Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar 8. janúar 2025 14:31 Fangelsismál á Íslandi hafa lengi verið til umræðu, sérstaklega vegna hve hár kostnaður er við hvern fanga og endurkomu. Samkvæmt upplýsingum frá Fangelsismálastofnun er kostnaður við hvern fanga á bilinu 17,7 til 21,5 milljónir króna á ári, eða um 48.500 til 58.900 krónur á dag. Þetta eru verulegar fjárhæðir sem kalla á endurskoðun á núverandi kerfi. Rafrænt eftirlit Ein leið til að draga úr þessum kostnaði er að auka notkun rafræns eftirlits með ökklabandi. Kostnaður við slíkt eftirlit er töluvert lægri, þarna er hægt að spara tugi ef ekki hundruðir milljóna á ári. Með því að lengja þann tíma sem einstaklingar afplána með rafrænu eftirliti og fjölga þeim sem nýta þetta úrræði, mætti spara verulegar fjárhæðir. Atvinnuþátttaka fanga utan fangelsa Annað úrræði er að leyfa föngum í opnum fangelsum að stunda vinnu utan fangelsis. Með því að selja vinnu framlag þeirra á almennum markaði gæti hluti tekna runnið til fangans sjálfs, en afgangurinn til fangelsis kerfisins. Þetta myndi ekki aðeins draga úr kostnaði heldur einnig stuðla að endurhæfingu og betri aðlögun að samfélaginu. Skortur á meðferðaráætlunum Samkvæmt reglugerð um fullnustu refsinga skal Fangelsismálastofnun, í samvinnu við fanga, gera meðferðaráætlun fyrir hvern fanga. Því miður hefur komið í ljós að slíkar áætlanir hafa því miður ekki verið gerðar, samkvæmt skýrslu ríkisendurskoðun. Þetta bendir til skorts á skipulagi og metnaði innan kerfisins, sem þarf að bæta til að tryggja markvissa endurhæfingu. Þörf á viðhorfsbreytingu Til að ná fram þessum breytingum er nauðsynlegt að viðhorfsbreyting verði innan stjórnkerfisins. Fangelsi eiga ekki að vera lélegar kjöt geymslur, fangelsi á að vera endurhæfingarstöð þar sem einstaklingar fá endurhæfingu til betrunar. Með því að innleiða nýjar aðferðir og leggja áherslu á endurhæfingu má skila samfélaginu betri einstaklingum og draga úr endurkomutíðni fanga. Fangelsi á ekki að vera bákn Það er kominn tími til að endurskoða refsivörslukerfið á Íslandi, og kveðja gamlan draug. Með aukinni notkun rafræns eftirlits, atvinnuþátttöku fanga utan fangelsa og markvissum meðferðaráætlunum má draga úr kostnaði og bæta endurhæfingu. Þetta krefst viðhorfsbreytingar og aukins metnaðar innan stjórnkerfisins, og ávinningurinn fyrir samfélagið verður óumdeilanlegur. Allar breytingar krefjast dug og þor. Höfundur er lífskúnstner. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Fangelsismál á Íslandi hafa lengi verið til umræðu, sérstaklega vegna hve hár kostnaður er við hvern fanga og endurkomu. Samkvæmt upplýsingum frá Fangelsismálastofnun er kostnaður við hvern fanga á bilinu 17,7 til 21,5 milljónir króna á ári, eða um 48.500 til 58.900 krónur á dag. Þetta eru verulegar fjárhæðir sem kalla á endurskoðun á núverandi kerfi. Rafrænt eftirlit Ein leið til að draga úr þessum kostnaði er að auka notkun rafræns eftirlits með ökklabandi. Kostnaður við slíkt eftirlit er töluvert lægri, þarna er hægt að spara tugi ef ekki hundruðir milljóna á ári. Með því að lengja þann tíma sem einstaklingar afplána með rafrænu eftirliti og fjölga þeim sem nýta þetta úrræði, mætti spara verulegar fjárhæðir. Atvinnuþátttaka fanga utan fangelsa Annað úrræði er að leyfa föngum í opnum fangelsum að stunda vinnu utan fangelsis. Með því að selja vinnu framlag þeirra á almennum markaði gæti hluti tekna runnið til fangans sjálfs, en afgangurinn til fangelsis kerfisins. Þetta myndi ekki aðeins draga úr kostnaði heldur einnig stuðla að endurhæfingu og betri aðlögun að samfélaginu. Skortur á meðferðaráætlunum Samkvæmt reglugerð um fullnustu refsinga skal Fangelsismálastofnun, í samvinnu við fanga, gera meðferðaráætlun fyrir hvern fanga. Því miður hefur komið í ljós að slíkar áætlanir hafa því miður ekki verið gerðar, samkvæmt skýrslu ríkisendurskoðun. Þetta bendir til skorts á skipulagi og metnaði innan kerfisins, sem þarf að bæta til að tryggja markvissa endurhæfingu. Þörf á viðhorfsbreytingu Til að ná fram þessum breytingum er nauðsynlegt að viðhorfsbreyting verði innan stjórnkerfisins. Fangelsi eiga ekki að vera lélegar kjöt geymslur, fangelsi á að vera endurhæfingarstöð þar sem einstaklingar fá endurhæfingu til betrunar. Með því að innleiða nýjar aðferðir og leggja áherslu á endurhæfingu má skila samfélaginu betri einstaklingum og draga úr endurkomutíðni fanga. Fangelsi á ekki að vera bákn Það er kominn tími til að endurskoða refsivörslukerfið á Íslandi, og kveðja gamlan draug. Með aukinni notkun rafræns eftirlits, atvinnuþátttöku fanga utan fangelsa og markvissum meðferðaráætlunum má draga úr kostnaði og bæta endurhæfingu. Þetta krefst viðhorfsbreytingar og aukins metnaðar innan stjórnkerfisins, og ávinningurinn fyrir samfélagið verður óumdeilanlegur. Allar breytingar krefjast dug og þor. Höfundur er lífskúnstner.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar