Skýrsla Vals: Söguleg snilld Valur Páll Eiríksson skrifar 1. desember 2024 23:17 Stelpurnar okkar voru frábærar í kvöld. Christina Pahnke - sampics/Getty Images Eftir sjö töp í sjö leikjum kom fyrsti sigur íslensks kvennalandsliðs á Evrópumóti í kvöld. Mikilvægum áfanga náð í vegferð þessa liðs sem ætlar sér enn meira. Einbeitingin var rosaleg í upphafi leiks. Ísland var að mæta ekkert eðlilega stóru og sterku liði. Það var eins og körfuboltalandslið Úkraínu væri mætt. Elín Jóna átti mikið í góðri byrjun þar sem hún varði fyrstu fimm skotin sem hún fékk á sig. Þær úkraínsku voru orðnar svo hræddar að þær bombuðu hátt yfir úr fyrsta vítakastinu. Stelpurnar leystu vel að spila sex gegn sjö sóknarmönnum, þar sem Úkraína spilaði með tvo turna á línunni. Staðan úr 4-3 í 8-3 fyrir Ísland og liðinu gekk vel að keyra upp hraðann. Staðan 16-9 í hálfleik, sjö mörk úr hraðaupphlaupum, Elín Jóna með 60 prósent, já – 60 prósent markvörslu. Ísland líka með átta löglegar stöðvanir í fyrri hálfleik, meira en allan leikinn við Holland. Úkraína neyddist í níu tapaða bolta. Vörn, sókn, markvarsla – allt var að smella. Stelpurnar gerðu þetta full spennandi eftir hléið. Það dró aðeins úr hraðaupphlaupsmörkum Íslands og úkraínska liðið vann sig inn í leikinn. Alltaf þegar þær virtust ætla að skapa alvöru spennu kom hins vegar mark eða góð markvarsla og Hafdís Renötudóttir átti nokkrar góðar í seinni hálfleik. Vörnin á mikið hrós skilið fyrir að hafa tekist sex, eða jafnvel fimm, á við sjö úkraínska turna í gott sem 50 mínútur. Berglind frábær fyrir framan í 5-1 vörninni og naut sín vel, Thea með mörg stopp og heilt yfir frábær liðsframmistaða á alla kanta. Perlu Ruth leið ekkert frábærlega á bekknum undir lok leiks og kom smá stress. Maður fann það einnig en karakterinn og liðsheildin skilaði þessu yfir línuna. Díana Dögg á sérstaklega hrós skilið fyrir frábæra innkomu. Hún kom inn af fítonskrafti þegar aðrar voru ragari í sókninni. Þetta er sögulegt. Þetta er stórt. Eftir sjö leiki og sjö töp á Evrópumóti er fyrsti sigurinn á EM staðreynd. Stuðningurinn geggjaður úr stúkunni og yndisleg stund eftir leik þegar stelpurnar fögnuðu með sínu fólki, sem þær gleyma eflaust seint. Haldið verður upp á sigurinn í kvöld en á morgun fara okkar konur að einblína á Þjóðverja. Gríðarsterkt lið sem sýndi sig gegn bæði Úkraínu og Hollandi fyrr í kvöld. En það er með mikla pressu á herðunum. Með þessar stelpur okkar í framlínunni er allt hægt og ég efast ekki um að stefnan sé sett á milliriðil í Vínarborg. Landslið kvenna í handbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Fleiri fréttir Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Sjá meira
Einbeitingin var rosaleg í upphafi leiks. Ísland var að mæta ekkert eðlilega stóru og sterku liði. Það var eins og körfuboltalandslið Úkraínu væri mætt. Elín Jóna átti mikið í góðri byrjun þar sem hún varði fyrstu fimm skotin sem hún fékk á sig. Þær úkraínsku voru orðnar svo hræddar að þær bombuðu hátt yfir úr fyrsta vítakastinu. Stelpurnar leystu vel að spila sex gegn sjö sóknarmönnum, þar sem Úkraína spilaði með tvo turna á línunni. Staðan úr 4-3 í 8-3 fyrir Ísland og liðinu gekk vel að keyra upp hraðann. Staðan 16-9 í hálfleik, sjö mörk úr hraðaupphlaupum, Elín Jóna með 60 prósent, já – 60 prósent markvörslu. Ísland líka með átta löglegar stöðvanir í fyrri hálfleik, meira en allan leikinn við Holland. Úkraína neyddist í níu tapaða bolta. Vörn, sókn, markvarsla – allt var að smella. Stelpurnar gerðu þetta full spennandi eftir hléið. Það dró aðeins úr hraðaupphlaupsmörkum Íslands og úkraínska liðið vann sig inn í leikinn. Alltaf þegar þær virtust ætla að skapa alvöru spennu kom hins vegar mark eða góð markvarsla og Hafdís Renötudóttir átti nokkrar góðar í seinni hálfleik. Vörnin á mikið hrós skilið fyrir að hafa tekist sex, eða jafnvel fimm, á við sjö úkraínska turna í gott sem 50 mínútur. Berglind frábær fyrir framan í 5-1 vörninni og naut sín vel, Thea með mörg stopp og heilt yfir frábær liðsframmistaða á alla kanta. Perlu Ruth leið ekkert frábærlega á bekknum undir lok leiks og kom smá stress. Maður fann það einnig en karakterinn og liðsheildin skilaði þessu yfir línuna. Díana Dögg á sérstaklega hrós skilið fyrir frábæra innkomu. Hún kom inn af fítonskrafti þegar aðrar voru ragari í sókninni. Þetta er sögulegt. Þetta er stórt. Eftir sjö leiki og sjö töp á Evrópumóti er fyrsti sigurinn á EM staðreynd. Stuðningurinn geggjaður úr stúkunni og yndisleg stund eftir leik þegar stelpurnar fögnuðu með sínu fólki, sem þær gleyma eflaust seint. Haldið verður upp á sigurinn í kvöld en á morgun fara okkar konur að einblína á Þjóðverja. Gríðarsterkt lið sem sýndi sig gegn bæði Úkraínu og Hollandi fyrr í kvöld. En það er með mikla pressu á herðunum. Með þessar stelpur okkar í framlínunni er allt hægt og ég efast ekki um að stefnan sé sett á milliriðil í Vínarborg.
Landslið kvenna í handbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Fleiri fréttir Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Sjá meira