ESB-andstæðingar á nálum Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar 7. desember 2024 12:01 Mikill óróleiki og ótti hefur skapast í herbúðum þeirra sem eru á móti ESB eftir nýliðnar kosningar. Já, þeir eru margir bara á nálum. Varðliðar sérhagsmunanna, einangrunarsinnar og aðrir slíkir eru lafhræddir við að almenningi á Íslandi verði gefinn kostur á því að ákveða hvort landið hefji aftur aðildarviðræður við ESB. Þeir virðast óttast þjóðarviljann og reyna því að slá ryki í augu fólks með ýmsum hætti, rangfærslum og hálf-sannleika. Umsóknin frá Íslandi er enn á góðum stað í Brussel, þó hún sé í skúffu þar, og það er rangt sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði í kosningabaráttunni að það væri endanlega búið að ganga frá henni. Framsóknarmenn (þegar SDG var formaður þar) reyndu hins vegar sitt besta til að rústa málinu fyrir rúmum áratug síðan, enda með helstu varðliðum sérhagsmuna hér á landi, t.d. úrelts landbúnaðarkerfis. Það kostaði skattgreiðendur um sautján milljarða á síðasta ári og þótti ekki nóg. Sagt var að ESB-aðild myndi ganga frá landbúnaði á Íslandi dauðum, en staðan í dag er hörmuleg, m.a. vegna himinhárra vaxta og verðbólgu – og hverjum er það að kenna? Andstæðingar ESB eru s.s. lafhræddir við að: -Ísland fái stöðugan gjaldmiðil, sem myndi skapa hér alvöru stöðugleika og möguleika á fyrirjáanleika fyrir almenning og fyrirtæki. -Að það sé hægt að afnema verðtryggingu sem enginn útlendingur skilur og gerir ekkert annað en að hlaða skuldum á lántakendur, hamlar erlendri fjárfestingu, sem og möguleikum almennings innanlands. -Að það sé mögulegt fyrir fyrirtæki að losna hér við mikinn viðskiptakostnað, en þess ber að geta að flest stærstu fyrirtækin hafa flúið krónuna og gera upp í evrum eða dollar. Það er almenningi hins vegar ekki boðið upp á og er auðvitðað óréttlátt. Sumir eru einfaldlega jafnari en aðrir. -Að landið verði ,,þjóð meðal þjóða“ og að erlendir fjárfestar geti hugsað um það sem eðlilegan aðila að fjármálakerfi heimsins og þetta geti því mögulega aukið erlenda fjárfestingu (erlend fjárfesting mun líklega aukast við aðild að ESB, reynsla annarra ríkja sýnir það). -Og síðast en ekki síst, að Ísland losni úr því vaxta og verbólguvíti, sem reynt að innræta okkur að ,,eigi bara að vera svona“. Það er eitt mesta bull sem til er og er auðvitað bara réttlæting á slælegum vinnubrögðum. Verðbólga er eins og eldvarpa sem hvar sem er skilur eftir sig sviðna jörð. Akkilesarhæll íslenskra stjórnmála hefur frá stofnun lýðveldis verið hagstjórn og glíman við verðbólgu. Þeir himinháu vextir sem hér hafa verið eru meðal annars vegna gjaldmiðilsins (sem ýkir allar hagsveiflur, allir eru sammála um það) og því sóar hann einn og sér gríðarlegum fjármunum frá íslenskum almenningi og fyrirtækjum og hefur gert í gegnum tíðina. Þessa ,,blæðingu“ í formi vaxta og fjármagnskostnaðar verður einfaldlega að stöðva! Það er ekki hægt að bjóða komandi kynslóðum lengur upp hin skelfilegu ,,vöff“; (há) vexti, (óða)verðbólgu og verðtryggingu. Að t.d. húskaupendur hérlendis borgi þegar upp verður staðið tvær fasteignir á meðan nágrannar okkar á Norðurlöndum borga bara eina fasteign er á mannamáli rugl og ekkert annað. En allra mest óttast andstæðingar ESB auðvitað að missa spón úr aski sínum í skjóli sérhagsmunanna, því sérhagsmunir eru einmitt það sem orðið segir, þeir eru ,,sér“ en ekki almennir. ESB-aðild væri því nefnilega líka spurning um aukið réttlæti og jöfnuð í íslensku samfélagi. Það er of lítið rætt í þessu samhengi. Samkvæmt könnun sem gerð var fyrir Evrópuhreyfinguna í nóvember síðastliðinn er meirihluti fyrir því meðal landsmanna að hafa þjóðaratkvæði um að taka upp að nýju aðildarviðræðir (samtals 55% mjög eða fremur mikilvægt, um 21% í meðallagi mikilvægt). Auðvitað á almenningur rétt á því að kjósa um þetta mál og kominn tími til að draga úr ítökum sérhagsmuna hér á landi. Undanfarið höfum við því miður þó séð afar slæm dæmi um að sérhagsmunir virðast tröllríða íslensku samfélagi og sumir aðilar hér á landi hafa ákveðin stjórnmálaöfl að því er virðist algerlega í vasanum. Meira að segja lögbrot eru sett í lög (ný búvörulög)! Sérhagsmunagæsla á Íslandi er grímulaus og það er kominn tími á almannahagsmuni. Höfundur er stjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Evrópusambandið Mest lesið Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Sjá meira
Mikill óróleiki og ótti hefur skapast í herbúðum þeirra sem eru á móti ESB eftir nýliðnar kosningar. Já, þeir eru margir bara á nálum. Varðliðar sérhagsmunanna, einangrunarsinnar og aðrir slíkir eru lafhræddir við að almenningi á Íslandi verði gefinn kostur á því að ákveða hvort landið hefji aftur aðildarviðræður við ESB. Þeir virðast óttast þjóðarviljann og reyna því að slá ryki í augu fólks með ýmsum hætti, rangfærslum og hálf-sannleika. Umsóknin frá Íslandi er enn á góðum stað í Brussel, þó hún sé í skúffu þar, og það er rangt sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði í kosningabaráttunni að það væri endanlega búið að ganga frá henni. Framsóknarmenn (þegar SDG var formaður þar) reyndu hins vegar sitt besta til að rústa málinu fyrir rúmum áratug síðan, enda með helstu varðliðum sérhagsmuna hér á landi, t.d. úrelts landbúnaðarkerfis. Það kostaði skattgreiðendur um sautján milljarða á síðasta ári og þótti ekki nóg. Sagt var að ESB-aðild myndi ganga frá landbúnaði á Íslandi dauðum, en staðan í dag er hörmuleg, m.a. vegna himinhárra vaxta og verðbólgu – og hverjum er það að kenna? Andstæðingar ESB eru s.s. lafhræddir við að: -Ísland fái stöðugan gjaldmiðil, sem myndi skapa hér alvöru stöðugleika og möguleika á fyrirjáanleika fyrir almenning og fyrirtæki. -Að það sé hægt að afnema verðtryggingu sem enginn útlendingur skilur og gerir ekkert annað en að hlaða skuldum á lántakendur, hamlar erlendri fjárfestingu, sem og möguleikum almennings innanlands. -Að það sé mögulegt fyrir fyrirtæki að losna hér við mikinn viðskiptakostnað, en þess ber að geta að flest stærstu fyrirtækin hafa flúið krónuna og gera upp í evrum eða dollar. Það er almenningi hins vegar ekki boðið upp á og er auðvitðað óréttlátt. Sumir eru einfaldlega jafnari en aðrir. -Að landið verði ,,þjóð meðal þjóða“ og að erlendir fjárfestar geti hugsað um það sem eðlilegan aðila að fjármálakerfi heimsins og þetta geti því mögulega aukið erlenda fjárfestingu (erlend fjárfesting mun líklega aukast við aðild að ESB, reynsla annarra ríkja sýnir það). -Og síðast en ekki síst, að Ísland losni úr því vaxta og verbólguvíti, sem reynt að innræta okkur að ,,eigi bara að vera svona“. Það er eitt mesta bull sem til er og er auðvitað bara réttlæting á slælegum vinnubrögðum. Verðbólga er eins og eldvarpa sem hvar sem er skilur eftir sig sviðna jörð. Akkilesarhæll íslenskra stjórnmála hefur frá stofnun lýðveldis verið hagstjórn og glíman við verðbólgu. Þeir himinháu vextir sem hér hafa verið eru meðal annars vegna gjaldmiðilsins (sem ýkir allar hagsveiflur, allir eru sammála um það) og því sóar hann einn og sér gríðarlegum fjármunum frá íslenskum almenningi og fyrirtækjum og hefur gert í gegnum tíðina. Þessa ,,blæðingu“ í formi vaxta og fjármagnskostnaðar verður einfaldlega að stöðva! Það er ekki hægt að bjóða komandi kynslóðum lengur upp hin skelfilegu ,,vöff“; (há) vexti, (óða)verðbólgu og verðtryggingu. Að t.d. húskaupendur hérlendis borgi þegar upp verður staðið tvær fasteignir á meðan nágrannar okkar á Norðurlöndum borga bara eina fasteign er á mannamáli rugl og ekkert annað. En allra mest óttast andstæðingar ESB auðvitað að missa spón úr aski sínum í skjóli sérhagsmunanna, því sérhagsmunir eru einmitt það sem orðið segir, þeir eru ,,sér“ en ekki almennir. ESB-aðild væri því nefnilega líka spurning um aukið réttlæti og jöfnuð í íslensku samfélagi. Það er of lítið rætt í þessu samhengi. Samkvæmt könnun sem gerð var fyrir Evrópuhreyfinguna í nóvember síðastliðinn er meirihluti fyrir því meðal landsmanna að hafa þjóðaratkvæði um að taka upp að nýju aðildarviðræðir (samtals 55% mjög eða fremur mikilvægt, um 21% í meðallagi mikilvægt). Auðvitað á almenningur rétt á því að kjósa um þetta mál og kominn tími til að draga úr ítökum sérhagsmuna hér á landi. Undanfarið höfum við því miður þó séð afar slæm dæmi um að sérhagsmunir virðast tröllríða íslensku samfélagi og sumir aðilar hér á landi hafa ákveðin stjórnmálaöfl að því er virðist algerlega í vasanum. Meira að segja lögbrot eru sett í lög (ný búvörulög)! Sérhagsmunagæsla á Íslandi er grímulaus og það er kominn tími á almannahagsmuni. Höfundur er stjórnmálafræðingur.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun