Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson, Margrét Helga Ögmundsdóttir og Erna Magnúsdóttir skrifa 12. desember 2024 15:01 Nú þegar stjórnarmyndunarumræður eiga sér stað viljum við hvetja flokkana sem að þeim standa til þess að setja vísinda- og háskólamál í forgrunn. Vísindin eru langt frá því að vera einkamál þeirra sem þau stunda heldur eru þau mikilvæg öllu samfélaginu. Vísindin eru lykilþáttur í samfélagsþróun en samfélagsleg áhrif þeirra eru oft þess eðlis að erfitt getur reynst að mæla þau í krónum og aurum. Áhrif vísinda eru helst mælanleg í krónum talið þegar kemur að áhrifum á atvinnulíf og nýsköpun. Með öflugum vísindum menntum við starfsfólk framtíðarinnar á öllum sviðum og búum til tækifæri nýsköpunar. Hér má nefna mörg dæmi úr íslensku atvinnulífi. Þar má nefna þróun lyfjaiðnaðarins, vöxt líftækni og tilurð tölvugeirans á Íslandi en í öllum þessum tilfellum var háskólastarfsemin grunnurinn. Hér má einnig nefna dæmi eins og forvarnir gegn vímuefnaneyslu ungs fólks, þar sem Ísland hefur verið fyrirmynd annarra landa vegna góðs árangurs, sem byggir á brautryðjendarannsóknum íslensks vísindafólks á líðan og hegðun barna og ungmenna. Undanfarin misseri hafa orðið miklar framfarir í umbúnaði nýsköpunar á Íslandi. Samkeppnissjóður nýsköpunar, Tækniþróunarsjóður, hefur verið efldur, endurgreiðslur vegna rannsókna- og þróunarkostnaðar fyrirtækja hafa stóraukist, og skattaívilnunum fyrir sérhæft erlent starfsfólk verið komið á. Árið 2022 fengu nýsköpunarfyrirtæki rúma 11 miljarða í styrk beint úr ríkissjóði, og hækkaði sú tala í 16 milljarða á núverandi fjárlögum og stefnir í 17 milljarða árið 2025. Gert er ráð fyrir áframhaldandi hækkun til ársins 2027. Þetta sýnir að nægt fjármagn er til í kerfinu til að styðja við þetta mikilvæga starf. Þessi aukna áhersla á nýsköpun hefur skilað sér í mikilli grósku með auknum fjölda allskyns nýsköpunarfyrirtækja. Um leið og þessi gróska hefur átt sér stað í nýsköpunargeiranum hefur fjármögnun grunnvísinda við háskóla og stofnanir lækkað að raunvirði ár eftir ár. Svo illa er komið fyrir fjármögnun grunnrannsókna að nýveiting úr Rannsóknasjóði árið 2025 verður á pari við það sem gerðist rétt eftir fjármálahrun og árangurshlutfallið verður það lægsta frá upphafi styrkveitinga. Á meðan við fögnum aukinni áherslu á nýsköpun þá vörum við við þessari þróun. Að skrúfa á þennan hátt fyrir súrefni til grunnrannsókna á Íslandi veldur því að þekkingarsköpunin er kæfð í fæðingu og möguleikar okkar til áframhaldandi þróunar öflugs nýsköpunar- og þekkingarsamfélags á Íslandi verða verulega takmarkaðir. Nýsköpun þarf í grunninn fernt til að þrífast, frumkvöðla með hugmyndir, fjármagn, aðstöðu auk vel þjálfaðs starfsfólks. Þetta síðastnefnda er grunnstarfsemi háskóla. Vísindafólk sem starfar við háskóla kennir nemum í grunnnámi og þjálfar framhaldsnema í vísindarannsóknum þar sem meistara- og doktornemar vinna að grunnrannsóknum á viðkomandi sviði og læra fagleg vinnubrögð, greiningu heimilda og gagna og kynningu niðurstaðna í ræðum og riti. Háskólar koma oft einnig með nýjar aðferðir og hugmyndir áður en þær verða að viðskiptatækifærum. Flestar þær tækniframfarir sem við njótum í nútímasamfélagi eiga uppruna sinn í gróskumiklu vísinda- og nýsköpunarsamfélagi háskóla. Sem dæmi má nefna að hvern einasta íhlut í snjallsíma má rekja til grunnrannsókna og nýsköpunar í háskólum. Ánægjulegt er að með tilkomu Auðnu, sem er tæknitorg íslenskra háskóla og rannsóknastofnana, hefur fjöldi einkaleyfaumsókna úr háskólaumhverfinu margfaldast. Hins vegar er hætt við að sú þróun snúist hratt við þegar áhrif skerðingar stuðnings við grunnrannsóknir koma fram. Því er mikilvægt að stjórnvöld grípi inn í á skjótan og öruggan hátt og blási til sóknar. Til að efla enn frekar nýsköpun í atvinnulífinu er því mikilvægt að efla samkeppnissjóði hins opinbera til muna, einkum stærstu sjóðina sem eru Rannsóknasjóður, Innviðasjóður og Tækniþróunarsjóður. Íslensku sjóðirnir eru forsenda þess að íslenskt vísindafólk geti sótt stærri styrki til Evrópusambandsins. Þeir eru drifkraftur vísinda og tækni í landinu. Mikilvægt er að benda á að stærstur hluti slíkra styrkja fer í að greiða ungu vísindafólki laun á meðan það vinnur að rannsókna- og þróunarverkefnum og skapar því ný tækifæri fyrir ungt fólk til að koma hugviti sínu í farveg. Hluti þessara vísindamanna er efnilegt erlent vísindafólk sem kýs að vinna slíkt starf á Íslandi sem og íslenskt vísindafólk sem hefur fengið dýrmæta þjálfun erlendis og fær tækifæri til að snúa aftur til Íslands í krafti styrkja frá samkeppnissjóðunum. Vísinda- og þróunarstarf getur því valdið spekiaukningu (brain gain) á Íslandi ef rétt er haldið á spilunum. Af ofangreindu ætti að vera ljóst að mikið er í húfi að hlúa að dýrmætu vísindastarfi á Íslandi á næstu árum. Sóknarfærin eru mörg, en þau eru fljót að ganga okkur úr greipum ef ekki er brugðist við á viðeigandi hátt. Eiríkur Steingrímsson prófessor við Læknadeild HÍ Margrét Helga Ögmundsdóttir prófessor við Læknadeild HÍ Erna Magnúsdóttir dósent við Læknadeild HÍ og stjórnarformaður Lífvísindaseturs HÍ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vísindi Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Nú þegar stjórnarmyndunarumræður eiga sér stað viljum við hvetja flokkana sem að þeim standa til þess að setja vísinda- og háskólamál í forgrunn. Vísindin eru langt frá því að vera einkamál þeirra sem þau stunda heldur eru þau mikilvæg öllu samfélaginu. Vísindin eru lykilþáttur í samfélagsþróun en samfélagsleg áhrif þeirra eru oft þess eðlis að erfitt getur reynst að mæla þau í krónum og aurum. Áhrif vísinda eru helst mælanleg í krónum talið þegar kemur að áhrifum á atvinnulíf og nýsköpun. Með öflugum vísindum menntum við starfsfólk framtíðarinnar á öllum sviðum og búum til tækifæri nýsköpunar. Hér má nefna mörg dæmi úr íslensku atvinnulífi. Þar má nefna þróun lyfjaiðnaðarins, vöxt líftækni og tilurð tölvugeirans á Íslandi en í öllum þessum tilfellum var háskólastarfsemin grunnurinn. Hér má einnig nefna dæmi eins og forvarnir gegn vímuefnaneyslu ungs fólks, þar sem Ísland hefur verið fyrirmynd annarra landa vegna góðs árangurs, sem byggir á brautryðjendarannsóknum íslensks vísindafólks á líðan og hegðun barna og ungmenna. Undanfarin misseri hafa orðið miklar framfarir í umbúnaði nýsköpunar á Íslandi. Samkeppnissjóður nýsköpunar, Tækniþróunarsjóður, hefur verið efldur, endurgreiðslur vegna rannsókna- og þróunarkostnaðar fyrirtækja hafa stóraukist, og skattaívilnunum fyrir sérhæft erlent starfsfólk verið komið á. Árið 2022 fengu nýsköpunarfyrirtæki rúma 11 miljarða í styrk beint úr ríkissjóði, og hækkaði sú tala í 16 milljarða á núverandi fjárlögum og stefnir í 17 milljarða árið 2025. Gert er ráð fyrir áframhaldandi hækkun til ársins 2027. Þetta sýnir að nægt fjármagn er til í kerfinu til að styðja við þetta mikilvæga starf. Þessi aukna áhersla á nýsköpun hefur skilað sér í mikilli grósku með auknum fjölda allskyns nýsköpunarfyrirtækja. Um leið og þessi gróska hefur átt sér stað í nýsköpunargeiranum hefur fjármögnun grunnvísinda við háskóla og stofnanir lækkað að raunvirði ár eftir ár. Svo illa er komið fyrir fjármögnun grunnrannsókna að nýveiting úr Rannsóknasjóði árið 2025 verður á pari við það sem gerðist rétt eftir fjármálahrun og árangurshlutfallið verður það lægsta frá upphafi styrkveitinga. Á meðan við fögnum aukinni áherslu á nýsköpun þá vörum við við þessari þróun. Að skrúfa á þennan hátt fyrir súrefni til grunnrannsókna á Íslandi veldur því að þekkingarsköpunin er kæfð í fæðingu og möguleikar okkar til áframhaldandi þróunar öflugs nýsköpunar- og þekkingarsamfélags á Íslandi verða verulega takmarkaðir. Nýsköpun þarf í grunninn fernt til að þrífast, frumkvöðla með hugmyndir, fjármagn, aðstöðu auk vel þjálfaðs starfsfólks. Þetta síðastnefnda er grunnstarfsemi háskóla. Vísindafólk sem starfar við háskóla kennir nemum í grunnnámi og þjálfar framhaldsnema í vísindarannsóknum þar sem meistara- og doktornemar vinna að grunnrannsóknum á viðkomandi sviði og læra fagleg vinnubrögð, greiningu heimilda og gagna og kynningu niðurstaðna í ræðum og riti. Háskólar koma oft einnig með nýjar aðferðir og hugmyndir áður en þær verða að viðskiptatækifærum. Flestar þær tækniframfarir sem við njótum í nútímasamfélagi eiga uppruna sinn í gróskumiklu vísinda- og nýsköpunarsamfélagi háskóla. Sem dæmi má nefna að hvern einasta íhlut í snjallsíma má rekja til grunnrannsókna og nýsköpunar í háskólum. Ánægjulegt er að með tilkomu Auðnu, sem er tæknitorg íslenskra háskóla og rannsóknastofnana, hefur fjöldi einkaleyfaumsókna úr háskólaumhverfinu margfaldast. Hins vegar er hætt við að sú þróun snúist hratt við þegar áhrif skerðingar stuðnings við grunnrannsóknir koma fram. Því er mikilvægt að stjórnvöld grípi inn í á skjótan og öruggan hátt og blási til sóknar. Til að efla enn frekar nýsköpun í atvinnulífinu er því mikilvægt að efla samkeppnissjóði hins opinbera til muna, einkum stærstu sjóðina sem eru Rannsóknasjóður, Innviðasjóður og Tækniþróunarsjóður. Íslensku sjóðirnir eru forsenda þess að íslenskt vísindafólk geti sótt stærri styrki til Evrópusambandsins. Þeir eru drifkraftur vísinda og tækni í landinu. Mikilvægt er að benda á að stærstur hluti slíkra styrkja fer í að greiða ungu vísindafólki laun á meðan það vinnur að rannsókna- og þróunarverkefnum og skapar því ný tækifæri fyrir ungt fólk til að koma hugviti sínu í farveg. Hluti þessara vísindamanna er efnilegt erlent vísindafólk sem kýs að vinna slíkt starf á Íslandi sem og íslenskt vísindafólk sem hefur fengið dýrmæta þjálfun erlendis og fær tækifæri til að snúa aftur til Íslands í krafti styrkja frá samkeppnissjóðunum. Vísinda- og þróunarstarf getur því valdið spekiaukningu (brain gain) á Íslandi ef rétt er haldið á spilunum. Af ofangreindu ætti að vera ljóst að mikið er í húfi að hlúa að dýrmætu vísindastarfi á Íslandi á næstu árum. Sóknarfærin eru mörg, en þau eru fljót að ganga okkur úr greipum ef ekki er brugðist við á viðeigandi hátt. Eiríkur Steingrímsson prófessor við Læknadeild HÍ Margrét Helga Ögmundsdóttir prófessor við Læknadeild HÍ Erna Magnúsdóttir dósent við Læknadeild HÍ og stjórnarformaður Lífvísindaseturs HÍ
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun