Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar 2. desember 2024 11:32 Skautafélag Reykjavíkur hefur vaxið gífurlega á síðustu árum og er stærsta skautafélag landsins. Árið 2023 æfðu yfir 800 iðkendur hjá félaginu í listskautum og íshokkí. Báðar þessar greinar deila einu 1800 m2 svelli í Skautahöllinni í Laugardal ásamt því að opið er fyrir almenning alla virka daga og um helgar. Félagið þjónar skautaiðkendum á öllu höfuðborgarsvæðinu og víðar. Félagið fær úthlutað samtals 50 klukkustundum á viku á ís undir æfingar á þessu eina svelli sem er langt frá því að mæta þörfum félagsins. Af þessum tímum eru 20% fyrir klukkan 16 á virkum dögum og rúm 10% eftir klukkan 21 á virkum kvöldum. Þetta eru tímar sem nýtast illa og einungis standa eftir 35 góðir ístímar fyrir bæði íshokkí og listskauta til að deila fyrir alla flokka frá börnum og upp í fullorðna, frá byrjendum upp í afreksstarf. Nú er staðan orðin þannig að skortur á ístíma kemur í veg fyrir að félagið geti stækkað mikið meira. Listskautadeildin er sprungin og krakkar settir á biðlista til að eiga möguleika á því að æfa og íshokkídeildin er í vandræðum með að koma fyrir öllum flokkum nú þegar uppbyggingarstarf síðustu ára er farið að skila sér upp í eldri flokka. Íshokkídeildin nálgast þreföldun á iðkendafjölda 18 ára og yngri síðan 2017. Þörfin fyrir meiri ístíma er því gífurleg og áríðandi að bæta úr því sem allra fyrst. Árið 2021 gerði ÍBR greiningu á ístímum félagsins og var þar staðfest þessi mikla þörf. Samkvæmt greiningunni þyrfti félagið 15-20 fleiri tíma á viku bara til að uppfylla lágmarksþörfina eða 30-40% meiri ístíma. Síðan þá hefur iðkendum fjölgað mjög mikið og fleiri flokkar bæst við og þörfin því enn meiri í dag. Árið 2020 skilaði stýrihópur um stefnu í íþróttamálum forgangsröðun í uppbyggingu íþróttamannvirkja í Reykjavík. Þar lenti viðbygging við Skautahöllina með æfingasvelli mjög ofarlega eða í 6. sæti. Verkefnin voru metin út frá bæði fjárhagslegum og félagslegum forsendum. Þrátt fyrir hversu brýnt verkefnið er og hversu ofarlega það lenti hefur því miðað hægt. Félagið er þakklátt fyrir það sem nú þegar hefur verið gert í Skautahöllinni en nýr LED skjár, klukka og sæti í stúku voru sett upp síðasta vetur. Síðasta sumar voru battar í kringum ísinn endurnýjaðir sem löngu voru úr sér gengnir enda upprunalegir frá því að skautasvellið var byggt sem útisvell árið 1990. En betur má ef duga skal. Aðstaða sem nútímaíþróttafólk þarf til að ná árangri eins og upphitunarsvæði og þrek- og lyftingaraðstaða er ekki til staðar í Skautahöllinni en gert er ráð fyrir því í drögum að viðbyggingu ásamt skrifstofu, veislusal, fleiri klefum, geymslum og öðru sem lyft getur starfi félagsins upp á hærra plan. Skautaíþróttir eru í dauðafæri við að festa sig almennilega í sessi í Reykjavík en félagið þarf meiri ístíma og betri aðstöðu til þess að tryggja framgang þessara frábæru íþrótta. Metnaðarfullir sjálfboðaliðar hafa unnið hörðum höndum við uppbyggingu félagsins og tryggt stöðugleika í stjórnun og þjálfun undanfarin ár en þarf nú stuðning Reykjavíkurborgar til að stækka höllina og tryggja fleiri ístíma svo skautaíþróttir geti haldið áfram að stækka og eflast í Laugardalnum. Ég skora á Reykjavíkurborg að tryggja framgang þessa mikilvæga verkefnis og ýta undir fjölbreytta flóru íþrótta þar sem allir finna eitthvað við sitt hæfi. Höfundur er grafískur hönnuður og situr í stjórn Skautafélags Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skautaíþróttir Reykjavík Íþróttir barna Mest lesið Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 15. maí 2023 - 75 ár frá upphafi Nakba Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Skautafélag Reykjavíkur hefur vaxið gífurlega á síðustu árum og er stærsta skautafélag landsins. Árið 2023 æfðu yfir 800 iðkendur hjá félaginu í listskautum og íshokkí. Báðar þessar greinar deila einu 1800 m2 svelli í Skautahöllinni í Laugardal ásamt því að opið er fyrir almenning alla virka daga og um helgar. Félagið þjónar skautaiðkendum á öllu höfuðborgarsvæðinu og víðar. Félagið fær úthlutað samtals 50 klukkustundum á viku á ís undir æfingar á þessu eina svelli sem er langt frá því að mæta þörfum félagsins. Af þessum tímum eru 20% fyrir klukkan 16 á virkum dögum og rúm 10% eftir klukkan 21 á virkum kvöldum. Þetta eru tímar sem nýtast illa og einungis standa eftir 35 góðir ístímar fyrir bæði íshokkí og listskauta til að deila fyrir alla flokka frá börnum og upp í fullorðna, frá byrjendum upp í afreksstarf. Nú er staðan orðin þannig að skortur á ístíma kemur í veg fyrir að félagið geti stækkað mikið meira. Listskautadeildin er sprungin og krakkar settir á biðlista til að eiga möguleika á því að æfa og íshokkídeildin er í vandræðum með að koma fyrir öllum flokkum nú þegar uppbyggingarstarf síðustu ára er farið að skila sér upp í eldri flokka. Íshokkídeildin nálgast þreföldun á iðkendafjölda 18 ára og yngri síðan 2017. Þörfin fyrir meiri ístíma er því gífurleg og áríðandi að bæta úr því sem allra fyrst. Árið 2021 gerði ÍBR greiningu á ístímum félagsins og var þar staðfest þessi mikla þörf. Samkvæmt greiningunni þyrfti félagið 15-20 fleiri tíma á viku bara til að uppfylla lágmarksþörfina eða 30-40% meiri ístíma. Síðan þá hefur iðkendum fjölgað mjög mikið og fleiri flokkar bæst við og þörfin því enn meiri í dag. Árið 2020 skilaði stýrihópur um stefnu í íþróttamálum forgangsröðun í uppbyggingu íþróttamannvirkja í Reykjavík. Þar lenti viðbygging við Skautahöllina með æfingasvelli mjög ofarlega eða í 6. sæti. Verkefnin voru metin út frá bæði fjárhagslegum og félagslegum forsendum. Þrátt fyrir hversu brýnt verkefnið er og hversu ofarlega það lenti hefur því miðað hægt. Félagið er þakklátt fyrir það sem nú þegar hefur verið gert í Skautahöllinni en nýr LED skjár, klukka og sæti í stúku voru sett upp síðasta vetur. Síðasta sumar voru battar í kringum ísinn endurnýjaðir sem löngu voru úr sér gengnir enda upprunalegir frá því að skautasvellið var byggt sem útisvell árið 1990. En betur má ef duga skal. Aðstaða sem nútímaíþróttafólk þarf til að ná árangri eins og upphitunarsvæði og þrek- og lyftingaraðstaða er ekki til staðar í Skautahöllinni en gert er ráð fyrir því í drögum að viðbyggingu ásamt skrifstofu, veislusal, fleiri klefum, geymslum og öðru sem lyft getur starfi félagsins upp á hærra plan. Skautaíþróttir eru í dauðafæri við að festa sig almennilega í sessi í Reykjavík en félagið þarf meiri ístíma og betri aðstöðu til þess að tryggja framgang þessara frábæru íþrótta. Metnaðarfullir sjálfboðaliðar hafa unnið hörðum höndum við uppbyggingu félagsins og tryggt stöðugleika í stjórnun og þjálfun undanfarin ár en þarf nú stuðning Reykjavíkurborgar til að stækka höllina og tryggja fleiri ístíma svo skautaíþróttir geti haldið áfram að stækka og eflast í Laugardalnum. Ég skora á Reykjavíkurborg að tryggja framgang þessa mikilvæga verkefnis og ýta undir fjölbreytta flóru íþrótta þar sem allir finna eitthvað við sitt hæfi. Höfundur er grafískur hönnuður og situr í stjórn Skautafélags Reykjavíkur.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun