Ballið byrjar hjá strákunum okkar Sindri Sverrisson skrifar 2. janúar 2025 13:32 Strákarnir okkar eru búnir með jólamatinn og byrjaðir að gíra sig upp í HM. vísir/Anton Íslenska karlalandsliðið í handbolta er byrjað að æfa fyrir heimsmeistaramótið sem brátt hefst í Króatíu, Danmörku og Noregi. Fyrsta formlega æfing alls liðsins var í Víkinni í dag þar sem byrjað var á fundi með þjálfarateyminu og farið vel yfir skipulagið fram að móti. Átján leikmenn eru í íslenska hópnum en handboltamaður ársins 2024, Ómar Ingi Magnússon, er ekki með vegna meiðsla. Fyrsti leikur Íslands á HM er við Grænhöfðaeyjar fimmtudaginn 16. janúar og strákarnir okkar spila svo við Kúbu 18. janúar og við Sloveníu 20. janúar. Allir leikirnir hefjast klukkan 19:30 að íslenskum tíma. Þrjú efstu liðin komast svo áfram í milliriðil með þremur liðum úr H-riðli (Króatía, Egyptaland, Argentína, Barein). Allir leikir Íslands fara fram í Zagreb í Króatíu. HM-hópur Íslands 2025 Markverðir: Björgvin Páll Gústavsson, Valur 273 leikir/24 mörk Viktor Gísli Hallgrímsson, Wista Plock 60/1 Aðrir leikmenn: Arnar Freyr Arnarsson, Melsungen 100/101 Aron Pálmarsson, Veszprém 177/674 Bjarki Már Elísson, Veszprém 118/401 Einar Þorsteinn Ólafsson, Fredericia 14/5 Elliði Snær Viðarsson, Gummersbach 50/109 Elvar Örn Jónsson, Melsungen 79/183 Gísli Þorgeir Kristjánsson, Magdeburg 60/139 Haukur Þrastarson, Dinamo Búkarest 35/50 Janus Daði Smárason, Pick Szeged 86/146 Óðinn Ríkharðsson, Kadetten Scaffhausen 42/130 Orri Freyr Þorkelsson, Sporting 16/41 Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kolstad 76/214 Teitur Örn Einarsson, Gummersbach, 36/36 Þorsteinn Leó Gunnarsson, Porto 5/10 Viggó Kristjánsson, Leipzig 59/165 Ýmir Örn Gíslason, Göppingen 92/36 Íslenska liðið mun æfa saman á Íslandi fram að hádegi 8. janúar en ferðast svo þann dag með Icelandair til Kaupmannahafnar, og þaðan til Kristianstad í Svíþjóð. Þar spilar liðið við sterkt lið Svía 9. janúar og svo annan vináttulandsleik við Svía í Malmö 11. janúar. Þann 13. janúar fer íslenska liðið svo til Zagreb til lokaundirbúnings fyrir HM. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 fylgir íslenska landsliðinu á HM og fjallar ítarlega um strákana okkar allt mótið. HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Fleiri fréttir „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Sjá meira
Fyrsta formlega æfing alls liðsins var í Víkinni í dag þar sem byrjað var á fundi með þjálfarateyminu og farið vel yfir skipulagið fram að móti. Átján leikmenn eru í íslenska hópnum en handboltamaður ársins 2024, Ómar Ingi Magnússon, er ekki með vegna meiðsla. Fyrsti leikur Íslands á HM er við Grænhöfðaeyjar fimmtudaginn 16. janúar og strákarnir okkar spila svo við Kúbu 18. janúar og við Sloveníu 20. janúar. Allir leikirnir hefjast klukkan 19:30 að íslenskum tíma. Þrjú efstu liðin komast svo áfram í milliriðil með þremur liðum úr H-riðli (Króatía, Egyptaland, Argentína, Barein). Allir leikir Íslands fara fram í Zagreb í Króatíu. HM-hópur Íslands 2025 Markverðir: Björgvin Páll Gústavsson, Valur 273 leikir/24 mörk Viktor Gísli Hallgrímsson, Wista Plock 60/1 Aðrir leikmenn: Arnar Freyr Arnarsson, Melsungen 100/101 Aron Pálmarsson, Veszprém 177/674 Bjarki Már Elísson, Veszprém 118/401 Einar Þorsteinn Ólafsson, Fredericia 14/5 Elliði Snær Viðarsson, Gummersbach 50/109 Elvar Örn Jónsson, Melsungen 79/183 Gísli Þorgeir Kristjánsson, Magdeburg 60/139 Haukur Þrastarson, Dinamo Búkarest 35/50 Janus Daði Smárason, Pick Szeged 86/146 Óðinn Ríkharðsson, Kadetten Scaffhausen 42/130 Orri Freyr Þorkelsson, Sporting 16/41 Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kolstad 76/214 Teitur Örn Einarsson, Gummersbach, 36/36 Þorsteinn Leó Gunnarsson, Porto 5/10 Viggó Kristjánsson, Leipzig 59/165 Ýmir Örn Gíslason, Göppingen 92/36 Íslenska liðið mun æfa saman á Íslandi fram að hádegi 8. janúar en ferðast svo þann dag með Icelandair til Kaupmannahafnar, og þaðan til Kristianstad í Svíþjóð. Þar spilar liðið við sterkt lið Svía 9. janúar og svo annan vináttulandsleik við Svía í Malmö 11. janúar. Þann 13. janúar fer íslenska liðið svo til Zagreb til lokaundirbúnings fyrir HM. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 fylgir íslenska landsliðinu á HM og fjallar ítarlega um strákana okkar allt mótið.
HM-hópur Íslands 2025 Markverðir: Björgvin Páll Gústavsson, Valur 273 leikir/24 mörk Viktor Gísli Hallgrímsson, Wista Plock 60/1 Aðrir leikmenn: Arnar Freyr Arnarsson, Melsungen 100/101 Aron Pálmarsson, Veszprém 177/674 Bjarki Már Elísson, Veszprém 118/401 Einar Þorsteinn Ólafsson, Fredericia 14/5 Elliði Snær Viðarsson, Gummersbach 50/109 Elvar Örn Jónsson, Melsungen 79/183 Gísli Þorgeir Kristjánsson, Magdeburg 60/139 Haukur Þrastarson, Dinamo Búkarest 35/50 Janus Daði Smárason, Pick Szeged 86/146 Óðinn Ríkharðsson, Kadetten Scaffhausen 42/130 Orri Freyr Þorkelsson, Sporting 16/41 Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kolstad 76/214 Teitur Örn Einarsson, Gummersbach, 36/36 Þorsteinn Leó Gunnarsson, Porto 5/10 Viggó Kristjánsson, Leipzig 59/165 Ýmir Örn Gíslason, Göppingen 92/36
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Fleiri fréttir „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Sjá meira