Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar 1. desember 2024 11:03 Þar sem prófatíð byrjaði í Háskólanum á Akureyri síðastliðinn föstudag, 29. nóvember og Alþingiskosningar gengu í garð laugardaginn 30. nóvember. Það er ekki á hverju ári þar sem að við stúdentar stöndum frammi fyrir kosningum í miðri prófatíð. Þessi prófaundirbúningur einkenndist af lestri, glósum og kappræðum. Þrátt fyrir annasaman tíma hjá stúdentum landsins vona ég samt að stúdentar hafi skilað sér á kjörstað og nýtt kosningarétt sinn, hvort sem það hafi verið utan kjörfundar eða mætt í gær á sinn kjörstað og nýtt réttinn. Það er nefnilega þetta með lýðræðið, við megum ekki taka því sem sjálfsögðum hlut. Í dag er nefnilega 1. desember sem þýðir ekki bara það að sé dagur stúdenta á Íslandi í dag og heldur ekki bara að við fáum að sjá hvað kom upp úr kjörkössunum heldur einnig að í dag er fullveldisdagur Íslands. Í dag eru 108 ár frá því að Danmörk viðurkenndi að Ísland væri fullvalda og frjálst ríki með sambandslögunum. Hversu lánsöm erum við öll, að í dag búum við í lýðræðisríki þar sem rödd okkar allra skiptir máli. Þar sem við fáum að hafa eitthvað um það að segja hverjir stjórna landinu okkar. Um daginn héldum við pallborðsumræður hér í hátíðarsal skólans og þær gengu vonum framar. Með þeim langaði okkur að sýna að við stúdentar viljum svo sannarlega láta okkur málin varða. Flokkarnir tóku allir vel í þessa hugmynd okkar og við erum ennþá mjög þakklát fyrir þann tíma sem frambjóðendur gáfu okkur á þessum annasömu dögum sem hafa verið núna. Á pallborðinu umrædda voru nokkrar hraðaspurningar bornar til frambjóðenda þar sem þau höfðu eingöngu tækifæri á að svara með JÁ eða NEI spjöldum. Í þeim voru t.d. allir flokkar sammála um það að auka þyrfti fjárveitingar til háskóla og voru flokkarnir einnig sammála um það að Menntasjóðurinn í sinni núverandi mynd uppfylli ekki hlutverk sitt sem félagslegur jöfnunarsjóður. Það er staðreynd að stúdentar vinna of mikið með háskólanámi á Íslandi í dag. Og því ættu stúdentar að hafa þann kost að taka full námslán án þess að hafa áhyggjur af þeim út lífið. En því miður er staðan ekki svoleiðis í dag og því eru margir stúdentar sem vinna mikið með skóla. Því finnst mér mjög góðar fréttir að flokkarnir virtust allir sammála um það að Menntasjóðurinn uppfylli ekki hlutverk sitt sem félagslegur jöfnunarsjóður og verður því gaman að sjá hvað gerist á næstu árum hjá þeirri nýju ríkisstjórn sem myndast. Einnig verður líka spennandi að sjá hvort að ný ríkisstjórn auki fjárveitingar til háskóla á Íslandi eins og allir flokkarnir virtust sammála um í fyrstu hraðaspurningu sem borin var upp. Það eru svo sannarlega bjartir og spennandi tímar fram undan en megum samt ekki gleyma að njóta hvers dags sem við fáum. Höfundur er forseti SHA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Þar sem prófatíð byrjaði í Háskólanum á Akureyri síðastliðinn föstudag, 29. nóvember og Alþingiskosningar gengu í garð laugardaginn 30. nóvember. Það er ekki á hverju ári þar sem að við stúdentar stöndum frammi fyrir kosningum í miðri prófatíð. Þessi prófaundirbúningur einkenndist af lestri, glósum og kappræðum. Þrátt fyrir annasaman tíma hjá stúdentum landsins vona ég samt að stúdentar hafi skilað sér á kjörstað og nýtt kosningarétt sinn, hvort sem það hafi verið utan kjörfundar eða mætt í gær á sinn kjörstað og nýtt réttinn. Það er nefnilega þetta með lýðræðið, við megum ekki taka því sem sjálfsögðum hlut. Í dag er nefnilega 1. desember sem þýðir ekki bara það að sé dagur stúdenta á Íslandi í dag og heldur ekki bara að við fáum að sjá hvað kom upp úr kjörkössunum heldur einnig að í dag er fullveldisdagur Íslands. Í dag eru 108 ár frá því að Danmörk viðurkenndi að Ísland væri fullvalda og frjálst ríki með sambandslögunum. Hversu lánsöm erum við öll, að í dag búum við í lýðræðisríki þar sem rödd okkar allra skiptir máli. Þar sem við fáum að hafa eitthvað um það að segja hverjir stjórna landinu okkar. Um daginn héldum við pallborðsumræður hér í hátíðarsal skólans og þær gengu vonum framar. Með þeim langaði okkur að sýna að við stúdentar viljum svo sannarlega láta okkur málin varða. Flokkarnir tóku allir vel í þessa hugmynd okkar og við erum ennþá mjög þakklát fyrir þann tíma sem frambjóðendur gáfu okkur á þessum annasömu dögum sem hafa verið núna. Á pallborðinu umrædda voru nokkrar hraðaspurningar bornar til frambjóðenda þar sem þau höfðu eingöngu tækifæri á að svara með JÁ eða NEI spjöldum. Í þeim voru t.d. allir flokkar sammála um það að auka þyrfti fjárveitingar til háskóla og voru flokkarnir einnig sammála um það að Menntasjóðurinn í sinni núverandi mynd uppfylli ekki hlutverk sitt sem félagslegur jöfnunarsjóður. Það er staðreynd að stúdentar vinna of mikið með háskólanámi á Íslandi í dag. Og því ættu stúdentar að hafa þann kost að taka full námslán án þess að hafa áhyggjur af þeim út lífið. En því miður er staðan ekki svoleiðis í dag og því eru margir stúdentar sem vinna mikið með skóla. Því finnst mér mjög góðar fréttir að flokkarnir virtust allir sammála um það að Menntasjóðurinn uppfylli ekki hlutverk sitt sem félagslegur jöfnunarsjóður og verður því gaman að sjá hvað gerist á næstu árum hjá þeirri nýju ríkisstjórn sem myndast. Einnig verður líka spennandi að sjá hvort að ný ríkisstjórn auki fjárveitingar til háskóla á Íslandi eins og allir flokkarnir virtust sammála um í fyrstu hraðaspurningu sem borin var upp. Það eru svo sannarlega bjartir og spennandi tímar fram undan en megum samt ekki gleyma að njóta hvers dags sem við fáum. Höfundur er forseti SHA.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun