Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar 2. janúar 2025 14:02 Þvert gegn grunngildum íþrótta Ég lít á íþróttastarfsemi á Íslandi sem ómetanlegan þátt í samfélaginu okkar, þar sem hún þjónar heilsueflingu, forvörnum og félagslegri uppbyggingu, sérstaklega fyrir börn og ungmenni. Hugmyndin um sölu áfengis og annarra vímuefna til styrktar íþróttafélaga vekur miklar áhyggjur. Mér finnst þetta ekki samræmast þeim gildum sem íþróttahreyfingin stendur fyrir. Áfengissala á íþróttaviðburðum Ég tek undir ályktun Félags íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúa á Íslandi (FÍÆT), sem á haustfundi sínum lýsti yfir áhyggjum af áfengissölu á íþróttaviðburðum.Að mínu mati grefur sala á áfengi á slíkum vettvangi undan þeim jákvæðu gildum sem íþróttirnar standa fyrir og sendir röng skilaboð til barna og ungmenna. Í ályktuninni er skorað á stjórnvöld, sveitarfélög og íþróttafélög til að standa vörð um gildi íþróttahreyfingarinnar og forðast sölu áfengis eða annarra vímuefna á viðburðum. Ég trúi því að við berum ábyrgð á því að tryggja að allir íþróttaviðburðir séu fjölskylduvænir, stuðli að heilbrigðu samfélagi og viðhaldi trausti og trúverðugleika íþróttanna. Hvar á að stoppa? Ég spyr sjálfan mig: Hvar eigum við að draga mörkin? Með sama rökstuðningi sem notaður er til að réttlæta áfengissölu gæti einhver viljað leyfa sölu annarra vímuefna til styrktar íþróttafélaga. Mér finnst það grafalvarlegt að hugsa til þess að börn gætu staðið við söluborð eða gengið í hús með Vape, nikótínpúða eða önnur vímuefni til fjáröflunar fyrir deildir eða félög. Ég tel nauðsynlegt að tryggja að fjáröflun íþróttafélaga sé í samræmi við þessi gildi. Að leyfa sölu á áfengi eða öðrum vímuefnum til styrktar íþróttafélögum setur í hættu samfélagslega ábyrgð íþróttanna og sendir röng skilaboð til næstu kynslóða. Ekki líku við að jafna Þegar íslensk íþróttafélög reyna að miða sig við erlenda aðila, sérstaklega einkahlutafélög sem starfa á atvinnumarkaði, er nauðsynlegt að hafa í huga að ekki er líku við að jafna. Íslenskt íþróttalíf byggir á sjálfboðaliðastarfi og samfélagslegum gildum, á meðan rekstrarform erlendra félaga getur oft einkennst af viðskiptahagsmunum. Þessi munur skiptir máli, sérstaklega þegar kemur að fjáröflun. Það má einnig hafa í huga að erlendis er litið til á íslenskra íþróttaviðburða og þeirrar góðu menninguna sem eru í kringum þá. Fjölskylduvænt umhverfi íslenskra íþrótta hefur vakið athygli og aðdáun. Með því að viðhalda þessum gildum tryggjum við að íslenskt íþróttalíf haldi áfram að vera til fyrirmyndar, bæði innanlands og utan. Aðrar leiðir í fjáröflun Ég vil hafna allri sölu vímuefna á íþróttakappleikjum og heldur leggja áherslu á að finna aðrar leiðir til fjáröflunar sem styrkja íþróttahreyfinguna án þess að rýra grunngildi hennar. Með því tryggjum við að íþróttahreyfingin standi sterk á þeim grunni sem hún byggir á – heilbrigði, samheldni og virðingu. Höfundur er íþrótta- og tómstundafulltrúi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Netverslun með áfengi Íþróttir barna Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Þvert gegn grunngildum íþrótta Ég lít á íþróttastarfsemi á Íslandi sem ómetanlegan þátt í samfélaginu okkar, þar sem hún þjónar heilsueflingu, forvörnum og félagslegri uppbyggingu, sérstaklega fyrir börn og ungmenni. Hugmyndin um sölu áfengis og annarra vímuefna til styrktar íþróttafélaga vekur miklar áhyggjur. Mér finnst þetta ekki samræmast þeim gildum sem íþróttahreyfingin stendur fyrir. Áfengissala á íþróttaviðburðum Ég tek undir ályktun Félags íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúa á Íslandi (FÍÆT), sem á haustfundi sínum lýsti yfir áhyggjum af áfengissölu á íþróttaviðburðum.Að mínu mati grefur sala á áfengi á slíkum vettvangi undan þeim jákvæðu gildum sem íþróttirnar standa fyrir og sendir röng skilaboð til barna og ungmenna. Í ályktuninni er skorað á stjórnvöld, sveitarfélög og íþróttafélög til að standa vörð um gildi íþróttahreyfingarinnar og forðast sölu áfengis eða annarra vímuefna á viðburðum. Ég trúi því að við berum ábyrgð á því að tryggja að allir íþróttaviðburðir séu fjölskylduvænir, stuðli að heilbrigðu samfélagi og viðhaldi trausti og trúverðugleika íþróttanna. Hvar á að stoppa? Ég spyr sjálfan mig: Hvar eigum við að draga mörkin? Með sama rökstuðningi sem notaður er til að réttlæta áfengissölu gæti einhver viljað leyfa sölu annarra vímuefna til styrktar íþróttafélaga. Mér finnst það grafalvarlegt að hugsa til þess að börn gætu staðið við söluborð eða gengið í hús með Vape, nikótínpúða eða önnur vímuefni til fjáröflunar fyrir deildir eða félög. Ég tel nauðsynlegt að tryggja að fjáröflun íþróttafélaga sé í samræmi við þessi gildi. Að leyfa sölu á áfengi eða öðrum vímuefnum til styrktar íþróttafélögum setur í hættu samfélagslega ábyrgð íþróttanna og sendir röng skilaboð til næstu kynslóða. Ekki líku við að jafna Þegar íslensk íþróttafélög reyna að miða sig við erlenda aðila, sérstaklega einkahlutafélög sem starfa á atvinnumarkaði, er nauðsynlegt að hafa í huga að ekki er líku við að jafna. Íslenskt íþróttalíf byggir á sjálfboðaliðastarfi og samfélagslegum gildum, á meðan rekstrarform erlendra félaga getur oft einkennst af viðskiptahagsmunum. Þessi munur skiptir máli, sérstaklega þegar kemur að fjáröflun. Það má einnig hafa í huga að erlendis er litið til á íslenskra íþróttaviðburða og þeirrar góðu menninguna sem eru í kringum þá. Fjölskylduvænt umhverfi íslenskra íþrótta hefur vakið athygli og aðdáun. Með því að viðhalda þessum gildum tryggjum við að íslenskt íþróttalíf haldi áfram að vera til fyrirmyndar, bæði innanlands og utan. Aðrar leiðir í fjáröflun Ég vil hafna allri sölu vímuefna á íþróttakappleikjum og heldur leggja áherslu á að finna aðrar leiðir til fjáröflunar sem styrkja íþróttahreyfinguna án þess að rýra grunngildi hennar. Með því tryggjum við að íþróttahreyfingin standi sterk á þeim grunni sem hún byggir á – heilbrigði, samheldni og virðingu. Höfundur er íþrótta- og tómstundafulltrúi
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun