„Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ Sindri Sverrisson skrifar 3. desember 2024 21:43 Arnar Pétursson gengur stoltur frá EM enda íslenska liðið tekið greinilegum framförum þrátt fyrir skellinn í kvöld. Getty/Marco Wolf Arnar Pétursson segist ekki ætla að láta tapið stóra gegn Þýskalandi, í lokaleiknum á EM kvenna í handbolta, sitja í sér. Liðið hafi tekið ný skref á mótinu og muni læra helling. Eftir frábæra frammistöðu í fyrsta leik gegn Hollandi, og sigur gegn Úkraínu á sunnudag, varð Ísland að sætta sig við ellefu marka tap gegn Þýskalandi í kvöld og er því á heimleið af mótinu. „Þetta var bara erfiður leikur og við vorum í töluverðu brasi lengi vel. En ég held að ég jafni mig nú ansi fljótt. Ef maður horfir á mótið í heild sinni og hvað við höfum gert þá… ég er alla vega ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér,“ segir Arnar í samtali við Vísi í Innsbruck en viðtalið við hann má sjá hér neðar í greininni. „Þetta var bara erfiður leikur og við vorum í töluverðu brasi lengi vel. En ég held að ég jafni mig nú ansi fljótt. Ef maður horfir á mótið í heild sinni og hvað við höfum gert þá… ég er alla vega ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér,“ segir Arnar í samtali við Vísi í Innsbruck. „Þurfum að læra helling af þessu“ Ísland hékk í þýska liðinu í fyrri hálfleik og munurinn var aðeins þrjú mörk snemma í seinni hálfleik, en svo stungu Þjóðverjar af. „Þær eru eitt af bestu liðum heims, í þessum elítuklúbbi, og bara betri en við. Það er bara þannig. Við erum ekki endilega að horfa í þann pakka þegar við horfum til næstu 3-4 ára. Okkur langaði að þoka okkur upp listann en við lentum í vegg á móti þeim. Þær eru sterkar maður á mann og við lentum í brasi með að finna leiðir framhjá þeim. Það er kannski bara staðan núna. Við þurfum að læra helling af þessum leik og nýta hann í næstu skref. Auðvitað þurfum við aðeins að skoða hvað við gerðum og það eru hlutir þarna sem við hefðum getað gert öðruvísi. Við lærum af þessu og ég er sannfærður um það,“ segir Arnar. Vill tala Þóreyju Rósu til: Heldur betur sjónarsviptir Beðinn um að gera upp mótið í heild sagði hann: „Ég er í heildina mjög stoltur af því sem við gerðum hérna. Stoltur af stelpunum. Þær eru að koma á sitt fyrsta EM, okkar fyrsta EM í tólf ár, og við unnum fyrsta sigurinn. Við skrifuðum þá sögu og fórum inn í úrslitaleik við eitt af bestu liðum heims. Hann var erfiður eins og búast mátti við, en í heildina er ég sáttur við það sem við gerðum og stoltur af stelpunum.“ Þórey Rósa Stefánsdóttir sagði í viðtali við Vísi að hennar ferli með landsliðinu væri nú lokið. Arnari líst ekkert á það: „Ég vona að ég nái að tala hana eitthvað til því Þórey Rósa er frábær. Það er svo margt sem hún gerir sem kannski ekki allir átta sig á. Hún hleypur mest í hverjum einasta leik, skilar sér vel til baka sem á móti svona liðum er ómetanlegt. Frábær í hóp. Það verður heldur betur sjónarsviptir af henni ef þetta reynist hennar síðasti leikur.“ Klippa: Arnar eftir síðasta leik á EM Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Fleiri fréttir Elísa meidd fyrir HM og nýliði með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Sjá meira
Eftir frábæra frammistöðu í fyrsta leik gegn Hollandi, og sigur gegn Úkraínu á sunnudag, varð Ísland að sætta sig við ellefu marka tap gegn Þýskalandi í kvöld og er því á heimleið af mótinu. „Þetta var bara erfiður leikur og við vorum í töluverðu brasi lengi vel. En ég held að ég jafni mig nú ansi fljótt. Ef maður horfir á mótið í heild sinni og hvað við höfum gert þá… ég er alla vega ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér,“ segir Arnar í samtali við Vísi í Innsbruck en viðtalið við hann má sjá hér neðar í greininni. „Þetta var bara erfiður leikur og við vorum í töluverðu brasi lengi vel. En ég held að ég jafni mig nú ansi fljótt. Ef maður horfir á mótið í heild sinni og hvað við höfum gert þá… ég er alla vega ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér,“ segir Arnar í samtali við Vísi í Innsbruck. „Þurfum að læra helling af þessu“ Ísland hékk í þýska liðinu í fyrri hálfleik og munurinn var aðeins þrjú mörk snemma í seinni hálfleik, en svo stungu Þjóðverjar af. „Þær eru eitt af bestu liðum heims, í þessum elítuklúbbi, og bara betri en við. Það er bara þannig. Við erum ekki endilega að horfa í þann pakka þegar við horfum til næstu 3-4 ára. Okkur langaði að þoka okkur upp listann en við lentum í vegg á móti þeim. Þær eru sterkar maður á mann og við lentum í brasi með að finna leiðir framhjá þeim. Það er kannski bara staðan núna. Við þurfum að læra helling af þessum leik og nýta hann í næstu skref. Auðvitað þurfum við aðeins að skoða hvað við gerðum og það eru hlutir þarna sem við hefðum getað gert öðruvísi. Við lærum af þessu og ég er sannfærður um það,“ segir Arnar. Vill tala Þóreyju Rósu til: Heldur betur sjónarsviptir Beðinn um að gera upp mótið í heild sagði hann: „Ég er í heildina mjög stoltur af því sem við gerðum hérna. Stoltur af stelpunum. Þær eru að koma á sitt fyrsta EM, okkar fyrsta EM í tólf ár, og við unnum fyrsta sigurinn. Við skrifuðum þá sögu og fórum inn í úrslitaleik við eitt af bestu liðum heims. Hann var erfiður eins og búast mátti við, en í heildina er ég sáttur við það sem við gerðum og stoltur af stelpunum.“ Þórey Rósa Stefánsdóttir sagði í viðtali við Vísi að hennar ferli með landsliðinu væri nú lokið. Arnari líst ekkert á það: „Ég vona að ég nái að tala hana eitthvað til því Þórey Rósa er frábær. Það er svo margt sem hún gerir sem kannski ekki allir átta sig á. Hún hleypur mest í hverjum einasta leik, skilar sér vel til baka sem á móti svona liðum er ómetanlegt. Frábær í hóp. Það verður heldur betur sjónarsviptir af henni ef þetta reynist hennar síðasti leikur.“ Klippa: Arnar eftir síðasta leik á EM
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Fleiri fréttir Elísa meidd fyrir HM og nýliði með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Sjá meira