Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. október 2025 12:26 Íslandsbanki bregst nú við. Íslandsbanki hefur bæst í hóp lánveitenda sem ákveðið hafa að gera hlé á veitingu verðtryggðra lána með breytilegum vöxtum til einstaklinga vegna lánamálsins svokallaða. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Fjármálaráðherra segir að skoðað sé hvernig búa megi til eðlileg viðmið fyrir verðtryggð lán. Dósent í viðskiptafræði segir óvissuna nú vonda en nauðsynlega. Greint var frá því á Vísi í gær að Arion banki, Landsbankinn auk þriggja lífeyrissjóða hafi ákveðið að takmarka afgreiðslu nýrra íbúðalána í kjölfar dóms Hæstaréttar frá því í síðustu viku. Þar var fallist á kröfur neytenda að hluta í Vaxtamálinu svokallaða gegn Íslandsbanka og voru skilmálar í lánasamningi Íslandsbanka um breytilega vexti dæmdir ólögmætir. Sagði fasteignasali í Bítinu á Bylgjunni í morgun að þetta væri þegar farið að hafa áhrif á fasteignamarkaðinn. Vinna í ráðuneytinu Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir niðurstöðu hæstaréttar skynsamlega. „Það sem hæstiréttur bendir á er að þegar gerðir eru neytendasamningar er eðlilegt og í samræmi við lög að þeir sé gegnsæir svo neytendur geti áttað sig á kostnaðinum. Afleiðingarnar eru þær að það skapast ákveðin óvissa og við höfum séð afleiðingar þess núna að bankarnir halda að sér höndum.“ Hvað varðar óverðtryggð lán séu viðmiðin stýrivextir Seðlabankans. „En það kemur upp ákveðið vandamál varðandi verðtryggða vexti og það er vinna í gangi að kanna mðe hvaða hætti við gætum búið til eðlilegt viðmið fyrir slík lán.“ Óvissan vond en nauðsynleg Már Wolfgang Mixa dósent í viðskiptafræði segir óvissuna nú vonda en nauðsynlegt sé að finna út úr málinu svo tryggja megi lánaumhverfi framtíðar. Honum hugnist ekki hugmyndir um að miða breytilega vexti verðtryggðra lána við stýrivexti Seðlabankans. Að mínu mati er það algjörlega galið. Stýrivextir Seðlabankans flökta miklu meira heldur en langtímavextir og ég sé ekki af hverju íslensk heimili eigi að búa við meiri óvissu vegna flökts á vaxtastigi heldur en íslenska ríkið. Már segist telja að miða ætti við löng ríkistryggð bréf, bæði verðtryggð og óverðtryggð. „Stýrivextir fóru upp úr 0,75 prósentum upp í 9,75 prósent. Á sama tíma hækkaði ávöxtunarkrafa langra íslenskra skuldabréfa um um það bil helminginn af þeirri prósentu. Ef það væri miðað við stýrivexti væri enn meiri óvissa fyrir íslensk heimili heldur en ef það væri einfaldlega miðað við sambærilegt flökt hjá íslenska ríkinu.“ Íslandsbanki Vaxtamálið Fjármálafyrirtæki Lánamál Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira
Greint var frá því á Vísi í gær að Arion banki, Landsbankinn auk þriggja lífeyrissjóða hafi ákveðið að takmarka afgreiðslu nýrra íbúðalána í kjölfar dóms Hæstaréttar frá því í síðustu viku. Þar var fallist á kröfur neytenda að hluta í Vaxtamálinu svokallaða gegn Íslandsbanka og voru skilmálar í lánasamningi Íslandsbanka um breytilega vexti dæmdir ólögmætir. Sagði fasteignasali í Bítinu á Bylgjunni í morgun að þetta væri þegar farið að hafa áhrif á fasteignamarkaðinn. Vinna í ráðuneytinu Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir niðurstöðu hæstaréttar skynsamlega. „Það sem hæstiréttur bendir á er að þegar gerðir eru neytendasamningar er eðlilegt og í samræmi við lög að þeir sé gegnsæir svo neytendur geti áttað sig á kostnaðinum. Afleiðingarnar eru þær að það skapast ákveðin óvissa og við höfum séð afleiðingar þess núna að bankarnir halda að sér höndum.“ Hvað varðar óverðtryggð lán séu viðmiðin stýrivextir Seðlabankans. „En það kemur upp ákveðið vandamál varðandi verðtryggða vexti og það er vinna í gangi að kanna mðe hvaða hætti við gætum búið til eðlilegt viðmið fyrir slík lán.“ Óvissan vond en nauðsynleg Már Wolfgang Mixa dósent í viðskiptafræði segir óvissuna nú vonda en nauðsynlegt sé að finna út úr málinu svo tryggja megi lánaumhverfi framtíðar. Honum hugnist ekki hugmyndir um að miða breytilega vexti verðtryggðra lána við stýrivexti Seðlabankans. Að mínu mati er það algjörlega galið. Stýrivextir Seðlabankans flökta miklu meira heldur en langtímavextir og ég sé ekki af hverju íslensk heimili eigi að búa við meiri óvissu vegna flökts á vaxtastigi heldur en íslenska ríkið. Már segist telja að miða ætti við löng ríkistryggð bréf, bæði verðtryggð og óverðtryggð. „Stýrivextir fóru upp úr 0,75 prósentum upp í 9,75 prósent. Á sama tíma hækkaði ávöxtunarkrafa langra íslenskra skuldabréfa um um það bil helminginn af þeirri prósentu. Ef það væri miðað við stýrivexti væri enn meiri óvissa fyrir íslensk heimili heldur en ef það væri einfaldlega miðað við sambærilegt flökt hjá íslenska ríkinu.“
Íslandsbanki Vaxtamálið Fjármálafyrirtæki Lánamál Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira