Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar 28. desember 2024 09:31 Í gær bárust vægast sagt furðulegar fregnir um að óformlegur hittingur formanna málefndanefnda Sjálfstæðisflokksins hefði að vel ígrunduðu máli komist að þeirri niðurstöðu að nauðsynlegt sé að fresta fyrirhuguðum landsfundi flokksins fram á haust. Þrátt fyrir að hópurinn búi að því er virðist yfir einhverjum leyni/töfragögnum um veðurfar þá sér hann sér ekki fært að deila með okkur hinum hver sé hin fullkomna dagsetning veðurfarslega séð nema bara „líklega bara í haust.“ Í umræddri frétt kemur einnig fram að síðan árið 2015 hafa aðeins tveir landsfundir verið, þrátt fyrir að þeir eigi að vera að jafnaði annað hvert ár. Forysta flokksins í seinni tíð hefur því verulega látið reyna á merkingu orðanna „að jafnaði.“ Raunar er landsfundaskuld flokksins orðin svo mikil að höfundur leggur það til að við göngum að tillögum starfshópsins um að halda landsfund í haust, auk þess að halda í þau áform að hafa landsfund í febrúar, og jafnvel reyna að kreista inn einum fundi í sumar (veðurfarsnefndin hlýtur að verða ánægð með það) þannig að flokkurinn verði kominn á réttan kjöl í það minnsta hvað þetta varðar. Það er reyndar ómálefnalegt að reyna að kenna forystu flokksins um þennan skort á landsfundum, það voru óviðráðanlegar ástæður fyrir þessu öllu saman, kosningar, samkomutakmarkanir og fleira. Ég meina það er ekki eins og að þetta sama fólk hafi verið í ríkisstjórn eða eitthvað svoleiðis… Svo er það kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur en það er að afrakstur þessarar yfirnáttúrulegu nefndar, sem hefur varið öllum mánuðinum í að garfa í veðurmælingagögnum og setja upp hin flóknustu reiknirit, er að það eigi helst að halda fundinn „líklegast bara í haust.“ Líklegast bara í haust? Er það það eina sem þið hafið upp á að bjóða? Að það sé vísindalegur fasti að það rigni hér eldi og brennisteini og að fólk verði úti fyrir utan Laugardalshöllina helgina 28. febrúar - 2. mars en örvæntum ekki því handan við hornið, við enda ganganna sé paradísin sem er hið íslenska haust? Lá ykkur svona mikið á að reyna í örvæntingu að fá þessum fundi frestað að þið gátuð ekki einu sinni klárað lygasöguna með því að segja að það verði geggjað veður 28. september? Eða 35. október? Ég hefði miklu frekar getað gleypt það að Jens Garðar væri búinn að tala við fiskana og þeir segja að það verði blindbylur í febrúar en bongó í nóvember. En menn lögðu það ekki einu sinni á sig að kokka það upp. Sorglegt. Höfundur hefur ekki HUGMYND um hvernig veðrið verður í lok febrúar, hvað þá í haust. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Tengdar fréttir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Svo virðist sem ólga ríki meðal Sjálfstæðismanna vegna mögulegrar frestunar landsfundar sem til stóð að yrði haldinn í febrúar. Formanni Varðar og Samtaka eldri Sjálfstæðismanna er brugðið yfir fréttunum og segja þau enga ástæðu til að fresta þegar frestuðum landsfundi. 27. desember 2024 20:07 Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Í gær bárust vægast sagt furðulegar fregnir um að óformlegur hittingur formanna málefndanefnda Sjálfstæðisflokksins hefði að vel ígrunduðu máli komist að þeirri niðurstöðu að nauðsynlegt sé að fresta fyrirhuguðum landsfundi flokksins fram á haust. Þrátt fyrir að hópurinn búi að því er virðist yfir einhverjum leyni/töfragögnum um veðurfar þá sér hann sér ekki fært að deila með okkur hinum hver sé hin fullkomna dagsetning veðurfarslega séð nema bara „líklega bara í haust.“ Í umræddri frétt kemur einnig fram að síðan árið 2015 hafa aðeins tveir landsfundir verið, þrátt fyrir að þeir eigi að vera að jafnaði annað hvert ár. Forysta flokksins í seinni tíð hefur því verulega látið reyna á merkingu orðanna „að jafnaði.“ Raunar er landsfundaskuld flokksins orðin svo mikil að höfundur leggur það til að við göngum að tillögum starfshópsins um að halda landsfund í haust, auk þess að halda í þau áform að hafa landsfund í febrúar, og jafnvel reyna að kreista inn einum fundi í sumar (veðurfarsnefndin hlýtur að verða ánægð með það) þannig að flokkurinn verði kominn á réttan kjöl í það minnsta hvað þetta varðar. Það er reyndar ómálefnalegt að reyna að kenna forystu flokksins um þennan skort á landsfundum, það voru óviðráðanlegar ástæður fyrir þessu öllu saman, kosningar, samkomutakmarkanir og fleira. Ég meina það er ekki eins og að þetta sama fólk hafi verið í ríkisstjórn eða eitthvað svoleiðis… Svo er það kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur en það er að afrakstur þessarar yfirnáttúrulegu nefndar, sem hefur varið öllum mánuðinum í að garfa í veðurmælingagögnum og setja upp hin flóknustu reiknirit, er að það eigi helst að halda fundinn „líklegast bara í haust.“ Líklegast bara í haust? Er það það eina sem þið hafið upp á að bjóða? Að það sé vísindalegur fasti að það rigni hér eldi og brennisteini og að fólk verði úti fyrir utan Laugardalshöllina helgina 28. febrúar - 2. mars en örvæntum ekki því handan við hornið, við enda ganganna sé paradísin sem er hið íslenska haust? Lá ykkur svona mikið á að reyna í örvæntingu að fá þessum fundi frestað að þið gátuð ekki einu sinni klárað lygasöguna með því að segja að það verði geggjað veður 28. september? Eða 35. október? Ég hefði miklu frekar getað gleypt það að Jens Garðar væri búinn að tala við fiskana og þeir segja að það verði blindbylur í febrúar en bongó í nóvember. En menn lögðu það ekki einu sinni á sig að kokka það upp. Sorglegt. Höfundur hefur ekki HUGMYND um hvernig veðrið verður í lok febrúar, hvað þá í haust.
Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Svo virðist sem ólga ríki meðal Sjálfstæðismanna vegna mögulegrar frestunar landsfundar sem til stóð að yrði haldinn í febrúar. Formanni Varðar og Samtaka eldri Sjálfstæðismanna er brugðið yfir fréttunum og segja þau enga ástæðu til að fresta þegar frestuðum landsfundi. 27. desember 2024 20:07
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar