Matvælaöryggi og matvælaöryggismenning Hanna Lóa Skúladóttir og Guðrún Adolfsdóttir skrifa 13. desember 2024 10:01 Ábyrgð þeirra fyrirtækja og stofnana sem framleiða, selja og/eða bera fram matvæli er mikil og því hvílir rík ábyrgð á stjórnendum. Í umhverfi og hráum matvælum geta verið sjúkdómsvaldandi örverur (sýklar) sem geta valdið veikindum ef meðhöndlun er ekki rétt í allri matvælakeðjunni. Í þeirri keðju eru frumframleiðendur, ræktendur matjurta, bændur, aðilar sem starfa við eldi dýra, sláturhús, matvælaframleiðendur á öllum stigum, svo og flutningsaðilar, heildsalar, smásala matvæla, stóreldhús og mötuneyti. Það þarf mikla þekkingu til að framleiða matvæli sem eru örugg til neyslu m.a. varðandi val á hráefnum, rétta meðhöndlun, hitastýringu, aðferðir til að koma í veg fyrir krossmengun og aðferðafræði þrifa. Þetta er þekking sem stjórnendur og ábyrgðarmenn matvælafyrirtækja eða -stofnana þurfa að sjá til þess að starfsfólk fái með viðeigandi fræðslu. Miklar breytingar hafa orðið í matvælaframleiðslu á síðustu 50 til 100 árum. Áður voru fleiri sem borðuðu matvæli „beint frá býli“ í orðsins fyllstu merkingu, þ.e. matvælin voru ræktuð og matreidd á býli þeirrar fjölskyldu sem síðan neytti þeirra og var þá áhættan mun minni. Matvælaferlar eru orðnir miklu lengri og flóknari og matvæli fara um mun fleiri hendur. Langir framleiðslu- og flutningaferlar auka líkur á hættum ef meðhöndlunin frá býli til borðs er ekki fullnægjandi. Matvælaöryggismenning er nýlegt hugtak í löggjöf og reglugerðum um matvælaöryggi. Gerðar eru þær kröfur til matvælafyrirtækja að þau innleiði jákvæða matvælaöryggismenningu. Í því felst að stjórnendur matvælafyrirtækja þurfa að tryggja að hegðun við matvælaframleiðslu og matargerð sé ávallt rétt og að farið sé eftir þeim reglum sem settar eru, án undantekninga. Starfsfólk sem starfar í greininni þarf að fá fullnægjandi fræðslu og þjálfun. Starfsumhverfið þarf að vera viðunandi með tilliti til aðstöðu, búnaðar og áhalda, og það þarf að vera regluleg sannprófun á að verkferlar og meðhöndlun sé í lagi, m.a. með innri úttektum og sýnatökum. Að öðrum kosti er ekki hægt að gera ráð fyrir að um ábyrga matvælaframleiðslu sé að ræða. Fæstar matarsýkingar ná eyrum almennings og við fáum yfirleitt einungis fréttir af stórum hópsýkingum. Sömu sögu má segja um langtímaáhrif matarsýkinga. En tilfellin eru mörg og misalvarleg. Við sem komum daglega að matvælaöryggi í okkar störfum með einum eða öðrum hætti, sjáum fjölmörg tækifæri þar sem hægt er að gera betur. Allt frá frekari forvörnum að aukinni eftirfylgni og meiri fræðslu. Þetta er lýðheilsumál er varðar almannahag og því mikilvægt að stjórnendur skuldbindi sig til þess að innleiða jákvæða matvælaöryggismenningu í því fyrirtæki eða þeirri stofnun sem þeir bera ábyrgð á. Höfundar eru Hanna Lóa Skúladóttir, framkvæmdastjóri Sýnis og Guðrún Adolfsdóttir ráðgjafi og matvælafræðingur hjá Sýni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matvælaframleiðsla Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Sjá meira
Ábyrgð þeirra fyrirtækja og stofnana sem framleiða, selja og/eða bera fram matvæli er mikil og því hvílir rík ábyrgð á stjórnendum. Í umhverfi og hráum matvælum geta verið sjúkdómsvaldandi örverur (sýklar) sem geta valdið veikindum ef meðhöndlun er ekki rétt í allri matvælakeðjunni. Í þeirri keðju eru frumframleiðendur, ræktendur matjurta, bændur, aðilar sem starfa við eldi dýra, sláturhús, matvælaframleiðendur á öllum stigum, svo og flutningsaðilar, heildsalar, smásala matvæla, stóreldhús og mötuneyti. Það þarf mikla þekkingu til að framleiða matvæli sem eru örugg til neyslu m.a. varðandi val á hráefnum, rétta meðhöndlun, hitastýringu, aðferðir til að koma í veg fyrir krossmengun og aðferðafræði þrifa. Þetta er þekking sem stjórnendur og ábyrgðarmenn matvælafyrirtækja eða -stofnana þurfa að sjá til þess að starfsfólk fái með viðeigandi fræðslu. Miklar breytingar hafa orðið í matvælaframleiðslu á síðustu 50 til 100 árum. Áður voru fleiri sem borðuðu matvæli „beint frá býli“ í orðsins fyllstu merkingu, þ.e. matvælin voru ræktuð og matreidd á býli þeirrar fjölskyldu sem síðan neytti þeirra og var þá áhættan mun minni. Matvælaferlar eru orðnir miklu lengri og flóknari og matvæli fara um mun fleiri hendur. Langir framleiðslu- og flutningaferlar auka líkur á hættum ef meðhöndlunin frá býli til borðs er ekki fullnægjandi. Matvælaöryggismenning er nýlegt hugtak í löggjöf og reglugerðum um matvælaöryggi. Gerðar eru þær kröfur til matvælafyrirtækja að þau innleiði jákvæða matvælaöryggismenningu. Í því felst að stjórnendur matvælafyrirtækja þurfa að tryggja að hegðun við matvælaframleiðslu og matargerð sé ávallt rétt og að farið sé eftir þeim reglum sem settar eru, án undantekninga. Starfsfólk sem starfar í greininni þarf að fá fullnægjandi fræðslu og þjálfun. Starfsumhverfið þarf að vera viðunandi með tilliti til aðstöðu, búnaðar og áhalda, og það þarf að vera regluleg sannprófun á að verkferlar og meðhöndlun sé í lagi, m.a. með innri úttektum og sýnatökum. Að öðrum kosti er ekki hægt að gera ráð fyrir að um ábyrga matvælaframleiðslu sé að ræða. Fæstar matarsýkingar ná eyrum almennings og við fáum yfirleitt einungis fréttir af stórum hópsýkingum. Sömu sögu má segja um langtímaáhrif matarsýkinga. En tilfellin eru mörg og misalvarleg. Við sem komum daglega að matvælaöryggi í okkar störfum með einum eða öðrum hætti, sjáum fjölmörg tækifæri þar sem hægt er að gera betur. Allt frá frekari forvörnum að aukinni eftirfylgni og meiri fræðslu. Þetta er lýðheilsumál er varðar almannahag og því mikilvægt að stjórnendur skuldbindi sig til þess að innleiða jákvæða matvælaöryggismenningu í því fyrirtæki eða þeirri stofnun sem þeir bera ábyrgð á. Höfundar eru Hanna Lóa Skúladóttir, framkvæmdastjóri Sýnis og Guðrún Adolfsdóttir ráðgjafi og matvælafræðingur hjá Sýni.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun