Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. desember 2024 22:21 Caitlin Clark hefur komið kvennakörfunni í hóp vinsælustu íþróttagreinanna í Bandaríkjunum. Það eru fáir íþróttamenn vinsælli en hún. Time Bandaríska fréttatímaritið Time valdi körfuboltakonuna Caitlin Clark Íþróttamann ársins í ár. Clark vann hvorki titil í WNBA deildinni eða háskólaboltanum né tók þátt í Ólympíuleikunum í París en hún fékk engu að síður þessa útnefningu. Það leikur enginn vafi á því að þessi 22 ára körfuboltakona kom kvennakörfunni á kortið á síðustu árum og er í hópi vinsælustu íþróttamanna Bandaríkjanna í dag. Hún varð á árinu stigahæsti leikmaður sögunnar í bandaríska háskólaboltanum og skiptir þar engu hvort um er að ræða karla eða konur. Hún tók fyrst kvennametið en sló svo met Pete Maravich. Það horfðu næstum því nítján milljónir á úrslitaleikinn í háskólaboltanum þar sem Clark varð reyndar að sætta sig við tap með liðsfélögum sínum í Iowa. View this post on Instagram A post shared by We Need To Talk (@weneedtotalk) Clark var valin nýliði ársins í WNBA deildinni en leikir hennar slógu hvert áhorfsmetið á fætur öðru, bæði í sjónvarpi sem og í íþróttahúsunum sjálfum. WNBA liðin spiluðu vanalega í litlum höllum en þurftu að færa leiki Clark í mun stærri hallir til að bregðast við gríðarlegri eftirspurn eftir miðum. Hún setti líka mörg nýliðamet en Clark var með 19,2 stig og 8,4 stoðsendingar að meðaltali í WNBA. Hún varð fyrsti nýliðinn í sögunni til að ná þrennu og því náði hún tvisvar sinnum. Hún setti líka stoðsendingamet á einu tímabili, ekki bara hjá nýliðum heldur hjá öllum leikmönnum og bæði á öllu tímabilinu sem og í einum leik (19). „Mér hefur tekist að vekja áhuga hjá svo mörgu fólki sem hefur aldrei horft á kvennaíþróttir hvað þá kvennakörfubolta og með því breytt þeim í áhugafólk um sportið,“ sagði Caitlin Clark við Time. „Ég vil vera einhver sem ungar stúlkur geta litið upp til. Þetta er samt bara byrjunin,“ sagði Clark. View this post on Instagram A post shared by TIME (@time) Íþróttamenn ársins hjá Time: 2020: LeBron James, körfubolti 2021: Simone Biles, fimleikar 2022: Aaron Judge, hafnabolti 2023: Leo Messi, fótbolti 2024: Caitlin Clark, körfubolti WNBA Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Sjá meira
Clark vann hvorki titil í WNBA deildinni eða háskólaboltanum né tók þátt í Ólympíuleikunum í París en hún fékk engu að síður þessa útnefningu. Það leikur enginn vafi á því að þessi 22 ára körfuboltakona kom kvennakörfunni á kortið á síðustu árum og er í hópi vinsælustu íþróttamanna Bandaríkjanna í dag. Hún varð á árinu stigahæsti leikmaður sögunnar í bandaríska háskólaboltanum og skiptir þar engu hvort um er að ræða karla eða konur. Hún tók fyrst kvennametið en sló svo met Pete Maravich. Það horfðu næstum því nítján milljónir á úrslitaleikinn í háskólaboltanum þar sem Clark varð reyndar að sætta sig við tap með liðsfélögum sínum í Iowa. View this post on Instagram A post shared by We Need To Talk (@weneedtotalk) Clark var valin nýliði ársins í WNBA deildinni en leikir hennar slógu hvert áhorfsmetið á fætur öðru, bæði í sjónvarpi sem og í íþróttahúsunum sjálfum. WNBA liðin spiluðu vanalega í litlum höllum en þurftu að færa leiki Clark í mun stærri hallir til að bregðast við gríðarlegri eftirspurn eftir miðum. Hún setti líka mörg nýliðamet en Clark var með 19,2 stig og 8,4 stoðsendingar að meðaltali í WNBA. Hún varð fyrsti nýliðinn í sögunni til að ná þrennu og því náði hún tvisvar sinnum. Hún setti líka stoðsendingamet á einu tímabili, ekki bara hjá nýliðum heldur hjá öllum leikmönnum og bæði á öllu tímabilinu sem og í einum leik (19). „Mér hefur tekist að vekja áhuga hjá svo mörgu fólki sem hefur aldrei horft á kvennaíþróttir hvað þá kvennakörfubolta og með því breytt þeim í áhugafólk um sportið,“ sagði Caitlin Clark við Time. „Ég vil vera einhver sem ungar stúlkur geta litið upp til. Þetta er samt bara byrjunin,“ sagði Clark. View this post on Instagram A post shared by TIME (@time) Íþróttamenn ársins hjá Time: 2020: LeBron James, körfubolti 2021: Simone Biles, fimleikar 2022: Aaron Judge, hafnabolti 2023: Leo Messi, fótbolti 2024: Caitlin Clark, körfubolti
Íþróttamenn ársins hjá Time: 2020: LeBron James, körfubolti 2021: Simone Biles, fimleikar 2022: Aaron Judge, hafnabolti 2023: Leo Messi, fótbolti 2024: Caitlin Clark, körfubolti
WNBA Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Sjá meira