til ársins 2040 og þá á eftir að taka inn í myndina hverjir eiga að sinna öllum þessum nýjum rýmum og þeim skjólstæðingum sem þar munu búa. Með velferðartækni í heimahúsum ásamt öflugri heimahjúkrun/heimaþjónustu fá eldri borgarar tækifæri til að búa lengur heima, við aukið öryggi og sjálfstæði. Þetta dregur ekki aðeins úr álagi á hjúkrunarheimili, sem þegar eru fullsetin með langan biðlista, heldur getur þetta veitt einstaklingum meiri lífsgæði. Reynslan af slíkum lausnum, bæði hérlendis og í nágrannalöndum, sýnir að þær geta stórlega bætt þjónustuna og dregið úr óþarfa innlögnum á sjúkrahús þar sem tæknin styður einstaklinginn allansólarhringinn en stoppar ekki bara við þegar tími gefst til eða skaðinn skeður. Öll viljum við búa við öryggi og að okkar nánustu fái þá þjónustu og aðstoð sem þau þurfa á efri árum. Þrátt fyrir augljósan ávinning eru nokkrir lykilþættir sem við verðum að tryggja til að nýta tækifærin til fulls. Í fyrsta lagi þurfum við skýra stefnu, en ekki íþyngjandi, um hvernig tæknin verður samþætt í þjónustuferla heilbrigðiskerfisins. Í öðru lagi þarf fjárfestingu til að koma tæknilausnum í framkvæmd og tryggja að þær verði nýttar sem skyldi enda enginn sér „peningavasi“ sem hægt er að fara í til að innleiða slíkar lausnir í dag. Í þriðja lagi er mikilvægt að starfsfólk og notendur fái nauðsynlega þjálfun og stuðning til að aðlagast nýjum lausnum. Með þessum grunnþáttum tryggjum við að tæknin verði styrkur og veiti heilbrigðiskerfinu og samfélaginu gífurlegan ábata. Ísland er í kjöraðstöðu til að verða leiðandi í notkun á velferðartækni. Lausnirnar eru þegar til staðar, heilbrigðisstarfsfólk og einstaklingar eru opnir fyrir að nýta þær og reynslan frá öðrum löndum sýnir okkur að lausnirnar virka. Með réttum áherslum getum við byggt upp heilbrigðiskerfi sem þjónar þörfum bæði nútíðar og framtíðar og um leið gert Ísland að fyrirmynd í þessum efnum. Á morgun, fimmtudaginn 9. janúar, stendur Icepharma Velferð fyrir ráðstefnunni Snjallar lausnir á mönnunarvanda í heilbrigðiskerfinu. Ráðstefnan fjallar um mönnunarvanda heilbrigðiskerfisins ásamt því hvernig velferðartækni getur stutt heilbrigðisstarfsfólk í starfi og bætt þjónustu við þá sem þurfa á aðstoð að halda. Meðal fyrirlesara er Torben K. Hollmann, yfirmaður heilbrigðismála og aldraðra í Næstved sveitarfélaginu í Danmörku, sem mun flytja erindið Welfare technology must save a collapsed healthcare system. Viðburðurinn mun veita innsýn í hvernig tæknilausnir geta hjálpað til við að leysa þær áskoranir sem heilbrigðiskerfið stendur frammi fyrir og stuðlað að sjálfbærari og skilvirkari þjónustu fyrir framtíðina. Höfundur er deildarstjóri heilbrigðissviðs Icepharma.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun