Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 18. desember 2024 17:44 Stjórnendur fóru með deiluna við skattinn fyrir héraðsdóm. Efri röð f.v.: Sigurður Hannesson, Magnús Ingi Einarsson, Sigurður Atli Jónasson, Neðri röð f.v. Bjarni Eyvinds Þrastarson, Magnús Bjarnason og Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason. kvika Ríkið hafði betur gegn sex lykilstjórnendum Kviku banka fyrir héraðsdómi í dag, í deilu sem snerist um skattlagningu hagnaðar af áskriftarréttindum sem nam á bilinu 30 til 95 milljónum króna. Umræddir stjórnendur voru háttsettir innan bankans, en hafa allir, utan eins, horfið til annarra starfa á síðustu árum. Umræddir stjórnendur eru eftirfarandi: Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, þá framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs og nú forstjóri Skeljar, Sigurður Hannesson stjórnarformaður Kviku og framkvæmdastjóri SI, Magnús Bjarnason þá framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar, nú eigandi MAR ráðgjafar, Magnús Ingi Einarsson þá framkvæmdastjóra bankasviðs, nú fjármálstjóri Skeljar, Sigurður Atli Jónsson, þá fyrrverandi bankastjóri Kviku, nú forstjóri Arctic Green Energy, Bjarni Eyvinds Þrastarson, enn framkvæmdastjóri fjárfestingabanka Kviku. Hagnaður flestra af sölu réttindanna nam um 70 milljónum króna. Um var að ræða áskriftarréttindi á árunum 2014 til 2018. Réttindin voru leyst út í gegnum einkahlutafélög stjórnenda árið 2016 með söluhagnaði upp á tæpar 30 milljónir króna og árið 2017 með hagnaði upp á tæpar 40 milljórnir króna. Hagnaður Sigurðar Atla bankastjóra, sem leysti áskriftarréttindi tvívegis til sín árið 2018 nam hins vegar samtals tæpum 95 milljónum króna. Svona var dæmigerður hagnaður af áskriftarréttindunum reiknaður. Myndin er tekin úr einum héraðsdómanna. Þá var bankinn sjálfur krafinn um rúmlega 80 milljónir í leiðréttan fjársýsluskatt og tryggingagjald vegna tekjuáranna 2017, 2018 og 2019, þar sem réttilega hefði átt að telja sölu réttindanna til launagreiðslna. Skyldu horfa „til langtímahagsmuna“ Ágreiningur málsins snerist um hvort að ávinningur af áskriftarréttindunum skyldi teljast til tekna stjórnenda, og þar með skattlagðar eftir reglum um tekjuskatt, nokkuð sem þeir vildu ekki una. Ríkisskattstjóri spurðist fyrir um áskriftarréttindin fyrst í mars 2019 og eftir samskipti við endurskoðendur bankans var ákveðið í júní 2021 að endurákvarða opinber gjöld stjórnendanna, þannig að stofn þeirra til tekjuskatts hækkaði í flestum tilfellum um 70 milljónir króna gjaldárin 2017 og 2018 með þeim afleiðingum að þeim bar að greiða 32 milljónir króna til viðbótar í skatt. Sigurður Atli 42 milljónir króna. Stjórnendur fóru með málið fyrir Yfirskattanefnd sem staðfesti ákvörðun ríkisskattstjóra. Fyrir héraðsdómi byggðu þeir meðal annars á því að túlkun Skattsins á reglum sem gilda um kauprétti væri röng. Í reglunni væri gert að skilyrði að vinnuframlag kæmi fyrir réttindin, sem ætti ekki við í þessu máli. Stjórnendur hefðu margir hætt á næstu árum, en í svörum endurskoðanda Kviku kom fram að markmiðið með réttindunum væri að samþætta hagsmuni stjórnenda og þannig að stjórnendur „myndu horfa til langtímahagsmuna“. Auk þess byggðu þeir á því að ákvörðunin væri ekki í samræmi við skýrslu nefndar frá árinu 2000 um skattlagningu valrétta utan atvinnurekstrar. Þeir hefðu borið áhættu á fjárfestingunni sem hefði getað farið á hvorn veginn sem er, sem ekki ætti við um hefðbundna kauprétti. Því ætti reglan ekki við í þessu tilfelli. Stóðu eingöngu lykilmönnum til boða Í dómi héraðsdóms er vísað til þess að reglurnar um tekjur og kauprétti séu víðtækar og taki til nýbreytni í starfstengdum greiðslum, svo sem þeim sem deilt væri um í málinu. Við ákvörðun um hvort tekjuskattsregla ætti við þyrfti að meta heildstætt hvort áhrif starfssambands stjórnenda og Kviku leiddu til þess að þeir öðluðust þessi réttindi. Áframhaldandi störf hjá bankanum væri „viðbótarröksemd“ við það að réttindi féllu undir reglur um kauprétti, en ekki skilyrði. Umrædd áskriftarréttindi hafi eingöngu staðið örfáum einstaklingum úr hópi stjórnenda til boða vegna þess að þeir hafi verið starfsmenn Kviku banka hf. Það að greitt hafi verið endurgjald fyrir þau réttindi breyti ekki þeirri niðurstöðu að um var að ræða tekjur samkvæmt valrétti. Þá var málstástæðum sem sneru að samanburði við danskan rétt og vanhæfi starfsmanna Skattsins hafnað sem haldlausum og ósönnuðum. Að þessu virtu var kröfum stjórnendanna hafnað og endurálagning Skattsins stendur. Dómur héraðsdóms. Skattar og tollar Dómsmál Kvika banki Fjármálafyrirtæki Kjaramál Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Umræddir stjórnendur voru háttsettir innan bankans, en hafa allir, utan eins, horfið til annarra starfa á síðustu árum. Umræddir stjórnendur eru eftirfarandi: Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, þá framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs og nú forstjóri Skeljar, Sigurður Hannesson stjórnarformaður Kviku og framkvæmdastjóri SI, Magnús Bjarnason þá framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar, nú eigandi MAR ráðgjafar, Magnús Ingi Einarsson þá framkvæmdastjóra bankasviðs, nú fjármálstjóri Skeljar, Sigurður Atli Jónsson, þá fyrrverandi bankastjóri Kviku, nú forstjóri Arctic Green Energy, Bjarni Eyvinds Þrastarson, enn framkvæmdastjóri fjárfestingabanka Kviku. Hagnaður flestra af sölu réttindanna nam um 70 milljónum króna. Um var að ræða áskriftarréttindi á árunum 2014 til 2018. Réttindin voru leyst út í gegnum einkahlutafélög stjórnenda árið 2016 með söluhagnaði upp á tæpar 30 milljónir króna og árið 2017 með hagnaði upp á tæpar 40 milljórnir króna. Hagnaður Sigurðar Atla bankastjóra, sem leysti áskriftarréttindi tvívegis til sín árið 2018 nam hins vegar samtals tæpum 95 milljónum króna. Svona var dæmigerður hagnaður af áskriftarréttindunum reiknaður. Myndin er tekin úr einum héraðsdómanna. Þá var bankinn sjálfur krafinn um rúmlega 80 milljónir í leiðréttan fjársýsluskatt og tryggingagjald vegna tekjuáranna 2017, 2018 og 2019, þar sem réttilega hefði átt að telja sölu réttindanna til launagreiðslna. Skyldu horfa „til langtímahagsmuna“ Ágreiningur málsins snerist um hvort að ávinningur af áskriftarréttindunum skyldi teljast til tekna stjórnenda, og þar með skattlagðar eftir reglum um tekjuskatt, nokkuð sem þeir vildu ekki una. Ríkisskattstjóri spurðist fyrir um áskriftarréttindin fyrst í mars 2019 og eftir samskipti við endurskoðendur bankans var ákveðið í júní 2021 að endurákvarða opinber gjöld stjórnendanna, þannig að stofn þeirra til tekjuskatts hækkaði í flestum tilfellum um 70 milljónir króna gjaldárin 2017 og 2018 með þeim afleiðingum að þeim bar að greiða 32 milljónir króna til viðbótar í skatt. Sigurður Atli 42 milljónir króna. Stjórnendur fóru með málið fyrir Yfirskattanefnd sem staðfesti ákvörðun ríkisskattstjóra. Fyrir héraðsdómi byggðu þeir meðal annars á því að túlkun Skattsins á reglum sem gilda um kauprétti væri röng. Í reglunni væri gert að skilyrði að vinnuframlag kæmi fyrir réttindin, sem ætti ekki við í þessu máli. Stjórnendur hefðu margir hætt á næstu árum, en í svörum endurskoðanda Kviku kom fram að markmiðið með réttindunum væri að samþætta hagsmuni stjórnenda og þannig að stjórnendur „myndu horfa til langtímahagsmuna“. Auk þess byggðu þeir á því að ákvörðunin væri ekki í samræmi við skýrslu nefndar frá árinu 2000 um skattlagningu valrétta utan atvinnurekstrar. Þeir hefðu borið áhættu á fjárfestingunni sem hefði getað farið á hvorn veginn sem er, sem ekki ætti við um hefðbundna kauprétti. Því ætti reglan ekki við í þessu tilfelli. Stóðu eingöngu lykilmönnum til boða Í dómi héraðsdóms er vísað til þess að reglurnar um tekjur og kauprétti séu víðtækar og taki til nýbreytni í starfstengdum greiðslum, svo sem þeim sem deilt væri um í málinu. Við ákvörðun um hvort tekjuskattsregla ætti við þyrfti að meta heildstætt hvort áhrif starfssambands stjórnenda og Kviku leiddu til þess að þeir öðluðust þessi réttindi. Áframhaldandi störf hjá bankanum væri „viðbótarröksemd“ við það að réttindi féllu undir reglur um kauprétti, en ekki skilyrði. Umrædd áskriftarréttindi hafi eingöngu staðið örfáum einstaklingum úr hópi stjórnenda til boða vegna þess að þeir hafi verið starfsmenn Kviku banka hf. Það að greitt hafi verið endurgjald fyrir þau réttindi breyti ekki þeirri niðurstöðu að um var að ræða tekjur samkvæmt valrétti. Þá var málstástæðum sem sneru að samanburði við danskan rétt og vanhæfi starfsmanna Skattsins hafnað sem haldlausum og ósönnuðum. Að þessu virtu var kröfum stjórnendanna hafnað og endurálagning Skattsins stendur. Dómur héraðsdóms.
Skattar og tollar Dómsmál Kvika banki Fjármálafyrirtæki Kjaramál Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira