Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar 1. desember 2024 11:03 Þar sem prófatíð byrjaði í Háskólanum á Akureyri síðastliðinn föstudag, 29. nóvember og Alþingiskosningar gengu í garð laugardaginn 30. nóvember. Það er ekki á hverju ári þar sem að við stúdentar stöndum frammi fyrir kosningum í miðri prófatíð. Þessi prófaundirbúningur einkenndist af lestri, glósum og kappræðum. Þrátt fyrir annasaman tíma hjá stúdentum landsins vona ég samt að stúdentar hafi skilað sér á kjörstað og nýtt kosningarétt sinn, hvort sem það hafi verið utan kjörfundar eða mætt í gær á sinn kjörstað og nýtt réttinn. Það er nefnilega þetta með lýðræðið, við megum ekki taka því sem sjálfsögðum hlut. Í dag er nefnilega 1. desember sem þýðir ekki bara það að sé dagur stúdenta á Íslandi í dag og heldur ekki bara að við fáum að sjá hvað kom upp úr kjörkössunum heldur einnig að í dag er fullveldisdagur Íslands. Í dag eru 108 ár frá því að Danmörk viðurkenndi að Ísland væri fullvalda og frjálst ríki með sambandslögunum. Hversu lánsöm erum við öll, að í dag búum við í lýðræðisríki þar sem rödd okkar allra skiptir máli. Þar sem við fáum að hafa eitthvað um það að segja hverjir stjórna landinu okkar. Um daginn héldum við pallborðsumræður hér í hátíðarsal skólans og þær gengu vonum framar. Með þeim langaði okkur að sýna að við stúdentar viljum svo sannarlega láta okkur málin varða. Flokkarnir tóku allir vel í þessa hugmynd okkar og við erum ennþá mjög þakklát fyrir þann tíma sem frambjóðendur gáfu okkur á þessum annasömu dögum sem hafa verið núna. Á pallborðinu umrædda voru nokkrar hraðaspurningar bornar til frambjóðenda þar sem þau höfðu eingöngu tækifæri á að svara með JÁ eða NEI spjöldum. Í þeim voru t.d. allir flokkar sammála um það að auka þyrfti fjárveitingar til háskóla og voru flokkarnir einnig sammála um það að Menntasjóðurinn í sinni núverandi mynd uppfylli ekki hlutverk sitt sem félagslegur jöfnunarsjóður. Það er staðreynd að stúdentar vinna of mikið með háskólanámi á Íslandi í dag. Og því ættu stúdentar að hafa þann kost að taka full námslán án þess að hafa áhyggjur af þeim út lífið. En því miður er staðan ekki svoleiðis í dag og því eru margir stúdentar sem vinna mikið með skóla. Því finnst mér mjög góðar fréttir að flokkarnir virtust allir sammála um það að Menntasjóðurinn uppfylli ekki hlutverk sitt sem félagslegur jöfnunarsjóður og verður því gaman að sjá hvað gerist á næstu árum hjá þeirri nýju ríkisstjórn sem myndast. Einnig verður líka spennandi að sjá hvort að ný ríkisstjórn auki fjárveitingar til háskóla á Íslandi eins og allir flokkarnir virtust sammála um í fyrstu hraðaspurningu sem borin var upp. Það eru svo sannarlega bjartir og spennandi tímar fram undan en megum samt ekki gleyma að njóta hvers dags sem við fáum. Höfundur er forseti SHA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Mest lesið Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Þar sem prófatíð byrjaði í Háskólanum á Akureyri síðastliðinn föstudag, 29. nóvember og Alþingiskosningar gengu í garð laugardaginn 30. nóvember. Það er ekki á hverju ári þar sem að við stúdentar stöndum frammi fyrir kosningum í miðri prófatíð. Þessi prófaundirbúningur einkenndist af lestri, glósum og kappræðum. Þrátt fyrir annasaman tíma hjá stúdentum landsins vona ég samt að stúdentar hafi skilað sér á kjörstað og nýtt kosningarétt sinn, hvort sem það hafi verið utan kjörfundar eða mætt í gær á sinn kjörstað og nýtt réttinn. Það er nefnilega þetta með lýðræðið, við megum ekki taka því sem sjálfsögðum hlut. Í dag er nefnilega 1. desember sem þýðir ekki bara það að sé dagur stúdenta á Íslandi í dag og heldur ekki bara að við fáum að sjá hvað kom upp úr kjörkössunum heldur einnig að í dag er fullveldisdagur Íslands. Í dag eru 108 ár frá því að Danmörk viðurkenndi að Ísland væri fullvalda og frjálst ríki með sambandslögunum. Hversu lánsöm erum við öll, að í dag búum við í lýðræðisríki þar sem rödd okkar allra skiptir máli. Þar sem við fáum að hafa eitthvað um það að segja hverjir stjórna landinu okkar. Um daginn héldum við pallborðsumræður hér í hátíðarsal skólans og þær gengu vonum framar. Með þeim langaði okkur að sýna að við stúdentar viljum svo sannarlega láta okkur málin varða. Flokkarnir tóku allir vel í þessa hugmynd okkar og við erum ennþá mjög þakklát fyrir þann tíma sem frambjóðendur gáfu okkur á þessum annasömu dögum sem hafa verið núna. Á pallborðinu umrædda voru nokkrar hraðaspurningar bornar til frambjóðenda þar sem þau höfðu eingöngu tækifæri á að svara með JÁ eða NEI spjöldum. Í þeim voru t.d. allir flokkar sammála um það að auka þyrfti fjárveitingar til háskóla og voru flokkarnir einnig sammála um það að Menntasjóðurinn í sinni núverandi mynd uppfylli ekki hlutverk sitt sem félagslegur jöfnunarsjóður. Það er staðreynd að stúdentar vinna of mikið með háskólanámi á Íslandi í dag. Og því ættu stúdentar að hafa þann kost að taka full námslán án þess að hafa áhyggjur af þeim út lífið. En því miður er staðan ekki svoleiðis í dag og því eru margir stúdentar sem vinna mikið með skóla. Því finnst mér mjög góðar fréttir að flokkarnir virtust allir sammála um það að Menntasjóðurinn uppfylli ekki hlutverk sitt sem félagslegur jöfnunarsjóður og verður því gaman að sjá hvað gerist á næstu árum hjá þeirri nýju ríkisstjórn sem myndast. Einnig verður líka spennandi að sjá hvort að ný ríkisstjórn auki fjárveitingar til háskóla á Íslandi eins og allir flokkarnir virtust sammála um í fyrstu hraðaspurningu sem borin var upp. Það eru svo sannarlega bjartir og spennandi tímar fram undan en megum samt ekki gleyma að njóta hvers dags sem við fáum. Höfundur er forseti SHA.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar