Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar 14. maí 2025 08:00 Í fjárfestingum á markaði gæti verið freistandi tilhugsun að reyna að kaupa þegar manni virðist verð vera lágt og selja frekar þegar það er hátt. Einnig að fara inn á markaðinn þegar maður telur að verhækkanir séu í nánd og halda sig til hlés þegar maður á von á verðlækkunum. Það er að reyna að tímasetja markaðinn. Rannsóknir fyrirtækjanna Dalbar og Morningstar í gegnum árin hafa sýnt að meðalfjárfestar í hlutabréfasjóðum ná ekki sama árangri og S&P 500 vísitalan vegna þess að þeir reyna að tímasetja markaðinn. Mat Dalbar var að á árinu 2024 hafi meðalfjárfestir í hlutabréfasjóðum ávaxtað safn sitt um 16,5% þegar S&P 500 vísitalan skilaði um 25% ávöxtun. Fram til ársloka 2023 og síðustu 30 ár á undan hækkaði vísitalan árlega að meðaltali um 10% en meðalfjárfestir árlega um 8%. Miðað við $100.000 fjárfestingu hefði vístalan endað í um 1,8 milljón dollurum en meðalfjárfestir í um 1 milljón dollurum. Viðskipti sem byggð eru á væntingum um skammtíma verðsveiflur er spákaupmennska að mati hagfræðingsins John Maynard Keynes og fjárfestisins Benjamin Graham, sem var lærifaðir Warren Buffett. Warren Buffett hefur sjálfur sagt að tímasetja markaðinn sé ekki góð strategía. Líklega eru skaðlegustu ákvarðanirnar teknar þegar allir eru að tala um markaðinn sem er þegar bjartsýni eða svartsýni er í hámarki. Eðlisfræðingurinn Isaac Newton keypti á sínum tíma lítillega í South Sea fyrirtækinu og seldi með talsverðum hagnaði skömmu síðar. Eftir að hann sá að verðið hækkaði enn meira, keypti hann aftur og enn meira áður en allt hrundi svo að lokum. Þetta hefur verið kallað South Sea bólan. Hann á að hafa sagt eftir þetta að hann gæti reiknað út hreyfingu himintunglanna en ekki brjálæði mannsins. Það er afar erfitt að tímasetja markaðinn og virðist oftast vera viðleitni fjárfesta að reyna að sjá fyrir hvort aðrir muni kaupa eða selja með tilheyrandi áhrifum á verð fremur en á raunverulegu mati á fjárfestingunni. Fyrirtækin sjálf eru ekkert sérstaklega góð að spá fyrir um hagnað næstu mánuði fram í tímann. Sífelld kaup og sala byggð á spám um hvað muni gerast næstu misserin er kostnaðarsöm. Það truflar áhrif vaxtavaxta til langs tíma og fórnar þar með helsta forskoti sem langtímafjárfestir hefur, sem er tími. Líklegra til árangurs er að beita svokallaðri „dollar-cost averaging“ aðferð fyrir hinn almenna fjárfesti en í því felst að kaupa reglulega yfir tíma, t.d. mánaðarlegur sparnaður, óháð því sem er að gerast á markaði. Með því er viðskiptakostnaði haldið í lágmarki og dregið úr áhættu sem tengist því að reyna að tímasetja markaðinn. Höfundur er fjármálaráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjármál heimilisins Baldvin Ingi Sigurðsson Mest lesið Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Bjarki Sigurðsson Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Bjarki Sigurðsson skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Sjá meira
Í fjárfestingum á markaði gæti verið freistandi tilhugsun að reyna að kaupa þegar manni virðist verð vera lágt og selja frekar þegar það er hátt. Einnig að fara inn á markaðinn þegar maður telur að verhækkanir séu í nánd og halda sig til hlés þegar maður á von á verðlækkunum. Það er að reyna að tímasetja markaðinn. Rannsóknir fyrirtækjanna Dalbar og Morningstar í gegnum árin hafa sýnt að meðalfjárfestar í hlutabréfasjóðum ná ekki sama árangri og S&P 500 vísitalan vegna þess að þeir reyna að tímasetja markaðinn. Mat Dalbar var að á árinu 2024 hafi meðalfjárfestir í hlutabréfasjóðum ávaxtað safn sitt um 16,5% þegar S&P 500 vísitalan skilaði um 25% ávöxtun. Fram til ársloka 2023 og síðustu 30 ár á undan hækkaði vísitalan árlega að meðaltali um 10% en meðalfjárfestir árlega um 8%. Miðað við $100.000 fjárfestingu hefði vístalan endað í um 1,8 milljón dollurum en meðalfjárfestir í um 1 milljón dollurum. Viðskipti sem byggð eru á væntingum um skammtíma verðsveiflur er spákaupmennska að mati hagfræðingsins John Maynard Keynes og fjárfestisins Benjamin Graham, sem var lærifaðir Warren Buffett. Warren Buffett hefur sjálfur sagt að tímasetja markaðinn sé ekki góð strategía. Líklega eru skaðlegustu ákvarðanirnar teknar þegar allir eru að tala um markaðinn sem er þegar bjartsýni eða svartsýni er í hámarki. Eðlisfræðingurinn Isaac Newton keypti á sínum tíma lítillega í South Sea fyrirtækinu og seldi með talsverðum hagnaði skömmu síðar. Eftir að hann sá að verðið hækkaði enn meira, keypti hann aftur og enn meira áður en allt hrundi svo að lokum. Þetta hefur verið kallað South Sea bólan. Hann á að hafa sagt eftir þetta að hann gæti reiknað út hreyfingu himintunglanna en ekki brjálæði mannsins. Það er afar erfitt að tímasetja markaðinn og virðist oftast vera viðleitni fjárfesta að reyna að sjá fyrir hvort aðrir muni kaupa eða selja með tilheyrandi áhrifum á verð fremur en á raunverulegu mati á fjárfestingunni. Fyrirtækin sjálf eru ekkert sérstaklega góð að spá fyrir um hagnað næstu mánuði fram í tímann. Sífelld kaup og sala byggð á spám um hvað muni gerast næstu misserin er kostnaðarsöm. Það truflar áhrif vaxtavaxta til langs tíma og fórnar þar með helsta forskoti sem langtímafjárfestir hefur, sem er tími. Líklegra til árangurs er að beita svokallaðri „dollar-cost averaging“ aðferð fyrir hinn almenna fjárfesti en í því felst að kaupa reglulega yfir tíma, t.d. mánaðarlegur sparnaður, óháð því sem er að gerast á markaði. Með því er viðskiptakostnaði haldið í lágmarki og dregið úr áhættu sem tengist því að reyna að tímasetja markaðinn. Höfundur er fjármálaráðgjafi.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun