„Við vorum sjálfum okkur verstir“ Hinrik Wöhler skrifar 5. desember 2024 22:00 Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, átti fá svör við góðum leik Mosfellinga í kvöld. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Óskar Bjarni Óskarsson og lærisveinar hans í Val fóru tómhentir heim úr Mosfellsbæ en liðið tapaði með fjórum mörkum á móti Aftureldingu í Olís-deild karla í kvöld. Þetta er annar leikurinn sem liðið tapar í röð í deildinni og Óskar Bjarni viðurkennir að það hafi ekki mikið gengið upp í Mosfellsbæ í kvöld. „Byrjunin var þetta stál í stál. Svo misstum við sóknina og vörnina og þar af leiðandi erum við ekki með markvörslu, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við náum eiginlega aldrei alvöru varnarleik í dag, skipti ekki máli hvort við vorum að reyna vera þéttir eða poppa þetta upp. Það er erfitt og þá missum við líka hraðaupphlaupin okkar. Við vorum hálfu skrefi á eftir að eiga við rykkingar og fleira,“ sagði Óskar Bjarni skömmu eftir leikinn í Mosfellsbæ. Afturelding leiddi með þremur mörkum í hálfleik en Valsmenn fóru illa að ráði sínu í upphafi síðari hálfleiks og náðu Mosfellingar að skilja sig frá Valsmönnum. „Í seinni hálfleik förum við með fjögur dauðafæri á kafla þegar þetta er 20-15, þá var enn þá möguleiki að taka þetta þannig við vorum sjálfum okkur verstir. Þetta er búið að vera síðustu tveir leikir á móti Aftureldingu og ÍBV þá erum við orkulitlir og slappir og höfum verið í smá veseni,“ bætti Óskar Bjarni við. Misstu taktinn eftir Evrópukeppnina Sóknarleikur Vals var hægur í kvöld og framan af leik áttu þeir í mestum vandræðum að finna glufur á vörn Aftureldingar. Óskar Bjarni tekur undir það og segir að liðið hafi misst taktinn eftir Evrópukeppnina. „Það var allt hægara, við eigum erfiðan leik á mánudaginn og þurfum að rífa okkur upp. Við slökktum á okkur þegar Evrópukeppnin var búin. Svo kemur smá hnjask hér og þar en við þurfum að rífa okkur í gang. Frammistaðan í síðustu tveimur leikjum í vörn, sókn, hraðaupphlaupum, og markvörslu hefur ekki verið góð.“ Það gekk lítið upp hjá Valsmönnum í kvöld.Vísir/Pawel Cieslikiewicz Evrópuævintýri Valsmanna lauk í lok nóvember og framundan er einn leikur Olís-deildinni og í bikarkeppninni áður en leikmenn fara í jólafrí. Óskar Bjarni er staðráðinn í því að gera betur. „Ekki að afsaka það en ég sé að þetta er að hrjá mörg lið og við þurfum að gera betur. Þó að það vanti eitt og annað þá eigum við að gera betur og vinna,“ sagði Óskar Bjarni að lokum. Olís-deild karla Valur Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Fleiri fréttir Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Sjá meira
„Byrjunin var þetta stál í stál. Svo misstum við sóknina og vörnina og þar af leiðandi erum við ekki með markvörslu, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við náum eiginlega aldrei alvöru varnarleik í dag, skipti ekki máli hvort við vorum að reyna vera þéttir eða poppa þetta upp. Það er erfitt og þá missum við líka hraðaupphlaupin okkar. Við vorum hálfu skrefi á eftir að eiga við rykkingar og fleira,“ sagði Óskar Bjarni skömmu eftir leikinn í Mosfellsbæ. Afturelding leiddi með þremur mörkum í hálfleik en Valsmenn fóru illa að ráði sínu í upphafi síðari hálfleiks og náðu Mosfellingar að skilja sig frá Valsmönnum. „Í seinni hálfleik förum við með fjögur dauðafæri á kafla þegar þetta er 20-15, þá var enn þá möguleiki að taka þetta þannig við vorum sjálfum okkur verstir. Þetta er búið að vera síðustu tveir leikir á móti Aftureldingu og ÍBV þá erum við orkulitlir og slappir og höfum verið í smá veseni,“ bætti Óskar Bjarni við. Misstu taktinn eftir Evrópukeppnina Sóknarleikur Vals var hægur í kvöld og framan af leik áttu þeir í mestum vandræðum að finna glufur á vörn Aftureldingar. Óskar Bjarni tekur undir það og segir að liðið hafi misst taktinn eftir Evrópukeppnina. „Það var allt hægara, við eigum erfiðan leik á mánudaginn og þurfum að rífa okkur upp. Við slökktum á okkur þegar Evrópukeppnin var búin. Svo kemur smá hnjask hér og þar en við þurfum að rífa okkur í gang. Frammistaðan í síðustu tveimur leikjum í vörn, sókn, hraðaupphlaupum, og markvörslu hefur ekki verið góð.“ Það gekk lítið upp hjá Valsmönnum í kvöld.Vísir/Pawel Cieslikiewicz Evrópuævintýri Valsmanna lauk í lok nóvember og framundan er einn leikur Olís-deildinni og í bikarkeppninni áður en leikmenn fara í jólafrí. Óskar Bjarni er staðráðinn í því að gera betur. „Ekki að afsaka það en ég sé að þetta er að hrjá mörg lið og við þurfum að gera betur. Þó að það vanti eitt og annað þá eigum við að gera betur og vinna,“ sagði Óskar Bjarni að lokum.
Olís-deild karla Valur Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Fleiri fréttir Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Sjá meira