Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar 6. janúar 2025 08:33 Ég sendi hér þýðingu á bréfi frá Reham Khaled um átak í málefnum barna og kennslu þeirra. Hún er fyrrum barnskólakennari á Gaza. Nú er búið að eyðileggja skólann ásamt öllum öðrum innviðum á Gaza. Meðal annarra orða, hvers vegna er ekki búið að koma á viðskiptabanni og slíta stjórnmálasambandi við hryðjuverkaríkið Ísrael? Það ættu öll ríki, sem láta sér annt um mannréttindi, að gera. Reham hefur ásamt fjórum öðrum myndað hóp sem ætlar sér að reyna að koma á einhvers konar barnakennslu í Gazaborg. Hún biður um hjálp ykkar í eftirfarandi bréfi og ég sendi með söfnunarslóð þessa hugrakka og þolgóða unga fólks. Hér kemur þýðing mín á bréfinu. Reham Kahled Komið þið sæl, mín kæru. Ég skrifa ykkur í dag frá stríðshrjáðu landi þar sem draumar hafa orðið að engu og lífið hefur tekið varanlegum stakkaskiptun. Ég heiti Reham Kaled og er 27 ára gömul kona frá Gazaborg. Við erum 6 manna fjölskylda. Ég skrifa þetta í þeirri von að bjarga fjölskyldu minni frá grimmdarverkum sem ekki hægt að ímynda sér en skekið hafa Gazasvæðið síðan í október 2023. Ég menntaði mig í Kennaraháskólanum og var grunnskólakennari þegar allt breyttist. Hernámsliðið hefur eyðilagt allt sem okkur er kært. Ég hef misst heimili mitt, atvinnuna og fjölskyldan hefur misst alla sína tekjumöguleika. Sem ég skrifa þetta bý ég í geymsluhúsi með fjölskyldunni eftir að okkur hefur verið gert að flytja 8 sinnum til að reyna að komast í skjól undan sprengjustorminum. Við sem myndum Ungmennahóp framtíðarinnar (Future Youth Team) erum fimm kennarar. Við skrifum þessa áskorun í þeirri von að geta bjargað börnum á Gaza frá þessu ótrúlega þjóðarmorði sem hefur farið hér fram. Ég vann við að kenna ungum börnum allt þar til stríðið hófst og draumar okkar voru sprengdir í tætlur. Borgin Gaza er orðin að draugaborg þar sem eru engir háskólar, spítalar, engar moskur eða skólar yfirleitt. Þúsundir barna hafa misst það sem kalla má þeirra grundvallar réttindi: Öryggi, friður, menntun, matur. Ungmennahópurinn hefur ákveðið að hjálpa þessum börnum með því að reyna að sjá þeim fyrir einum af þessum grundvallar þáttum sem er rétturinn til menntunar eftir eyðileggingu skóla á Gaza. Við byrjuðum að vinna að þessu með því að koma á fót kennsluhópi fyrir grunnskólastigið til að reyna að bæta fyrir þann tíma sem börnin okkar hafa misst. Þessir fimm kennarar eru: Reham, sem hefur sérhæft sig í kennslu ungra grunnskóla- og leikskólabarna. Sohaib sem kennt hefur arabísku og bókmenntir og var að ljúka meistaraprófi þegar allt breyttist. Fadia sem er enskukennari fyrir alla aldurshópa. Múhameð sem hefur kennt samfélags- og stærðfræði. Nour sem hefur kennt arabísku og bókmenntir fyrir alla aldurshópa. Mishelle Napolitano sem kennir ensku með hjálp myndbandstækninnar. Öll hafa þau mikla reynslu á sínu sviði. Menntunarhópur okkar á erfitt með að finna húsnæði við hæfi til að taka á móti börnunum. Við erum að reyna að verða okkur úti um kennslutjald, hæfilega stórt til að taka nokkra hópa af börnum. Þetta er persónulegt frumkvæði nokkurra kennara frá Gaza ströndinni sem þarfnast hjálpar við að takast á við erfiða daga í þeirri von að hægt verði að láta þennan draum rætast. Þú getur stutt þetta átak með framlagi. Við stingum upp á 5, 10 eða 50 dollurum eftir getu. Stuðningur ykkar getur hjálpað til við að sjá barni fyrir plássi, barni sem hefur misst alla möguleika á menntun í þessum hörmungum. Með ykkar framlagi getum við komist nær því að útvega hluta barnanna á Gaza sæti á skólabekk sem mun hjálpa þeim að tryggja sér betra líf og betri framtíð. Hjálpið okkur að opna þessar dyr fyrir börnunum okkar. Þakka þér fyrir að lesa þetta, fyrir samkenndina og fyrir allt það sem þú gerir til þess að bæta heiminn með þessu. Engir eiga frekar skilið þetta augnablik tíma þíns og örlætis heldur en börnin á Gaza. Staðfastur stuðningur þinn og uppörvun minnir okkur á það að mannkynið kemst af jafnvel þegar það stendur frammi fyrir ótrúlega erfiðum vandamálum. Og það er mögulegt vegna fólks sem eins og þín. Allur stuðningur skiptir máli fyrir líf svo margra barna. Takk fyrir að standa með okkur og fyrir hjálp þína við að halda voninni lifandi á Gaza. Höfundur er tónlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingólfur Steinsson Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Sjá meira
Ég sendi hér þýðingu á bréfi frá Reham Khaled um átak í málefnum barna og kennslu þeirra. Hún er fyrrum barnskólakennari á Gaza. Nú er búið að eyðileggja skólann ásamt öllum öðrum innviðum á Gaza. Meðal annarra orða, hvers vegna er ekki búið að koma á viðskiptabanni og slíta stjórnmálasambandi við hryðjuverkaríkið Ísrael? Það ættu öll ríki, sem láta sér annt um mannréttindi, að gera. Reham hefur ásamt fjórum öðrum myndað hóp sem ætlar sér að reyna að koma á einhvers konar barnakennslu í Gazaborg. Hún biður um hjálp ykkar í eftirfarandi bréfi og ég sendi með söfnunarslóð þessa hugrakka og þolgóða unga fólks. Hér kemur þýðing mín á bréfinu. Reham Kahled Komið þið sæl, mín kæru. Ég skrifa ykkur í dag frá stríðshrjáðu landi þar sem draumar hafa orðið að engu og lífið hefur tekið varanlegum stakkaskiptun. Ég heiti Reham Kaled og er 27 ára gömul kona frá Gazaborg. Við erum 6 manna fjölskylda. Ég skrifa þetta í þeirri von að bjarga fjölskyldu minni frá grimmdarverkum sem ekki hægt að ímynda sér en skekið hafa Gazasvæðið síðan í október 2023. Ég menntaði mig í Kennaraháskólanum og var grunnskólakennari þegar allt breyttist. Hernámsliðið hefur eyðilagt allt sem okkur er kært. Ég hef misst heimili mitt, atvinnuna og fjölskyldan hefur misst alla sína tekjumöguleika. Sem ég skrifa þetta bý ég í geymsluhúsi með fjölskyldunni eftir að okkur hefur verið gert að flytja 8 sinnum til að reyna að komast í skjól undan sprengjustorminum. Við sem myndum Ungmennahóp framtíðarinnar (Future Youth Team) erum fimm kennarar. Við skrifum þessa áskorun í þeirri von að geta bjargað börnum á Gaza frá þessu ótrúlega þjóðarmorði sem hefur farið hér fram. Ég vann við að kenna ungum börnum allt þar til stríðið hófst og draumar okkar voru sprengdir í tætlur. Borgin Gaza er orðin að draugaborg þar sem eru engir háskólar, spítalar, engar moskur eða skólar yfirleitt. Þúsundir barna hafa misst það sem kalla má þeirra grundvallar réttindi: Öryggi, friður, menntun, matur. Ungmennahópurinn hefur ákveðið að hjálpa þessum börnum með því að reyna að sjá þeim fyrir einum af þessum grundvallar þáttum sem er rétturinn til menntunar eftir eyðileggingu skóla á Gaza. Við byrjuðum að vinna að þessu með því að koma á fót kennsluhópi fyrir grunnskólastigið til að reyna að bæta fyrir þann tíma sem börnin okkar hafa misst. Þessir fimm kennarar eru: Reham, sem hefur sérhæft sig í kennslu ungra grunnskóla- og leikskólabarna. Sohaib sem kennt hefur arabísku og bókmenntir og var að ljúka meistaraprófi þegar allt breyttist. Fadia sem er enskukennari fyrir alla aldurshópa. Múhameð sem hefur kennt samfélags- og stærðfræði. Nour sem hefur kennt arabísku og bókmenntir fyrir alla aldurshópa. Mishelle Napolitano sem kennir ensku með hjálp myndbandstækninnar. Öll hafa þau mikla reynslu á sínu sviði. Menntunarhópur okkar á erfitt með að finna húsnæði við hæfi til að taka á móti börnunum. Við erum að reyna að verða okkur úti um kennslutjald, hæfilega stórt til að taka nokkra hópa af börnum. Þetta er persónulegt frumkvæði nokkurra kennara frá Gaza ströndinni sem þarfnast hjálpar við að takast á við erfiða daga í þeirri von að hægt verði að láta þennan draum rætast. Þú getur stutt þetta átak með framlagi. Við stingum upp á 5, 10 eða 50 dollurum eftir getu. Stuðningur ykkar getur hjálpað til við að sjá barni fyrir plássi, barni sem hefur misst alla möguleika á menntun í þessum hörmungum. Með ykkar framlagi getum við komist nær því að útvega hluta barnanna á Gaza sæti á skólabekk sem mun hjálpa þeim að tryggja sér betra líf og betri framtíð. Hjálpið okkur að opna þessar dyr fyrir börnunum okkar. Þakka þér fyrir að lesa þetta, fyrir samkenndina og fyrir allt það sem þú gerir til þess að bæta heiminn með þessu. Engir eiga frekar skilið þetta augnablik tíma þíns og örlætis heldur en börnin á Gaza. Staðfastur stuðningur þinn og uppörvun minnir okkur á það að mannkynið kemst af jafnvel þegar það stendur frammi fyrir ótrúlega erfiðum vandamálum. Og það er mögulegt vegna fólks sem eins og þín. Allur stuðningur skiptir máli fyrir líf svo margra barna. Takk fyrir að standa með okkur og fyrir hjálp þína við að halda voninni lifandi á Gaza. Höfundur er tónlistarmaður.
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun