Hallalaus fjölmiðlaumfjöllun Högni Elfar Gylfason skrifar 15. desember 2024 10:32 Í kjölfar alþingiskosninga bíður þjóðin með öndina í hálsinum eftir niðurstöðum varðandi stjórnun landsins næstu fjögur árin. Sem stendur er oddvitar Flokks fólksins, Samfylkingar og Viðreisnar að vinna að því að koma saman starfhæfri ríkisstjórn, en við þann ráðahag hafa margir athugasemdir þó það sé ekki umfjöllunarefni þessa pistils. Fjölmiðlar hafa verið á fullu að koma fréttum og allrahanda vangaveltum um stjórnmálin á framfæri við almenning, en gott er að vita að skattfé það sem sett er í rekstur þeirra sé að einhverju leyti nýtt í áhugaverðar vangaveltur um framtíðarskipan í ríkisstjórn m.m. Kosningakerfið Eitt er það sem sumum fjölmiðlamönnum virðist hugleikið að undanförnu, en það er kosningakerfi það sem unnið er eftir hér á landi og túlkun þeirra sjálfra á niðurstöðunum studdar persónulegum skoðunum útvalinna “sérfæðinga”. Sérstaklega er vægi atkvæða í kosningum þeim hugleikið og flest gert til að koma að þeirri skoðun að það sé ósanngjarnt á allan máta. Þekktur stjórnmálafræðiprófessor sem líka er oft kallaður til sem “álitsgjafi” í ýmsum málum hefur í þessari baráttu verið dreginn fram til að lýsa sínum skoðunum á því sem þeir nefna misvægi atkvæða eftir búsetu. Það er sjálfsagt og eðlilegt að prófessorinn hafi skoðanir og tjái þær, en að það sé gert undir yfirskyni einhverskonar sérfræðiþekkingar er í besta falli kjánalegt. Þá blasir við að matreiðsla fjölmiðlamanna í þessu máli er hreint ekki til fyrirmyndar. Til að umræðan fái sitt jafnvægi þarf að kalla fram öll viðhorf því annars verður á henni lýðræðishalli, þú býrð nefnilega ekki til rjómasósu án rjóma. Jöfnun atkvæða Allt tal um að “fólk úti á landi” fái ósanngjarna forgjöf með atkvæði sínu í kosningum er einskis virði án þess að ræða málin í víðara samhengi. Til dæmis er hægt að reikna með að fólki sem býr ekki á höfuðborgarsvæðinu þyki ójafnt gefið er kemur að veitingu grunnþjónustu samfélagsins til borgaranna sem skattpeningar allra landsmanna fara í. Mörg undanfarin ár hefur margskonar þjónusta á vegum ríkisins verið flutt til höfuðborgarsvæðisins og með henni störf í svo miklum mæli að verulega hallar á landsbyggðina og það þó hlutfallslega sé reiknað. Heilbrigðisþjónusta er mun dýrari fyrir íbúa landsbyggðarinnar, samgöngukerfi landsbyggðarinnar er í miklu verra standi en á höfuðborgarsvæðinu, fjarskiptamál eru langt í frá sambærileg úti á landi miðað við í Reykjavík og svo mætti lengi telja. Eins og flestir gera sér grein fyrir verður seint um fulla jöfnun að ræða í þjónustu ríkisins við landsmenn, en þegar og ef íbúar utan suðvesturhornsins sæju að ríkisvaldið væri að gera raunverulegar og trúverðugar tilraunir til að jafna þjónustustig og kostnað burtséð frá búsetu yrðu þeir eflaust hlynntir meiri “jöfnun atkvæða”. Fækkun þingmanna í risatóru kjördæmi Ef fólk veltir fyrir sér hvað “jöfnun atkvæða” hefur í för með sér án þess að neinar mótvægisaðgerðir fylgi gæti ýmislegt komið í ljós. Í nýafstöðnum kosningum til Alþingis var fækkað um einn þingmann í Norðvesturkjördæmi og eru þeir nú aðeins sjö í stað átta áður. Kjördæmið nær frá Akranesi yfir í Skagafjörð ásamt öllu landi þar á milli og eru vestfirðir auðvitað þar meðtaldir. Það er krefjandi fyrir kjörna fulltrúa að sinna þörfum íbúa á svo stóru landssvæði og í raun mikið áhlaupsverk að fara um kjördæmið, hitta fólk, halda fundi og hlusta á skoðanir fólksins á því hvar skóinn kreppi. Ef enn ætti að fækka þingmönnum á þessu stóra svæði yrði vart hægt að tala um að sá hluti íslendinga sem þar býr hafi talsmenn á löggjafasamkomu landsins. Það virðist líka stundum gleymast að hagsmunagæslan snýr ekki eingöngu að einstaklingunum eða hversu margir eru á hverju svæði, heldur ekki síður að innviðum landsins alls, innviðum sem allir landsmenn og allir ferðamenn sem heimsækja landið hafa aðgang að. Þessir innviðir hafa einmitt orðið bitbein stjórnmálanna þar sem verulega hefur hallað á landsbyggðakjördæmin mörg undanfarin ár. Þar má leiða líkum að því að mikill fjöldi þingmanna af höfuðborgarsvæðinu sem gefur þeim ráðandi stöðu hafi valdið því mikla innviðasvelti á landsbyggðinni sem blasir við öllum sem sjá vilja. Í því ljósi yrði “jöfnun atkvæða” að fylgja yfirfærsla á ábyrgð þingmanna á einhvern hátt, yfirfærsla ábyrgðar á grunnkerfum og innviðum landsins alls sama hvar þeir búa eða bjóða sig fram. Það hljóta flestir að sjá að ekki gengur að gera allt þar sem flestir búa og ekkert þar sem restin býr. Slíkt meirihlutaræði getur tæpast flokkast sem raunverulegt lýðræði. Hlutlaus fjölmiðlaumfjöllun Að lokum er það einlæg ósk mín að fjölmiðlamenn reyni í meira mæli að sjá og segja frá öllum hliðum mála þegar viðfangsefni og viðmælendur eru valdir til að fjalla um landsins gagn og nauðsynjar. Þannig mun umræðan verða hallalaus og sanngjarnari landsmönnum öllum til heilla. Áfram Ísland allt. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Miðflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Í kjölfar alþingiskosninga bíður þjóðin með öndina í hálsinum eftir niðurstöðum varðandi stjórnun landsins næstu fjögur árin. Sem stendur er oddvitar Flokks fólksins, Samfylkingar og Viðreisnar að vinna að því að koma saman starfhæfri ríkisstjórn, en við þann ráðahag hafa margir athugasemdir þó það sé ekki umfjöllunarefni þessa pistils. Fjölmiðlar hafa verið á fullu að koma fréttum og allrahanda vangaveltum um stjórnmálin á framfæri við almenning, en gott er að vita að skattfé það sem sett er í rekstur þeirra sé að einhverju leyti nýtt í áhugaverðar vangaveltur um framtíðarskipan í ríkisstjórn m.m. Kosningakerfið Eitt er það sem sumum fjölmiðlamönnum virðist hugleikið að undanförnu, en það er kosningakerfi það sem unnið er eftir hér á landi og túlkun þeirra sjálfra á niðurstöðunum studdar persónulegum skoðunum útvalinna “sérfæðinga”. Sérstaklega er vægi atkvæða í kosningum þeim hugleikið og flest gert til að koma að þeirri skoðun að það sé ósanngjarnt á allan máta. Þekktur stjórnmálafræðiprófessor sem líka er oft kallaður til sem “álitsgjafi” í ýmsum málum hefur í þessari baráttu verið dreginn fram til að lýsa sínum skoðunum á því sem þeir nefna misvægi atkvæða eftir búsetu. Það er sjálfsagt og eðlilegt að prófessorinn hafi skoðanir og tjái þær, en að það sé gert undir yfirskyni einhverskonar sérfræðiþekkingar er í besta falli kjánalegt. Þá blasir við að matreiðsla fjölmiðlamanna í þessu máli er hreint ekki til fyrirmyndar. Til að umræðan fái sitt jafnvægi þarf að kalla fram öll viðhorf því annars verður á henni lýðræðishalli, þú býrð nefnilega ekki til rjómasósu án rjóma. Jöfnun atkvæða Allt tal um að “fólk úti á landi” fái ósanngjarna forgjöf með atkvæði sínu í kosningum er einskis virði án þess að ræða málin í víðara samhengi. Til dæmis er hægt að reikna með að fólki sem býr ekki á höfuðborgarsvæðinu þyki ójafnt gefið er kemur að veitingu grunnþjónustu samfélagsins til borgaranna sem skattpeningar allra landsmanna fara í. Mörg undanfarin ár hefur margskonar þjónusta á vegum ríkisins verið flutt til höfuðborgarsvæðisins og með henni störf í svo miklum mæli að verulega hallar á landsbyggðina og það þó hlutfallslega sé reiknað. Heilbrigðisþjónusta er mun dýrari fyrir íbúa landsbyggðarinnar, samgöngukerfi landsbyggðarinnar er í miklu verra standi en á höfuðborgarsvæðinu, fjarskiptamál eru langt í frá sambærileg úti á landi miðað við í Reykjavík og svo mætti lengi telja. Eins og flestir gera sér grein fyrir verður seint um fulla jöfnun að ræða í þjónustu ríkisins við landsmenn, en þegar og ef íbúar utan suðvesturhornsins sæju að ríkisvaldið væri að gera raunverulegar og trúverðugar tilraunir til að jafna þjónustustig og kostnað burtséð frá búsetu yrðu þeir eflaust hlynntir meiri “jöfnun atkvæða”. Fækkun þingmanna í risatóru kjördæmi Ef fólk veltir fyrir sér hvað “jöfnun atkvæða” hefur í för með sér án þess að neinar mótvægisaðgerðir fylgi gæti ýmislegt komið í ljós. Í nýafstöðnum kosningum til Alþingis var fækkað um einn þingmann í Norðvesturkjördæmi og eru þeir nú aðeins sjö í stað átta áður. Kjördæmið nær frá Akranesi yfir í Skagafjörð ásamt öllu landi þar á milli og eru vestfirðir auðvitað þar meðtaldir. Það er krefjandi fyrir kjörna fulltrúa að sinna þörfum íbúa á svo stóru landssvæði og í raun mikið áhlaupsverk að fara um kjördæmið, hitta fólk, halda fundi og hlusta á skoðanir fólksins á því hvar skóinn kreppi. Ef enn ætti að fækka þingmönnum á þessu stóra svæði yrði vart hægt að tala um að sá hluti íslendinga sem þar býr hafi talsmenn á löggjafasamkomu landsins. Það virðist líka stundum gleymast að hagsmunagæslan snýr ekki eingöngu að einstaklingunum eða hversu margir eru á hverju svæði, heldur ekki síður að innviðum landsins alls, innviðum sem allir landsmenn og allir ferðamenn sem heimsækja landið hafa aðgang að. Þessir innviðir hafa einmitt orðið bitbein stjórnmálanna þar sem verulega hefur hallað á landsbyggðakjördæmin mörg undanfarin ár. Þar má leiða líkum að því að mikill fjöldi þingmanna af höfuðborgarsvæðinu sem gefur þeim ráðandi stöðu hafi valdið því mikla innviðasvelti á landsbyggðinni sem blasir við öllum sem sjá vilja. Í því ljósi yrði “jöfnun atkvæða” að fylgja yfirfærsla á ábyrgð þingmanna á einhvern hátt, yfirfærsla ábyrgðar á grunnkerfum og innviðum landsins alls sama hvar þeir búa eða bjóða sig fram. Það hljóta flestir að sjá að ekki gengur að gera allt þar sem flestir búa og ekkert þar sem restin býr. Slíkt meirihlutaræði getur tæpast flokkast sem raunverulegt lýðræði. Hlutlaus fjölmiðlaumfjöllun Að lokum er það einlæg ósk mín að fjölmiðlamenn reyni í meira mæli að sjá og segja frá öllum hliðum mála þegar viðfangsefni og viðmælendur eru valdir til að fjalla um landsins gagn og nauðsynjar. Þannig mun umræðan verða hallalaus og sanngjarnari landsmönnum öllum til heilla. Áfram Ísland allt. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun