„Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ Sindri Sverrisson skrifar 3. desember 2024 21:43 Arnar Pétursson gengur stoltur frá EM enda íslenska liðið tekið greinilegum framförum þrátt fyrir skellinn í kvöld. Getty/Marco Wolf Arnar Pétursson segist ekki ætla að láta tapið stóra gegn Þýskalandi, í lokaleiknum á EM kvenna í handbolta, sitja í sér. Liðið hafi tekið ný skref á mótinu og muni læra helling. Eftir frábæra frammistöðu í fyrsta leik gegn Hollandi, og sigur gegn Úkraínu á sunnudag, varð Ísland að sætta sig við ellefu marka tap gegn Þýskalandi í kvöld og er því á heimleið af mótinu. „Þetta var bara erfiður leikur og við vorum í töluverðu brasi lengi vel. En ég held að ég jafni mig nú ansi fljótt. Ef maður horfir á mótið í heild sinni og hvað við höfum gert þá… ég er alla vega ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér,“ segir Arnar í samtali við Vísi í Innsbruck en viðtalið við hann má sjá hér neðar í greininni. „Þetta var bara erfiður leikur og við vorum í töluverðu brasi lengi vel. En ég held að ég jafni mig nú ansi fljótt. Ef maður horfir á mótið í heild sinni og hvað við höfum gert þá… ég er alla vega ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér,“ segir Arnar í samtali við Vísi í Innsbruck. „Þurfum að læra helling af þessu“ Ísland hékk í þýska liðinu í fyrri hálfleik og munurinn var aðeins þrjú mörk snemma í seinni hálfleik, en svo stungu Þjóðverjar af. „Þær eru eitt af bestu liðum heims, í þessum elítuklúbbi, og bara betri en við. Það er bara þannig. Við erum ekki endilega að horfa í þann pakka þegar við horfum til næstu 3-4 ára. Okkur langaði að þoka okkur upp listann en við lentum í vegg á móti þeim. Þær eru sterkar maður á mann og við lentum í brasi með að finna leiðir framhjá þeim. Það er kannski bara staðan núna. Við þurfum að læra helling af þessum leik og nýta hann í næstu skref. Auðvitað þurfum við aðeins að skoða hvað við gerðum og það eru hlutir þarna sem við hefðum getað gert öðruvísi. Við lærum af þessu og ég er sannfærður um það,“ segir Arnar. Vill tala Þóreyju Rósu til: Heldur betur sjónarsviptir Beðinn um að gera upp mótið í heild sagði hann: „Ég er í heildina mjög stoltur af því sem við gerðum hérna. Stoltur af stelpunum. Þær eru að koma á sitt fyrsta EM, okkar fyrsta EM í tólf ár, og við unnum fyrsta sigurinn. Við skrifuðum þá sögu og fórum inn í úrslitaleik við eitt af bestu liðum heims. Hann var erfiður eins og búast mátti við, en í heildina er ég sáttur við það sem við gerðum og stoltur af stelpunum.“ Þórey Rósa Stefánsdóttir sagði í viðtali við Vísi að hennar ferli með landsliðinu væri nú lokið. Arnari líst ekkert á það: „Ég vona að ég nái að tala hana eitthvað til því Þórey Rósa er frábær. Það er svo margt sem hún gerir sem kannski ekki allir átta sig á. Hún hleypur mest í hverjum einasta leik, skilar sér vel til baka sem á móti svona liðum er ómetanlegt. Frábær í hóp. Það verður heldur betur sjónarsviptir af henni ef þetta reynist hennar síðasti leikur.“ Klippa: Arnar eftir síðasta leik á EM Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
Eftir frábæra frammistöðu í fyrsta leik gegn Hollandi, og sigur gegn Úkraínu á sunnudag, varð Ísland að sætta sig við ellefu marka tap gegn Þýskalandi í kvöld og er því á heimleið af mótinu. „Þetta var bara erfiður leikur og við vorum í töluverðu brasi lengi vel. En ég held að ég jafni mig nú ansi fljótt. Ef maður horfir á mótið í heild sinni og hvað við höfum gert þá… ég er alla vega ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér,“ segir Arnar í samtali við Vísi í Innsbruck en viðtalið við hann má sjá hér neðar í greininni. „Þetta var bara erfiður leikur og við vorum í töluverðu brasi lengi vel. En ég held að ég jafni mig nú ansi fljótt. Ef maður horfir á mótið í heild sinni og hvað við höfum gert þá… ég er alla vega ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér,“ segir Arnar í samtali við Vísi í Innsbruck. „Þurfum að læra helling af þessu“ Ísland hékk í þýska liðinu í fyrri hálfleik og munurinn var aðeins þrjú mörk snemma í seinni hálfleik, en svo stungu Þjóðverjar af. „Þær eru eitt af bestu liðum heims, í þessum elítuklúbbi, og bara betri en við. Það er bara þannig. Við erum ekki endilega að horfa í þann pakka þegar við horfum til næstu 3-4 ára. Okkur langaði að þoka okkur upp listann en við lentum í vegg á móti þeim. Þær eru sterkar maður á mann og við lentum í brasi með að finna leiðir framhjá þeim. Það er kannski bara staðan núna. Við þurfum að læra helling af þessum leik og nýta hann í næstu skref. Auðvitað þurfum við aðeins að skoða hvað við gerðum og það eru hlutir þarna sem við hefðum getað gert öðruvísi. Við lærum af þessu og ég er sannfærður um það,“ segir Arnar. Vill tala Þóreyju Rósu til: Heldur betur sjónarsviptir Beðinn um að gera upp mótið í heild sagði hann: „Ég er í heildina mjög stoltur af því sem við gerðum hérna. Stoltur af stelpunum. Þær eru að koma á sitt fyrsta EM, okkar fyrsta EM í tólf ár, og við unnum fyrsta sigurinn. Við skrifuðum þá sögu og fórum inn í úrslitaleik við eitt af bestu liðum heims. Hann var erfiður eins og búast mátti við, en í heildina er ég sáttur við það sem við gerðum og stoltur af stelpunum.“ Þórey Rósa Stefánsdóttir sagði í viðtali við Vísi að hennar ferli með landsliðinu væri nú lokið. Arnari líst ekkert á það: „Ég vona að ég nái að tala hana eitthvað til því Þórey Rósa er frábær. Það er svo margt sem hún gerir sem kannski ekki allir átta sig á. Hún hleypur mest í hverjum einasta leik, skilar sér vel til baka sem á móti svona liðum er ómetanlegt. Frábær í hóp. Það verður heldur betur sjónarsviptir af henni ef þetta reynist hennar síðasti leikur.“ Klippa: Arnar eftir síðasta leik á EM
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti