Ný kynslóð – sama ofbeldið Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar 6. desember 2024 09:04 Alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi er þetta árið helgað baráttu gegn kvennamorðum, en það er hugtak sem hefur ekki verið mikið notað í íslenskri umræðu. Kvennamorð hafa þó sannarlega verið til staðar í íslenskri ofbeldissögu sem hrottalegasta birtingarmynd kynbundis ofbeldis, en slíkt ofbeldi er faraldur sem enn fær að geysa í íslensku samfélagi. Aukin fræðsla og vitundarvakning um birtingarmyndir ofbeldis í nánum samböndum hafa skilað okkur því að þolendur og aðstandendur þekkja betur mynstur ofbeldis í nánum samböndum. Komutölur í viðtalsþjónustu Kvennaathvarfsins segja okkur að konur og kvár leita sér oftar og jafnvel fyrr aðstoðar og stuðnings en áður. Það sem að slík vitundavakning virðist þó ekki skila er minna ofbeldi eða færri þolendur. Gerendum þeirra sem leita til Kvennaathvarfsins fækkar ekki, þeir eru enn á öllum aldri og úr öllum þjóðfélagsstigum íslensks samfélags. Bakslag í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi er í hæstu hæðum og kristallaðist ágætlega í niðurstöðum nýlegrar könnunar frá Finnlandi sem sýndi að fjórðungur finnskra karlmanna undir 35 ára aldri telur að konur gætu átt skilið að verða fyrir ofbeldi vegna þess hvernig þær hegða sér eða klæða sig. Orsakir slíks bakslags eru flóknar, en eitt þeirra vandamála sem við glímum við í baráttunni við kynbundið ofbeldi er úrræðaleysi réttarkerfisins, þar sem verkfæri til að tryggja öryggi þolenda eru máttlaus og andlegt ofbeldi ekki tekið nægilega alvarlega. Til þess að undirstrika alvarleika andlegs ofbeldis í nánum samböndum þá hafa rannsóknir í Ástralíu sýnt að rúm 40% kvenna sem voru þolendur nauðungarstjórnunnar höfðu ekki orðið fyrir líkamlegu ofbeldi og að morð er oft fyrsta líkamlega ofbeldið í slíku ofbeldissambandi. Annað vandamál er að ofbeldi í nánum samböndum virðist ekki fá sömu athygli og annað ofbeldi, sem gefur til kynna að við séum enn að eiga við þá gömlu mýtu að það sem gerist innan veggja heimilisins sé ekki endilega eitthvað sem við eigum að vera að skipta okkur af. Íhuga má hvort þetta sé ástæðan fyrir því að ekki sé hefð fyrir notkun á hugtakinu kvennamorð í íslenskri tungu og í raun ekki langt síðan að vísað var til slíkra tilfella sem „fjölskylduharmleiks“. Þessi tilgáta fær heldur betur byr undir báða vængi í nýlegri breskri samantekt sem sýnir að þar í landi eru refsingar við morði innan veggja heimilisins vægari en þegar konur eru drepnar á götum úti. Allt þetta sendir skýr skilaboð um að ofbeldi í nánum samböndum sé ekki eins alvarlegt og annað ofbeldi. Slík skilaboð búa til ómöguleika þegar unnið er að því að breyta afstöðu samfélagsins til kynbundis ofbeldis og gerir allt forvarnarstarf máttlaust. Það er ljóst að það þarf meira til en stöku vitundarvakningu til þess að ráða niðurlögum ofbeldis í nánum samböndum. Nýleg skýrsla á vegum WAVE (Women Against Violence Europe) mælir með því að beitt sé svokallaðri marglaga nálgun, sem sett er af stað samtímis á eins breiðum vettvangi og hægt er. Þetta þýðir að á sama tíma þarf að vinna að úrbótum í stofnanakerfi og lagaumhverfi, virkja stjórnmálaumræðu, auka virkni og meðvitund innan ólíkra samfélagshópa; og tryggja fræðslu á öllum stigum skólakerfisins – svo eitthvað sé nefnt. Skref í rétta átt eru sett fram í kröfugerð sem gefin hefur verið út í tilefni Kvennaárs 2025, en þessar kröfur setja tón sem fylgja þarf eftir með fleiri samhliða aðgerðum og samtali sem vinnur að því að rækta samkennd, tilfinningalega meðvitund og virðingu fyrir náunganum. Einungis slíkur samtakamáttur getur stuðlað að því að við komumst hjá því að horfa uppá nýja kynslóð eiga við sama ofbeldið. Höfundur er framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Kynferðisofbeldi Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Sjá meira
Alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi er þetta árið helgað baráttu gegn kvennamorðum, en það er hugtak sem hefur ekki verið mikið notað í íslenskri umræðu. Kvennamorð hafa þó sannarlega verið til staðar í íslenskri ofbeldissögu sem hrottalegasta birtingarmynd kynbundis ofbeldis, en slíkt ofbeldi er faraldur sem enn fær að geysa í íslensku samfélagi. Aukin fræðsla og vitundarvakning um birtingarmyndir ofbeldis í nánum samböndum hafa skilað okkur því að þolendur og aðstandendur þekkja betur mynstur ofbeldis í nánum samböndum. Komutölur í viðtalsþjónustu Kvennaathvarfsins segja okkur að konur og kvár leita sér oftar og jafnvel fyrr aðstoðar og stuðnings en áður. Það sem að slík vitundavakning virðist þó ekki skila er minna ofbeldi eða færri þolendur. Gerendum þeirra sem leita til Kvennaathvarfsins fækkar ekki, þeir eru enn á öllum aldri og úr öllum þjóðfélagsstigum íslensks samfélags. Bakslag í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi er í hæstu hæðum og kristallaðist ágætlega í niðurstöðum nýlegrar könnunar frá Finnlandi sem sýndi að fjórðungur finnskra karlmanna undir 35 ára aldri telur að konur gætu átt skilið að verða fyrir ofbeldi vegna þess hvernig þær hegða sér eða klæða sig. Orsakir slíks bakslags eru flóknar, en eitt þeirra vandamála sem við glímum við í baráttunni við kynbundið ofbeldi er úrræðaleysi réttarkerfisins, þar sem verkfæri til að tryggja öryggi þolenda eru máttlaus og andlegt ofbeldi ekki tekið nægilega alvarlega. Til þess að undirstrika alvarleika andlegs ofbeldis í nánum samböndum þá hafa rannsóknir í Ástralíu sýnt að rúm 40% kvenna sem voru þolendur nauðungarstjórnunnar höfðu ekki orðið fyrir líkamlegu ofbeldi og að morð er oft fyrsta líkamlega ofbeldið í slíku ofbeldissambandi. Annað vandamál er að ofbeldi í nánum samböndum virðist ekki fá sömu athygli og annað ofbeldi, sem gefur til kynna að við séum enn að eiga við þá gömlu mýtu að það sem gerist innan veggja heimilisins sé ekki endilega eitthvað sem við eigum að vera að skipta okkur af. Íhuga má hvort þetta sé ástæðan fyrir því að ekki sé hefð fyrir notkun á hugtakinu kvennamorð í íslenskri tungu og í raun ekki langt síðan að vísað var til slíkra tilfella sem „fjölskylduharmleiks“. Þessi tilgáta fær heldur betur byr undir báða vængi í nýlegri breskri samantekt sem sýnir að þar í landi eru refsingar við morði innan veggja heimilisins vægari en þegar konur eru drepnar á götum úti. Allt þetta sendir skýr skilaboð um að ofbeldi í nánum samböndum sé ekki eins alvarlegt og annað ofbeldi. Slík skilaboð búa til ómöguleika þegar unnið er að því að breyta afstöðu samfélagsins til kynbundis ofbeldis og gerir allt forvarnarstarf máttlaust. Það er ljóst að það þarf meira til en stöku vitundarvakningu til þess að ráða niðurlögum ofbeldis í nánum samböndum. Nýleg skýrsla á vegum WAVE (Women Against Violence Europe) mælir með því að beitt sé svokallaðri marglaga nálgun, sem sett er af stað samtímis á eins breiðum vettvangi og hægt er. Þetta þýðir að á sama tíma þarf að vinna að úrbótum í stofnanakerfi og lagaumhverfi, virkja stjórnmálaumræðu, auka virkni og meðvitund innan ólíkra samfélagshópa; og tryggja fræðslu á öllum stigum skólakerfisins – svo eitthvað sé nefnt. Skref í rétta átt eru sett fram í kröfugerð sem gefin hefur verið út í tilefni Kvennaárs 2025, en þessar kröfur setja tón sem fylgja þarf eftir með fleiri samhliða aðgerðum og samtali sem vinnur að því að rækta samkennd, tilfinningalega meðvitund og virðingu fyrir náunganum. Einungis slíkur samtakamáttur getur stuðlað að því að við komumst hjá því að horfa uppá nýja kynslóð eiga við sama ofbeldið. Höfundur er framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun