Við þökkum traustið Eyjólfur Ármannsson skrifar 5. desember 2024 11:32 Síðastliðinn laugardag fóru fram sögulegar kosningar til Alþingis. Ríkisstjórnarflokkarnir töpuðu miklu fylgi og flokkur fyrrum forsætisráðherra datt af þingi, sem og Píratar og Sósíalistar náðu ekki inn. Flokkur fólksins er einn af sigurvegurum kosninganna og vann stóran sigur, fór úr 8.9% árið 2021 í 13,8% og bætti við sig tæplega 13 þúsund atkvæðum. Í Norðvesturkjördæmi rúmlega tvöfaldaði Flokkur fólksins fylgi sitt í atkvæðum talið, fékk 16,7% og tvo þingmenn einn flokka í kjördæminu. Í kosningabaráttunni fann Flokkur fólksins fyrir mjög miklum meðbyr og jákvæðni, sem og mikinn vilja til breytinga og nýrra áherslna við stjórn landsins. Í Norðvesturkjördæmi er krafan skýr um jöfn búsetuskilyrði í landinu, atvinnufrelsi sjávarbyggða og áratuga innviðaskuld er enn til staðar. Krafa er að átak verði gert í uppbyggingu grunninnviða og að þeir standist samanburð við höfuðborgarsvæðið. Er þar átt við samgöngur, heilbrigðisþjónustu, orkumál, menntun og fjarskipti svo eitthvað sé nefnt. Ég vil þakka kjósendum Norðvesturkjördæmis það mikla traust sem Flokki fólksins var sýnt í alþingiskosningunum síðastliðinn laugardag. Ég þakka árangurinn því að kjósendur í kjördæminu hafa trú á málflutningi okkar og þeim forgangsmálum sem flokkurinn berst fyrir og metur vinnu okkar á síðasta kjörtímabili. Einnig því jákvæða hugarfari sem Flokkur fólksins stendur fyrir þegar kemur að viðfangsefnum samfélagsins. Flokkur fólksins lítur með bjartsýni til næsta kjörtímabils og þeirra verkefna sem bíða okkar í að bæta íslenskt samfélag. Í kosningunum endurnýjaði flokkurinn umboð sitt og með tveim þingmönnum frá Flokki fólksins hefur Norðvesturkjördæmi eignast öfluga málsvara. Við erum þakklát kjósendum kjördæmisins fyrir þá góðu kosningu sem Flokkur fólksins fékk á kjördag og við munum vinna eftir fremsta megni. að málefnum kjördæmisins. Flokkur fólksins þakkar traustið. Höfundur var kjörinn 2. þingmaður Norðvesturkjördæmis í alþingiskosningunum 30. nóvember sl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyjólfur Ármannsson Flokkur fólksins Alþingi Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Norðvesturkjördæmi Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Síðastliðinn laugardag fóru fram sögulegar kosningar til Alþingis. Ríkisstjórnarflokkarnir töpuðu miklu fylgi og flokkur fyrrum forsætisráðherra datt af þingi, sem og Píratar og Sósíalistar náðu ekki inn. Flokkur fólksins er einn af sigurvegurum kosninganna og vann stóran sigur, fór úr 8.9% árið 2021 í 13,8% og bætti við sig tæplega 13 þúsund atkvæðum. Í Norðvesturkjördæmi rúmlega tvöfaldaði Flokkur fólksins fylgi sitt í atkvæðum talið, fékk 16,7% og tvo þingmenn einn flokka í kjördæminu. Í kosningabaráttunni fann Flokkur fólksins fyrir mjög miklum meðbyr og jákvæðni, sem og mikinn vilja til breytinga og nýrra áherslna við stjórn landsins. Í Norðvesturkjördæmi er krafan skýr um jöfn búsetuskilyrði í landinu, atvinnufrelsi sjávarbyggða og áratuga innviðaskuld er enn til staðar. Krafa er að átak verði gert í uppbyggingu grunninnviða og að þeir standist samanburð við höfuðborgarsvæðið. Er þar átt við samgöngur, heilbrigðisþjónustu, orkumál, menntun og fjarskipti svo eitthvað sé nefnt. Ég vil þakka kjósendum Norðvesturkjördæmis það mikla traust sem Flokki fólksins var sýnt í alþingiskosningunum síðastliðinn laugardag. Ég þakka árangurinn því að kjósendur í kjördæminu hafa trú á málflutningi okkar og þeim forgangsmálum sem flokkurinn berst fyrir og metur vinnu okkar á síðasta kjörtímabili. Einnig því jákvæða hugarfari sem Flokkur fólksins stendur fyrir þegar kemur að viðfangsefnum samfélagsins. Flokkur fólksins lítur með bjartsýni til næsta kjörtímabils og þeirra verkefna sem bíða okkar í að bæta íslenskt samfélag. Í kosningunum endurnýjaði flokkurinn umboð sitt og með tveim þingmönnum frá Flokki fólksins hefur Norðvesturkjördæmi eignast öfluga málsvara. Við erum þakklát kjósendum kjördæmisins fyrir þá góðu kosningu sem Flokkur fólksins fékk á kjördag og við munum vinna eftir fremsta megni. að málefnum kjördæmisins. Flokkur fólksins þakkar traustið. Höfundur var kjörinn 2. þingmaður Norðvesturkjördæmis í alþingiskosningunum 30. nóvember sl.
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar