Kvótakerfið - markmið og afleiðing Þröstur Ólafsson skrifar 18. október 2024 08:00 Frjálsar fiskveiðar voru lagðar af 1985. Mikil ofveiði varð í kjölfar 2. og 3. ríkisstyrktu togskipavæðingar landsins. Svartar skýrslur fiskifræðinga rökstuddu þörfina á að takmarka sókn. Rekstur sjávarútvegsgreina var óhagkvæmur. Skipastóllinn var of stór. Útgerðin þurfti hærra fiskverð frá vinnslunni, sem bað um gengisfellingu á móti. Ásamt sveiflum í afla olli þetta miklum hagsveiflum, sem jafnaðar voru út með mikilli og stöðugri verðbólgu. Hönnun nýs fiskveiðistjórnunarkerfis tók mið að þessum margþætta vanda. Kjarninn í lausninni var að gera sjávarútveginn hagkvæmari. Laga sókn að þeim afla sem óhætt var að veiða. Gera sjávarútveginn sjálfbæran. Ekki voru mjög skiptar skoðanir um það að þeir sem sótt höfðu sjóinn árin á undan fengju sambærilega aflahlutdeild í nýja kerfinu. Deilt var um hvort greiða ætti fyrir þessa opinberu úthlutun. Engar háværar raddir voru þá um uppboð aflaheimilda. Hitt atriðið sem mikið var rætt var hvort heimila ætti framsal aflaheimilda. Í upphafi voru skorður á því en 1990 var flestum hindrunum rutt úr vegi. Rökin fyrir framsalsrétti voru annars vegar hagræðingarþörf í greininni, hins vegar hefðbundinn tilflutningur innan greinarinnar sem áður gerðist með sölu skipa. Frjáls framsal var forsenda þess að hagræðing gæti átt sér stað. Til að útgerðir gætu lifað af samdrátt úr 450 þús. þorsktonnum í 180 varð að heimila hindrunarlítil kaup og sölu aflaheimilda. Annars hefði kerfið ekki skilað okkur neinum ávinningi. Við hefðum áfram verið með óhagkvæman sjávarútveg á framfæri almennings. Sum fyrirtæki þurftu að stækka, önnur að minnka eða hverfa úr rekstri. Það var þessi samdráttur í heildarafla sem var meginvandi sjávarbyggða. Hin rökin fyrir framsalsrétti voru hefðbundin hugsun um eignarrétt. Í frjálsri sókn voru það skipin sem mynduðu eignaverðmætið. Þau gengu kaupum og sölum. Skyndilega hafði þetta breyst. Skip án aflamarks seldust á hrakvirði, útgerðir án kvóta voru verðlausar. Verðmætið fluttist sjálfkrafa frá skipi til kvótans. Þótt okkur finnist veðsetning kvóta orka tvímælis nú, þá blasti það við að annað hvort yrði kvótinn veðbundinn við skipið, sem hefði valdið erfiðleikum við að draga saman flotann, eða fá þyrfti heimild til að veðsetja kvótann. Hagræðing kerfisins tókst. Sjávarútvegurinn varð sjálfbær. Fiskistofnunum var bjargað, þótt uppbygging þeirra tæki lengri tíma. Hin hlið kvótakerfisins En kerfið hefur sínar skuggahliðar. Öll kerfi má misnota. Þetta vegur þyngst: 1. Réttur til veiða var vísvitandi takmarkaður. Í reynd gildir þar einkaleyfisréttur. Frjáls sókn samrýmist ekki markmiðum um friðun fiskistofna og sjálfbæran sjávarútveg. Hann er of mikilvægur afkomu þjóðarinnar til að búa við umgjörð sem leiðir af sér óhagkvæmni og afkomuskort. Þjóðir þar sem sjávarútvegur skiptir litlu máli geta hins vegar leyft sér meira frjálsræði og lélegri afkomu greinarinnar. Þær líta á hana eins og óhagkvæman niðurgreiddan landbúnað. Þann munað getum við ekki leyft okkur. Menn geta að vísu keypt sig inn í greinina, en eftir því sem aflaheimildir safnast á færri hendur verður þetta æ dýrara og erfiðara. En einkaleyfi á nýtingu auðlindar veitir mikil völd. Þau takmarkast ekki við afkomu og örlög sjávarbyggða heldur ná til samfélagsins alls. Handhafar langtíma einkaveiðileyfa hafa gríðarlega sterka efnahagslega og pólitíska stöðu. Sjávarútvegurinn á að lúta sömu leikreglum og aðrar atvinnugreinar, ef frá er talin verndun og meðhöndlun auðlindarinnar. Oft er því flaggað að samkeppni sé öllum holl. Í EES-samningnum var sjávarútvegurinn undanskilinn fjárfestingarfrelsinu, einkum vegna þess að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki þóttu fjárhagslega veikburða. Þetta gildir ekki lengur. Íslensk fyrirtæki hafa yfirburðastöðu erlendis. Opna á fyrir fjárfestingar úr EES-ríkjum í íslenskum sjávarútvegi. Útlendingar gætu þá keypt sig inn í íslenskar útgerðir og starfað þar á grundvelli íslenskra laga eins og í öðrum atvinnugreinum, svipað og við gerum í evrópskum sjávarútvegi. 2. Lögmæti kerfisins gagnvart þjóðinni, eiganda auðlindarinnar, þarf að bæta. Lögmætið myndi aukast verulega ef veiðigjaldið yrði hækkað og það lagt á brúttó verðmæti eins og húsaleiga og allir borgi óháð afkomu. Smábátaútgerð á að halda aðskilinni frá annarri útgerð og banna flutning aflaheimilda á milli. Hér má opna fyrir nýliðun. 3. Atferli sumra útgerðarmanna hefur leitt til myndunar leiguliðastéttar meðal sjómanna, svipað og var meðal fátækra bænda fyrr á tímum. Þetta var ekki tilgangurinn með frjálsa framsalinu. Í stað þess að veiða sjálfir leggja þeir skipum sínum og leigja veiðiréttinn út. Þetta á að banna nema í undantekningartilvikum þegar brúa þarf skammtíma bil. Bjóða á þá kvóta upp sem leigðir eru út í atvinnuskyni. Niðurstaða: Viðhalda ber framseljanlegu aflamarkskerfi. Afnema á bann við erlendum fjárfestingum í sjávarútveginum, banna leigukvóta og hækka auðlindarentuna. Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þröstur Ólafsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Frjálsar fiskveiðar voru lagðar af 1985. Mikil ofveiði varð í kjölfar 2. og 3. ríkisstyrktu togskipavæðingar landsins. Svartar skýrslur fiskifræðinga rökstuddu þörfina á að takmarka sókn. Rekstur sjávarútvegsgreina var óhagkvæmur. Skipastóllinn var of stór. Útgerðin þurfti hærra fiskverð frá vinnslunni, sem bað um gengisfellingu á móti. Ásamt sveiflum í afla olli þetta miklum hagsveiflum, sem jafnaðar voru út með mikilli og stöðugri verðbólgu. Hönnun nýs fiskveiðistjórnunarkerfis tók mið að þessum margþætta vanda. Kjarninn í lausninni var að gera sjávarútveginn hagkvæmari. Laga sókn að þeim afla sem óhætt var að veiða. Gera sjávarútveginn sjálfbæran. Ekki voru mjög skiptar skoðanir um það að þeir sem sótt höfðu sjóinn árin á undan fengju sambærilega aflahlutdeild í nýja kerfinu. Deilt var um hvort greiða ætti fyrir þessa opinberu úthlutun. Engar háværar raddir voru þá um uppboð aflaheimilda. Hitt atriðið sem mikið var rætt var hvort heimila ætti framsal aflaheimilda. Í upphafi voru skorður á því en 1990 var flestum hindrunum rutt úr vegi. Rökin fyrir framsalsrétti voru annars vegar hagræðingarþörf í greininni, hins vegar hefðbundinn tilflutningur innan greinarinnar sem áður gerðist með sölu skipa. Frjáls framsal var forsenda þess að hagræðing gæti átt sér stað. Til að útgerðir gætu lifað af samdrátt úr 450 þús. þorsktonnum í 180 varð að heimila hindrunarlítil kaup og sölu aflaheimilda. Annars hefði kerfið ekki skilað okkur neinum ávinningi. Við hefðum áfram verið með óhagkvæman sjávarútveg á framfæri almennings. Sum fyrirtæki þurftu að stækka, önnur að minnka eða hverfa úr rekstri. Það var þessi samdráttur í heildarafla sem var meginvandi sjávarbyggða. Hin rökin fyrir framsalsrétti voru hefðbundin hugsun um eignarrétt. Í frjálsri sókn voru það skipin sem mynduðu eignaverðmætið. Þau gengu kaupum og sölum. Skyndilega hafði þetta breyst. Skip án aflamarks seldust á hrakvirði, útgerðir án kvóta voru verðlausar. Verðmætið fluttist sjálfkrafa frá skipi til kvótans. Þótt okkur finnist veðsetning kvóta orka tvímælis nú, þá blasti það við að annað hvort yrði kvótinn veðbundinn við skipið, sem hefði valdið erfiðleikum við að draga saman flotann, eða fá þyrfti heimild til að veðsetja kvótann. Hagræðing kerfisins tókst. Sjávarútvegurinn varð sjálfbær. Fiskistofnunum var bjargað, þótt uppbygging þeirra tæki lengri tíma. Hin hlið kvótakerfisins En kerfið hefur sínar skuggahliðar. Öll kerfi má misnota. Þetta vegur þyngst: 1. Réttur til veiða var vísvitandi takmarkaður. Í reynd gildir þar einkaleyfisréttur. Frjáls sókn samrýmist ekki markmiðum um friðun fiskistofna og sjálfbæran sjávarútveg. Hann er of mikilvægur afkomu þjóðarinnar til að búa við umgjörð sem leiðir af sér óhagkvæmni og afkomuskort. Þjóðir þar sem sjávarútvegur skiptir litlu máli geta hins vegar leyft sér meira frjálsræði og lélegri afkomu greinarinnar. Þær líta á hana eins og óhagkvæman niðurgreiddan landbúnað. Þann munað getum við ekki leyft okkur. Menn geta að vísu keypt sig inn í greinina, en eftir því sem aflaheimildir safnast á færri hendur verður þetta æ dýrara og erfiðara. En einkaleyfi á nýtingu auðlindar veitir mikil völd. Þau takmarkast ekki við afkomu og örlög sjávarbyggða heldur ná til samfélagsins alls. Handhafar langtíma einkaveiðileyfa hafa gríðarlega sterka efnahagslega og pólitíska stöðu. Sjávarútvegurinn á að lúta sömu leikreglum og aðrar atvinnugreinar, ef frá er talin verndun og meðhöndlun auðlindarinnar. Oft er því flaggað að samkeppni sé öllum holl. Í EES-samningnum var sjávarútvegurinn undanskilinn fjárfestingarfrelsinu, einkum vegna þess að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki þóttu fjárhagslega veikburða. Þetta gildir ekki lengur. Íslensk fyrirtæki hafa yfirburðastöðu erlendis. Opna á fyrir fjárfestingar úr EES-ríkjum í íslenskum sjávarútvegi. Útlendingar gætu þá keypt sig inn í íslenskar útgerðir og starfað þar á grundvelli íslenskra laga eins og í öðrum atvinnugreinum, svipað og við gerum í evrópskum sjávarútvegi. 2. Lögmæti kerfisins gagnvart þjóðinni, eiganda auðlindarinnar, þarf að bæta. Lögmætið myndi aukast verulega ef veiðigjaldið yrði hækkað og það lagt á brúttó verðmæti eins og húsaleiga og allir borgi óháð afkomu. Smábátaútgerð á að halda aðskilinni frá annarri útgerð og banna flutning aflaheimilda á milli. Hér má opna fyrir nýliðun. 3. Atferli sumra útgerðarmanna hefur leitt til myndunar leiguliðastéttar meðal sjómanna, svipað og var meðal fátækra bænda fyrr á tímum. Þetta var ekki tilgangurinn með frjálsa framsalinu. Í stað þess að veiða sjálfir leggja þeir skipum sínum og leigja veiðiréttinn út. Þetta á að banna nema í undantekningartilvikum þegar brúa þarf skammtíma bil. Bjóða á þá kvóta upp sem leigðir eru út í atvinnuskyni. Niðurstaða: Viðhalda ber framseljanlegu aflamarkskerfi. Afnema á bann við erlendum fjárfestingum í sjávarútveginum, banna leigukvóta og hækka auðlindarentuna. Höfundur er hagfræðingur.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar