Hagsmunamál okkar allra í stjórnarsáttmálann Trausti Hjálmarsson skrifar 5. desember 2024 10:33 Landbúnaður er undirstöðuatvinnugrein sem gegnir lykilhlutverki í efnahagslegri, félagslegri og umhverfislegri sjálfbærni þjóðarinnar. Hann tryggir fæðuöryggi, byggðafestu og framleiðir vörur sem uppfylla ströngustu gæðakröfur. Í ljósi aukinnar alþjóðlegrar óvissu og krafna um sjálfbærni er brýnt að stjórnvöld setji landbúnað í forgang. Bændasamtök Íslands leggja því áherslu á að málefni landbúnaðarins séu í forgangi í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar enda hagsmunamál okkar allra. Trygg afkoma bænda er forsenda þess að landbúnaður geti blómstrað og gegnt mikilvægu hlutverki sínu. Margir bændur búa við óstöðuga afkomu sem dregur úr hvata til fjárfestingar og nýsköpunar. Nýtum skattkerfið til að örva framleiðslu og fjárfestingar í landbúnaði. Komum á tryggingarkerfi sem dregur úr óvissu og fjárhagslegri áhættu bænda, sérstaklega í ljósi breytilegra markaðsaðstæðna, veðurfars og uppskerubrests. Regluverkið þarf síðan bæði að einfalda og nútímavæða til að auka skilvirkni og draga úr óþarfa skrifræði. Lækka þarf hindranir fyrir heimavinnslu afurða og beinni sölu frá bændum til neytenda til að auka við tekjumöguleikana. Styðjum við nýsköpun og þróun á sviði sjálfbærrar framleiðslu og kynbóta. Til að tryggja framtíð íslensks landbúnaðar þarf að leggja sérstaka áherslu á nýliðun og kynslóðaskipti. Starfandi bændum hefur fækkað á undanförnum árum, og ef ekki verður brugðist við mun sú þróun halda áfram. Stjórnvöld verða að auðvelda nýliðum að hefja búskap og styðja við kynslóðaskipti, t.a.m. með því að fresta eða fella niður niður erfðafjárskatt þegar jarðir eru yfirteknar til áframhaldandi búrekstrar. Auka þarf aðgengi að þolinmóðu fjármagni og veita stuðning við nýliða til að auðvelda upphaf búrekstrar. Samræma þarf byggðastefnu þannig að landbúnaður styðji við byggðafestu í dreifðum byggðum landsins. Mikilvægt er að tryggja að ræktarland sé nýtt til framleiðslu enda er jarðnæði grunnstoð sjálfbærs landbúnaðar. Ógn stafar af uppkaupum spákaupmanna og minnkandi nýtingu jarða til búskapar. Stemma þarf stigu við þeirri þróun með regluverki þannig að seljendur sjái hag sinn í því að selja jarðir sínar til áframhaldandi búrekstrar. Einn liður í því væri að veita skattaívilnanir og undanþágur frá skattlagningu söluhagnaðar í hendi seljenda svo fremiað kaupendur haldi áframbúrekstri á jörðinni. Þá er ekki síður nauðsynlegt að skilgreina og vernda hentugt landbúnaðarland með skipulagsáætlunum. Síðan er það fæðuöryggið sem er ekki aðeins lykilþáttur í daglegri neyslu heldur grundvallaratriði í þjóðaröryggi. Í ljósi áfalla á borð við náttúruhamfarir, Covid-19 og stríðsátök hefur viðkvæmni alþjóðlegra aðfangakeðja berlega komið í ljós. Með vaxandi íbúafjölda og aukinni ferðamennsku á Íslandi er ljóst að innlend matvælaframleiðsla þarf að aukast. Til að mæta þessum áskorunum þarf að bæta sjálfbærni í matvælaframleiðslu með innlendri framleiðslu á áburði og fóðri og styrkja aðfangakeðjur landbúnaðarins með aukinni nýsköpun og tæknivæðingu. Til að mæta aukinni eftirspurn og tryggja fæðuöryggi þá verður einfaldlega að efla innlenda matvælaframleiðslu og til þess þurfum við bændur. Til að tryggja sjálfbærni og jafna samkeppnisstöðu íslenskra landbúnaðarvara við innfluttar er tollvernd nauðsynleg. Án sterkrar tollverndar er hætt við að innfluttar landbúnaðarvörur grafi undan innlendri framleiðslu og þar með fæðuöryggi okkar. Þannig þarf að viðhalda og styrkja tollverndina til að stuðla að sjálfbærri innlendri framleiðslu og þá er ekki síður mikilvægt að tryggja að innfluttar vörur uppfylli sömu kröfur og íslenskar varðandi matvælaöryggi og dýravelferð. Takast þarf á við loftslagsmálin í landbúnaði án þess að draga úr matvælaframleiðslu eða ógna fæðuöryggi. Íslenskir bændur hafa þegar náð eftirtektarverðum árangri í að draga úr losun á hverja framleidda einingu en áfram þarf að vinna að því að samræma loftslagsaðgerðir og matvælaframleiðslu. Mikilvægt er að efla hringrásarhagkerfið í landbúnaði með frekari nýtingu lífrænna ferla og stuðla að aukinni skilvirkni í framleiðslu til að draga úr losun án þess að draga úr framleiðslu. Síðan þarf að styðja við rannsóknir og nýsköpun sem stuðla að enn meiri árangri í loftlagsmálum í landbúnaði. Lykilþáttur í rekstri margra búa er orkan en hækkandi raforkuverð hefur haft veruleg áhrif á afkomu bænda, sérstaklega í greinum þar sem raforka er stór hluti rekstrarkostnaðar, svo sem í ylrækt. Áhrifanna gætir líka hjá neytendum þar sem hækkun framleiðslukostnaðar leiðir til aukins matvælaverðs. Ásókn í raforku hér á landi hefur stóraukist á síðastliðnum árum sem hefur leitt til umtalsverðra verðhækkana á raforku sem sér ekki fyrir endann á. Tryggja þarf aðgengi bænda að raforku á sanngjörnu verði til að viðhalda hagkvæmni í búrekstri og koma þarf á forgangi í raforku fyrir matvælaframleiðslu til að vernda innlendan landbúnað. Þá er ekki síður mikilvægt að styðja við orkusparandi tækni og lausnir til að draga úr kostnaði og hámarka nýtingu raforku í landbúnaði. Styrkur landbúnaðarins er styrkur þjóðarinnar. Landbúnaðurinn gegnir lykilhlutverki í okkar samfélagi og með því að setja landbúnað í forgang í stjórnarsáttmála komandi ríkisstjórnar tryggja stjórnvöld ekki aðeins afkomu bænda heldur einnig fæðuöryggi, byggðafestu og umhverfisvernd – öllum til heilla. Höfundur er formaður Bændasamtaka Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trausti Hjálmarsson Landbúnaður Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Landbúnaður er undirstöðuatvinnugrein sem gegnir lykilhlutverki í efnahagslegri, félagslegri og umhverfislegri sjálfbærni þjóðarinnar. Hann tryggir fæðuöryggi, byggðafestu og framleiðir vörur sem uppfylla ströngustu gæðakröfur. Í ljósi aukinnar alþjóðlegrar óvissu og krafna um sjálfbærni er brýnt að stjórnvöld setji landbúnað í forgang. Bændasamtök Íslands leggja því áherslu á að málefni landbúnaðarins séu í forgangi í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar enda hagsmunamál okkar allra. Trygg afkoma bænda er forsenda þess að landbúnaður geti blómstrað og gegnt mikilvægu hlutverki sínu. Margir bændur búa við óstöðuga afkomu sem dregur úr hvata til fjárfestingar og nýsköpunar. Nýtum skattkerfið til að örva framleiðslu og fjárfestingar í landbúnaði. Komum á tryggingarkerfi sem dregur úr óvissu og fjárhagslegri áhættu bænda, sérstaklega í ljósi breytilegra markaðsaðstæðna, veðurfars og uppskerubrests. Regluverkið þarf síðan bæði að einfalda og nútímavæða til að auka skilvirkni og draga úr óþarfa skrifræði. Lækka þarf hindranir fyrir heimavinnslu afurða og beinni sölu frá bændum til neytenda til að auka við tekjumöguleikana. Styðjum við nýsköpun og þróun á sviði sjálfbærrar framleiðslu og kynbóta. Til að tryggja framtíð íslensks landbúnaðar þarf að leggja sérstaka áherslu á nýliðun og kynslóðaskipti. Starfandi bændum hefur fækkað á undanförnum árum, og ef ekki verður brugðist við mun sú þróun halda áfram. Stjórnvöld verða að auðvelda nýliðum að hefja búskap og styðja við kynslóðaskipti, t.a.m. með því að fresta eða fella niður niður erfðafjárskatt þegar jarðir eru yfirteknar til áframhaldandi búrekstrar. Auka þarf aðgengi að þolinmóðu fjármagni og veita stuðning við nýliða til að auðvelda upphaf búrekstrar. Samræma þarf byggðastefnu þannig að landbúnaður styðji við byggðafestu í dreifðum byggðum landsins. Mikilvægt er að tryggja að ræktarland sé nýtt til framleiðslu enda er jarðnæði grunnstoð sjálfbærs landbúnaðar. Ógn stafar af uppkaupum spákaupmanna og minnkandi nýtingu jarða til búskapar. Stemma þarf stigu við þeirri þróun með regluverki þannig að seljendur sjái hag sinn í því að selja jarðir sínar til áframhaldandi búrekstrar. Einn liður í því væri að veita skattaívilnanir og undanþágur frá skattlagningu söluhagnaðar í hendi seljenda svo fremiað kaupendur haldi áframbúrekstri á jörðinni. Þá er ekki síður nauðsynlegt að skilgreina og vernda hentugt landbúnaðarland með skipulagsáætlunum. Síðan er það fæðuöryggið sem er ekki aðeins lykilþáttur í daglegri neyslu heldur grundvallaratriði í þjóðaröryggi. Í ljósi áfalla á borð við náttúruhamfarir, Covid-19 og stríðsátök hefur viðkvæmni alþjóðlegra aðfangakeðja berlega komið í ljós. Með vaxandi íbúafjölda og aukinni ferðamennsku á Íslandi er ljóst að innlend matvælaframleiðsla þarf að aukast. Til að mæta þessum áskorunum þarf að bæta sjálfbærni í matvælaframleiðslu með innlendri framleiðslu á áburði og fóðri og styrkja aðfangakeðjur landbúnaðarins með aukinni nýsköpun og tæknivæðingu. Til að mæta aukinni eftirspurn og tryggja fæðuöryggi þá verður einfaldlega að efla innlenda matvælaframleiðslu og til þess þurfum við bændur. Til að tryggja sjálfbærni og jafna samkeppnisstöðu íslenskra landbúnaðarvara við innfluttar er tollvernd nauðsynleg. Án sterkrar tollverndar er hætt við að innfluttar landbúnaðarvörur grafi undan innlendri framleiðslu og þar með fæðuöryggi okkar. Þannig þarf að viðhalda og styrkja tollverndina til að stuðla að sjálfbærri innlendri framleiðslu og þá er ekki síður mikilvægt að tryggja að innfluttar vörur uppfylli sömu kröfur og íslenskar varðandi matvælaöryggi og dýravelferð. Takast þarf á við loftslagsmálin í landbúnaði án þess að draga úr matvælaframleiðslu eða ógna fæðuöryggi. Íslenskir bændur hafa þegar náð eftirtektarverðum árangri í að draga úr losun á hverja framleidda einingu en áfram þarf að vinna að því að samræma loftslagsaðgerðir og matvælaframleiðslu. Mikilvægt er að efla hringrásarhagkerfið í landbúnaði með frekari nýtingu lífrænna ferla og stuðla að aukinni skilvirkni í framleiðslu til að draga úr losun án þess að draga úr framleiðslu. Síðan þarf að styðja við rannsóknir og nýsköpun sem stuðla að enn meiri árangri í loftlagsmálum í landbúnaði. Lykilþáttur í rekstri margra búa er orkan en hækkandi raforkuverð hefur haft veruleg áhrif á afkomu bænda, sérstaklega í greinum þar sem raforka er stór hluti rekstrarkostnaðar, svo sem í ylrækt. Áhrifanna gætir líka hjá neytendum þar sem hækkun framleiðslukostnaðar leiðir til aukins matvælaverðs. Ásókn í raforku hér á landi hefur stóraukist á síðastliðnum árum sem hefur leitt til umtalsverðra verðhækkana á raforku sem sér ekki fyrir endann á. Tryggja þarf aðgengi bænda að raforku á sanngjörnu verði til að viðhalda hagkvæmni í búrekstri og koma þarf á forgangi í raforku fyrir matvælaframleiðslu til að vernda innlendan landbúnað. Þá er ekki síður mikilvægt að styðja við orkusparandi tækni og lausnir til að draga úr kostnaði og hámarka nýtingu raforku í landbúnaði. Styrkur landbúnaðarins er styrkur þjóðarinnar. Landbúnaðurinn gegnir lykilhlutverki í okkar samfélagi og með því að setja landbúnað í forgang í stjórnarsáttmála komandi ríkisstjórnar tryggja stjórnvöld ekki aðeins afkomu bænda heldur einnig fæðuöryggi, byggðafestu og umhverfisvernd – öllum til heilla. Höfundur er formaður Bændasamtaka Íslands
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar