Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar 20. desember 2024 13:00 Nú fara hinir heilögu jóladagar að skella á. Stressið fer vonandi að minnka á flestum heimilum. Búið er að stilla upp vel skreyttum jólagjöfum undir jólatréð og fjölskyldur gefa sér tíma i að njóta samverunnar við tindrandi jólaljós, huggulega jólatónlist og lokkandi ilm úr eldhúsinu. Eða er það alltaf raunin? Jóladagarnir skella á, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Desember kemur, alveg eins og aðrir mánuðir, við höfum ekkert um það að segja. Allt planið, allir dagarnir, jólapeysudagur, sparinesti, jólaball, kirkjuheimsóknir, jólaleikritin, kósýdagur, jólavinaleikir, jólahlaðborð, jólaglöggið, jólatónleikarnir og allt hitt. Svo kemur að hinum heilögu jóladögum og við erum búin á líkama og sál. Börn og fullorðnir. Ár eftir ár. Næstu jól verðum við á Tene! Það er þekkt fyrirbæri að Janúar sé leiðinlegasti mánuður ársins. Langur, leiðinlegur, dimmur og bara alls ekkert í gangi. Síðan kemur febrúar, ekki er hann skárri, þó hann sé styttri. Ekkert að frétta. Mars fylgir i kjölfarið og hann getur verið bæði ágætur eða langur og leiðinlegur. Fer eftir því hvar páskarnir lenda.Þegar betur er að gáð höfum við þarna rúma/tæpa þrjá mánuði þar sem er orðið samfélagslega samþykkt að hata. Kannski ósjálfráð leið til þess að hægja á eftir jólahátíðina? En ef við breytum þessu og minnkum álagið i desember í leiðinni? Minnka álag og lengja gleði? Er það ekki eitthvað? Skellum í kósýdag með sparinesti aðra vikuna í janúar þegar jólaljósin fara að dofna og það er búið að hirða upp jólatrén. Tökum þriðju vikuna í janúar og hendum í leynivinaleik í vinnunni, endum svo á góðum happy eftir vinnu á föstudeginum. Höfum ljótupeysu keppni í febrúar og bjóðum í matarboð. Gerum vetrarleikrit um snjókallinn sem bráðnaði, eða um hvað janúar var langur. Við getum nefnilega fundið jólaandann og upplifað jólagleðina sem anda og gleði ótengt mánuði. Það þarf bara aðeins að endurskoða. Með þessu er ekki verið að segja að sleppa öllu í desember og bara liggja upp i sófa og bíða eftir að jólaandinn komi sjálfkrafa yfir. Heldur að dreifa álaginu og þannig halda i gleðina lengur. Auðvitað gerum við allskonar jólalegt í desember, en pössum álagið á okkur, börnin okkar og annað samferða fólk, Hlustum á hjartað, sálina og líkamann okkar og segjum stopp þegar við finnum að við þurfum þess. Hinir heilögu jóladagar skella á, sama hvað. Ef við dreifum álaginu getum við kannski notið þeirra betur og farið bara hress og kát inn í nýtt ár. Munum að það er i lagi að hægja á. Það gerir það samt engin fyrir okkur, við verðum að gera það sjálf.Jólin eru kertaljós og knús! Tökum utan um hvort annað, njótum líðandi stundar eins og við getum og munum að það er bara allt í lagi að líða allskonar og það koma fleiri mánuðir eftir desember! Höfundur er áhugakona um rólegheit og janúaraðdáandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jól Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Nú fara hinir heilögu jóladagar að skella á. Stressið fer vonandi að minnka á flestum heimilum. Búið er að stilla upp vel skreyttum jólagjöfum undir jólatréð og fjölskyldur gefa sér tíma i að njóta samverunnar við tindrandi jólaljós, huggulega jólatónlist og lokkandi ilm úr eldhúsinu. Eða er það alltaf raunin? Jóladagarnir skella á, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Desember kemur, alveg eins og aðrir mánuðir, við höfum ekkert um það að segja. Allt planið, allir dagarnir, jólapeysudagur, sparinesti, jólaball, kirkjuheimsóknir, jólaleikritin, kósýdagur, jólavinaleikir, jólahlaðborð, jólaglöggið, jólatónleikarnir og allt hitt. Svo kemur að hinum heilögu jóladögum og við erum búin á líkama og sál. Börn og fullorðnir. Ár eftir ár. Næstu jól verðum við á Tene! Það er þekkt fyrirbæri að Janúar sé leiðinlegasti mánuður ársins. Langur, leiðinlegur, dimmur og bara alls ekkert í gangi. Síðan kemur febrúar, ekki er hann skárri, þó hann sé styttri. Ekkert að frétta. Mars fylgir i kjölfarið og hann getur verið bæði ágætur eða langur og leiðinlegur. Fer eftir því hvar páskarnir lenda.Þegar betur er að gáð höfum við þarna rúma/tæpa þrjá mánuði þar sem er orðið samfélagslega samþykkt að hata. Kannski ósjálfráð leið til þess að hægja á eftir jólahátíðina? En ef við breytum þessu og minnkum álagið i desember í leiðinni? Minnka álag og lengja gleði? Er það ekki eitthvað? Skellum í kósýdag með sparinesti aðra vikuna í janúar þegar jólaljósin fara að dofna og það er búið að hirða upp jólatrén. Tökum þriðju vikuna í janúar og hendum í leynivinaleik í vinnunni, endum svo á góðum happy eftir vinnu á föstudeginum. Höfum ljótupeysu keppni í febrúar og bjóðum í matarboð. Gerum vetrarleikrit um snjókallinn sem bráðnaði, eða um hvað janúar var langur. Við getum nefnilega fundið jólaandann og upplifað jólagleðina sem anda og gleði ótengt mánuði. Það þarf bara aðeins að endurskoða. Með þessu er ekki verið að segja að sleppa öllu í desember og bara liggja upp i sófa og bíða eftir að jólaandinn komi sjálfkrafa yfir. Heldur að dreifa álaginu og þannig halda i gleðina lengur. Auðvitað gerum við allskonar jólalegt í desember, en pössum álagið á okkur, börnin okkar og annað samferða fólk, Hlustum á hjartað, sálina og líkamann okkar og segjum stopp þegar við finnum að við þurfum þess. Hinir heilögu jóladagar skella á, sama hvað. Ef við dreifum álaginu getum við kannski notið þeirra betur og farið bara hress og kát inn í nýtt ár. Munum að það er i lagi að hægja á. Það gerir það samt engin fyrir okkur, við verðum að gera það sjálf.Jólin eru kertaljós og knús! Tökum utan um hvort annað, njótum líðandi stundar eins og við getum og munum að það er bara allt í lagi að líða allskonar og það koma fleiri mánuðir eftir desember! Höfundur er áhugakona um rólegheit og janúaraðdáandi.
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar