Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar 23. desember 2024 09:32 Á Þorláksmessu hvert ár er gengið fyrir friði í Reykjavík, á Akureyri og Ísafirði. Fjölmargir taka sér frí frá jólastressinu til að ganga með tendruð ljós og hlýða á friðarboðskap og fagra tóna. Þetta er falleg hefð sem undirstrikar að jólin eiga að vera hátíð ljóss og friðar. Það er því miður sjaldnast raunin ef litið er út fyrir landsteinana, nú eru það Palestína, Súdan og Úkraína sem helst loga. En í ár er Ísland heldur ekki svo fjarri heimsins vígaslóð. Bandarískir hermenn hafa komið sér aftur fyrir á Miðnesheiði þar sem standa yfir miklar framkvæmdir. Þær miða ekki að því að efla varnir Íslands, enda gera sprengjuþotur og kjarnorkukafbátar lítið gagn gegn þeim ógnum sem raunverulega steðja að landinu, heldur að vígvæðingu norðurslóða. Mörgum brá við þessar fréttir í byrjun mánaðar en friðarsinnar hafa lengi varað við því að Ísland væri aftur að dragast inn í átök kjarnorkuveldanna. Í ár var líka ljóstrað upp um það að Ísland hefði í fyrsta sinn tekið það skref að vopna her sem stendur í stríðsátökum. Síðasta ríkisstjórn setti hátt í milljarð króna í sjóði sem kaupa vopn handa Úkraínuher og þáverandi utanríkisráðherra Bjarni Benediktsson setti 300 milljónir aukalega í kaup á skotfærum ásamt Tékklandi. Í nýsamþykktum fjárlögum er stefnt að svipuðum upphæðum til kaupa á drápstólum fyrir stríðshrjáð land sem þarf vissulega hjálp, en síst af öllu meiri dauða og limlestingar. Skoðanakannanir staðfesta að meirihluti Íslendinga er andvígur vopnakaupum íslenska ríkisins. Vonandi hlustar ný ríkisstjórn á þessa kröfu og kröfu friðarsinna í dag um að Ísland sem herlaust land eigi ekki að styðja við hernað. Það er heldur ekki of seint að snúa af braut vígbúnaðar á norðurslóðum. Slík hervæðing getur kallað yfir okkur mun verri hörmungar en nokkrar sem við gætum varist með vopnavaldi. Það væri sannarlega í anda jólanna ef Ísland gæti orðið málsvari friðar og afvopnunar á alþjóðavettvangi. Það er yfrið nóg til af vopnum og herstöðvum í heiminum en allt of lítið af friði og kærleik. Höfundur er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guttormur Þorsteinsson Öryggis- og varnarmál Hernaður Mest lesið Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á Þorláksmessu hvert ár er gengið fyrir friði í Reykjavík, á Akureyri og Ísafirði. Fjölmargir taka sér frí frá jólastressinu til að ganga með tendruð ljós og hlýða á friðarboðskap og fagra tóna. Þetta er falleg hefð sem undirstrikar að jólin eiga að vera hátíð ljóss og friðar. Það er því miður sjaldnast raunin ef litið er út fyrir landsteinana, nú eru það Palestína, Súdan og Úkraína sem helst loga. En í ár er Ísland heldur ekki svo fjarri heimsins vígaslóð. Bandarískir hermenn hafa komið sér aftur fyrir á Miðnesheiði þar sem standa yfir miklar framkvæmdir. Þær miða ekki að því að efla varnir Íslands, enda gera sprengjuþotur og kjarnorkukafbátar lítið gagn gegn þeim ógnum sem raunverulega steðja að landinu, heldur að vígvæðingu norðurslóða. Mörgum brá við þessar fréttir í byrjun mánaðar en friðarsinnar hafa lengi varað við því að Ísland væri aftur að dragast inn í átök kjarnorkuveldanna. Í ár var líka ljóstrað upp um það að Ísland hefði í fyrsta sinn tekið það skref að vopna her sem stendur í stríðsátökum. Síðasta ríkisstjórn setti hátt í milljarð króna í sjóði sem kaupa vopn handa Úkraínuher og þáverandi utanríkisráðherra Bjarni Benediktsson setti 300 milljónir aukalega í kaup á skotfærum ásamt Tékklandi. Í nýsamþykktum fjárlögum er stefnt að svipuðum upphæðum til kaupa á drápstólum fyrir stríðshrjáð land sem þarf vissulega hjálp, en síst af öllu meiri dauða og limlestingar. Skoðanakannanir staðfesta að meirihluti Íslendinga er andvígur vopnakaupum íslenska ríkisins. Vonandi hlustar ný ríkisstjórn á þessa kröfu og kröfu friðarsinna í dag um að Ísland sem herlaust land eigi ekki að styðja við hernað. Það er heldur ekki of seint að snúa af braut vígbúnaðar á norðurslóðum. Slík hervæðing getur kallað yfir okkur mun verri hörmungar en nokkrar sem við gætum varist með vopnavaldi. Það væri sannarlega í anda jólanna ef Ísland gæti orðið málsvari friðar og afvopnunar á alþjóðavettvangi. Það er yfrið nóg til af vopnum og herstöðvum í heiminum en allt of lítið af friði og kærleik. Höfundur er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga.
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun