„Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Sindri Sverrisson skrifar 3. janúar 2025 13:00 Gísli Þorgeir Kristjánsson pollslakur með kaffibolla á æfingu landsliðsins í Víkinni í dag. vísir/Ívar „Við dílum við þetta,“ segir Gísli Þorgeir Kristjánsson, liðsfélagi Ómars Inga Magnússonar í landsliðinu og hjá Magdeburg. Gísli er á leið á HM en nú án þess að hafa Ómar við hlið sér því sá síðarnefndi glímir við ökklameiðsli. „Það er ekkert leyndarmál að það er gríðarlega mikill missir að missa Ómar. En við getum ekki dvalið við það neitt. Viggó [Kristjánsson] og Teitur [Örn Einarsson] eru líka frábærir handboltamenn og þurfa að díla við þetta. Við erum auðvitað eitt lið og stöndum allir saman. Við dílum við þetta, stöndum enn þéttar saman og ég er spenntur fyrir þessari áskorun,“ segir Gísli á æfingu landsliðsins í Víkinni í dag. Hluta af viðtalinu má sjá hér að neðan. Klippa: Gísli um fjarveru félaga síns Ómars Aðspurður hvernig hann hefði skynjað líðan Ómars, sem meiddist í leik í upphafi desember, svarar Gísli: „Æi. Það er auðvitað gríðarlega erfitt að missa af þessu móti því stórmót, sérstaklega fyrir okkur íslensku landsliðsmennina, er hápunktur á árinu. Að spila fyrir land og þjóð – þessi frábæri hópur sem hér hefur myndast.“ „Auðvitað er leiðinlegt fyrir Ómar að missa af þessu en ég hef engar áhyggjur af honum andlega, því ég veit hversu gríðarlega sterkur hann er á því sviði. En þetta er svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur.“ Slóvenar stærsta prófraunin Ísland mætir Svíum ytra í tveimur vináttulandsleikjum 9. og 11. janúar, og spilar svo við Grænhöfðaeyjar 16. janúar í fyrsta leik á HM. Liðið er einnig í riðli með Kúbu og Slóveníu, og komast þrjú efstu liðin áfram í milliriðlakeppnina. Gísli vill ekki vera með neinar yfirlýsingar varðandi markmiðin á mótinu: „Þetta hljómar frekar klisjulega en við tökum bara einn leik í einu. Einbeitum okkur að riðlinum sem við erum í og ætlum að klára hann almennilega. Okkar stærsta prófraun þar er Slóveníuleikurinn því Slóvenar eru með frábært lið, heimsklassaleikmenn. Riðillinn er það sem við fókusum á fyrst.“ Nánar er rætt við Gísla í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld og á Vísi í fyrramálið. Fyrsti leikur Íslands á HM er 16. janúar. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 fylgir íslenska landsliðinu á HM og fjallar ítarlega um strákana okkar allt mótið. Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ „Það er alltaf allt jákvætt svona í byrjun og svo þurfum við að halda því þannig,“ segir Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, ánægður með byrjunina á undirbúningi fyrir HM í handbolta. Hann hefur einnig notið þess í botn að snúa á ný í atvinnumennsku í vetur, með Veszprém, og fékk blíðar viðtökur hjá sínu gamla félagi þrátt fyrir viðskilnaðinn árið 2017. 3. janúar 2025 11:54 Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Elvar Örn Jónsson og Aron Pálmarsson gátu ekki beitt sér að fullu á æfingu íslenska handboltalandsliðsins í dag, annan daginn í röð. Báðir ættu hins vegar að vera klárir í slaginn þegar HM hefst en fyrsti leikur Íslands þar er eftir þrettán daga. 3. janúar 2025 10:59 Ballið byrjar hjá strákunum okkar Íslenska karlalandsliðið í handbolta er byrjað að æfa fyrir heimsmeistaramótið sem brátt hefst í Króatíu, Danmörku og Noregi. 2. janúar 2025 13:32 Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Fyrrum eigandi Liverpool látinn Enski boltinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Sjá meira
„Það er ekkert leyndarmál að það er gríðarlega mikill missir að missa Ómar. En við getum ekki dvalið við það neitt. Viggó [Kristjánsson] og Teitur [Örn Einarsson] eru líka frábærir handboltamenn og þurfa að díla við þetta. Við erum auðvitað eitt lið og stöndum allir saman. Við dílum við þetta, stöndum enn þéttar saman og ég er spenntur fyrir þessari áskorun,“ segir Gísli á æfingu landsliðsins í Víkinni í dag. Hluta af viðtalinu má sjá hér að neðan. Klippa: Gísli um fjarveru félaga síns Ómars Aðspurður hvernig hann hefði skynjað líðan Ómars, sem meiddist í leik í upphafi desember, svarar Gísli: „Æi. Það er auðvitað gríðarlega erfitt að missa af þessu móti því stórmót, sérstaklega fyrir okkur íslensku landsliðsmennina, er hápunktur á árinu. Að spila fyrir land og þjóð – þessi frábæri hópur sem hér hefur myndast.“ „Auðvitað er leiðinlegt fyrir Ómar að missa af þessu en ég hef engar áhyggjur af honum andlega, því ég veit hversu gríðarlega sterkur hann er á því sviði. En þetta er svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur.“ Slóvenar stærsta prófraunin Ísland mætir Svíum ytra í tveimur vináttulandsleikjum 9. og 11. janúar, og spilar svo við Grænhöfðaeyjar 16. janúar í fyrsta leik á HM. Liðið er einnig í riðli með Kúbu og Slóveníu, og komast þrjú efstu liðin áfram í milliriðlakeppnina. Gísli vill ekki vera með neinar yfirlýsingar varðandi markmiðin á mótinu: „Þetta hljómar frekar klisjulega en við tökum bara einn leik í einu. Einbeitum okkur að riðlinum sem við erum í og ætlum að klára hann almennilega. Okkar stærsta prófraun þar er Slóveníuleikurinn því Slóvenar eru með frábært lið, heimsklassaleikmenn. Riðillinn er það sem við fókusum á fyrst.“ Nánar er rætt við Gísla í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld og á Vísi í fyrramálið. Fyrsti leikur Íslands á HM er 16. janúar. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 fylgir íslenska landsliðinu á HM og fjallar ítarlega um strákana okkar allt mótið.
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ „Það er alltaf allt jákvætt svona í byrjun og svo þurfum við að halda því þannig,“ segir Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, ánægður með byrjunina á undirbúningi fyrir HM í handbolta. Hann hefur einnig notið þess í botn að snúa á ný í atvinnumennsku í vetur, með Veszprém, og fékk blíðar viðtökur hjá sínu gamla félagi þrátt fyrir viðskilnaðinn árið 2017. 3. janúar 2025 11:54 Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Elvar Örn Jónsson og Aron Pálmarsson gátu ekki beitt sér að fullu á æfingu íslenska handboltalandsliðsins í dag, annan daginn í röð. Báðir ættu hins vegar að vera klárir í slaginn þegar HM hefst en fyrsti leikur Íslands þar er eftir þrettán daga. 3. janúar 2025 10:59 Ballið byrjar hjá strákunum okkar Íslenska karlalandsliðið í handbolta er byrjað að æfa fyrir heimsmeistaramótið sem brátt hefst í Króatíu, Danmörku og Noregi. 2. janúar 2025 13:32 Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Fyrrum eigandi Liverpool látinn Enski boltinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Sjá meira
„Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ „Það er alltaf allt jákvætt svona í byrjun og svo þurfum við að halda því þannig,“ segir Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, ánægður með byrjunina á undirbúningi fyrir HM í handbolta. Hann hefur einnig notið þess í botn að snúa á ný í atvinnumennsku í vetur, með Veszprém, og fékk blíðar viðtökur hjá sínu gamla félagi þrátt fyrir viðskilnaðinn árið 2017. 3. janúar 2025 11:54
Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Elvar Örn Jónsson og Aron Pálmarsson gátu ekki beitt sér að fullu á æfingu íslenska handboltalandsliðsins í dag, annan daginn í röð. Báðir ættu hins vegar að vera klárir í slaginn þegar HM hefst en fyrsti leikur Íslands þar er eftir þrettán daga. 3. janúar 2025 10:59
Ballið byrjar hjá strákunum okkar Íslenska karlalandsliðið í handbolta er byrjað að æfa fyrir heimsmeistaramótið sem brátt hefst í Króatíu, Danmörku og Noregi. 2. janúar 2025 13:32