Kórtónleikar í desember Ásdís Björg Gestsdóttir skrifar 13. desember 2024 16:00 Það er desember. Úr útvarpinu hljóma jólalög sem létta svo sannarlega lundina í umferðinni á leiðinni heim. Reyndar eru rauðu bremsuljósin alveg svolítið jólaleg ef litið er á þau með Pollíönnuaugunum. Eða eins og Oddur vinur minn orðaði það einhvern tímann: Nú ljóma afturljósin skær. Fæstir gætu hugsað sér jól án jólatónlistarinnar. Hátíð ljóss og friðar hefur verið innblástur fyrir öll helstu tónskáld heimsins frá upphafi alda og í öllum tónlistarstefnum. Þúsundir Íslendinga sækja jólatónleika í desember, og álíka fjöldi kemur fram á slíkum. Fyrir kórsöngvara er þetta nefnilega uppskerumánuður. Mánuðurinn þar sem æfingar síðustu mánaða bera árangur og við fáum að deila því sem tónlistin gefur okkur; gleðinni, þakklætinu og hjartahlýjunni. Kórastarfið á Íslandi er blómlegt. Hér starfa hundruð kóra og hátt í 150.000 landsmanna hafa sungið í þessum kórum. Það er því greinilegt að kórtónlist á sér stóran sess í hjörtum okkar allra. Um helgina er uppskeruhátíð í Langholtskirkju. Í 46. sinn höldum við Jólasöngva Langholtskirkju, þar sem hátt í 100 kórsöngvarar, úr þremur kórum og á öllum aldri koma saman ásamt hljómsveit og áður nefndum Oddi sem syngur einsöng, og flytja bæði gamla og hefðbundna, en líka nýja og spennandi jólatónlist, allt frá fornkirkjulegum sálmum til Baggalúts! Nú er tíminn til að skapa ógleymanlegar minningar og fylla hjartað af jólagleði. Kórar landsins bjóða ykkur velkomin til að njóta með okkur og upplifa rólegar en einstakar stundir í annríki desembermánaðar. Sjáumst á kórtónleikum! Höfundur er kennari og kórsöngvari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jól Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Það er desember. Úr útvarpinu hljóma jólalög sem létta svo sannarlega lundina í umferðinni á leiðinni heim. Reyndar eru rauðu bremsuljósin alveg svolítið jólaleg ef litið er á þau með Pollíönnuaugunum. Eða eins og Oddur vinur minn orðaði það einhvern tímann: Nú ljóma afturljósin skær. Fæstir gætu hugsað sér jól án jólatónlistarinnar. Hátíð ljóss og friðar hefur verið innblástur fyrir öll helstu tónskáld heimsins frá upphafi alda og í öllum tónlistarstefnum. Þúsundir Íslendinga sækja jólatónleika í desember, og álíka fjöldi kemur fram á slíkum. Fyrir kórsöngvara er þetta nefnilega uppskerumánuður. Mánuðurinn þar sem æfingar síðustu mánaða bera árangur og við fáum að deila því sem tónlistin gefur okkur; gleðinni, þakklætinu og hjartahlýjunni. Kórastarfið á Íslandi er blómlegt. Hér starfa hundruð kóra og hátt í 150.000 landsmanna hafa sungið í þessum kórum. Það er því greinilegt að kórtónlist á sér stóran sess í hjörtum okkar allra. Um helgina er uppskeruhátíð í Langholtskirkju. Í 46. sinn höldum við Jólasöngva Langholtskirkju, þar sem hátt í 100 kórsöngvarar, úr þremur kórum og á öllum aldri koma saman ásamt hljómsveit og áður nefndum Oddi sem syngur einsöng, og flytja bæði gamla og hefðbundna, en líka nýja og spennandi jólatónlist, allt frá fornkirkjulegum sálmum til Baggalúts! Nú er tíminn til að skapa ógleymanlegar minningar og fylla hjartað af jólagleði. Kórar landsins bjóða ykkur velkomin til að njóta með okkur og upplifa rólegar en einstakar stundir í annríki desembermánaðar. Sjáumst á kórtónleikum! Höfundur er kennari og kórsöngvari.
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar