Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar 30. nóvember 2024 11:31 Kjördagur er nú runninn upp og því mikilvægt að þú gerir tvennt í dag. Í fyrsta lagi að nýta kosningaréttinn þinn, því lýðræðið og rétturinn til að kjósa er ótrúlega dýrmætur og alls ekki sjálfgefinn eins og við eigum öll að vita. Hitt sem er mikilvægt, er að þú kjósir Viðreisn með því að setja x við C. Mig langar að færa þrenns konar rök fyrir því að þið kjósið Viðreisn í dag: 1. Meira frelsi Viðreisn setur frelsið í forgang. Við ætlum ekki að vera flokkurinn sem sífellt þarf að hafa vit fyrir fólki heldur treysta fólki til þess að haga lífi sínu eins og það kýs. Frelsi til þess elska þann sem við viljum, frelsi til þess að ráða yfir eigin líkama og auk þess raunverulegt frelsi til athafna en ekki hagsmunabarátta fyrir útvalda í nafni frelsisins. 2. Skynsamleg hagstjórn fyrir lægri verðbólgu Verðbólga hefur haft alvarleg áhrif á íslenskan almenning undanfarið og dregið úr kaupmætti. Fylgifiskur verðbólgu eru háir vextir sem hafa alvarleg áhrif á efnahag heimila og fyrirtækja. Viðreisn leggur áherslu á stöðugleika með ábyrgri hagstjórn. Markmiðið er að lækka verðbólgu og vexti, greiða niður skuldir ríkisins og minnka þar með vaxtabyrði ríkisins. Þetta gerum við með markvissari nýtingu opinbers fjár, þar á meðal með því að sameina stofnanir og draga úr óþarfa verkefnum. 3. Velferð barna og ungmenna í öndvegi Líðan barna og ungmenna hefur versnað síðustu ár, og fjölmargar fjölskyldur eiga í erfiðleikum af þeim sökum. Viðreisn leggur til aukið aðgengi að sálfræðiþjónustu í skólum og meiri stuðning við fjölskyldur barna í vanda. Við ætlum að eyða biðlistum eftir greiningum barna, efla forvarnir og tryggja meðferðarúrræði fyrir börn. Það er grundvallarhlutverk samfélagsins að tryggja velferð næstu kynslóðar. Við mælum velferð samfélaga út frá því hvernig við komum fram við okkar veikasta fólk. Við ætlum að efla forvarnir á öllum sviðum og auka fræðslu í samstarfi við unga fólkið okkar. Að lokum við ég árétta hve mikilvægt það er að takast á við verkefnin með jákvæðni og bjartsýni að leiðarljósi því það hefur Viðreisn sýnt í þessari kosningabaráttu að hún gerir. Fólkið í Viðreisn er tilbúið til þess að vinna að nauðsynlegum breytingum á samfélaginu og taka höndum saman með þeim sem vilja gera það líka. Öll okkar stefnumál hafa hagsmuni almennings og samfélagsins að leiðarljósi og allar okkar ákvarðanir miðast við að þær komi sem best út fyrir fólkið í landinu. Því getur þú treyst og þess vegna skaltu kjósa Viðreisn í dag. Höfundur skipar 5. sæti á lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Suðvesturkjördæmi Mest lesið „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Skoðun Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Sjá meira
Kjördagur er nú runninn upp og því mikilvægt að þú gerir tvennt í dag. Í fyrsta lagi að nýta kosningaréttinn þinn, því lýðræðið og rétturinn til að kjósa er ótrúlega dýrmætur og alls ekki sjálfgefinn eins og við eigum öll að vita. Hitt sem er mikilvægt, er að þú kjósir Viðreisn með því að setja x við C. Mig langar að færa þrenns konar rök fyrir því að þið kjósið Viðreisn í dag: 1. Meira frelsi Viðreisn setur frelsið í forgang. Við ætlum ekki að vera flokkurinn sem sífellt þarf að hafa vit fyrir fólki heldur treysta fólki til þess að haga lífi sínu eins og það kýs. Frelsi til þess elska þann sem við viljum, frelsi til þess að ráða yfir eigin líkama og auk þess raunverulegt frelsi til athafna en ekki hagsmunabarátta fyrir útvalda í nafni frelsisins. 2. Skynsamleg hagstjórn fyrir lægri verðbólgu Verðbólga hefur haft alvarleg áhrif á íslenskan almenning undanfarið og dregið úr kaupmætti. Fylgifiskur verðbólgu eru háir vextir sem hafa alvarleg áhrif á efnahag heimila og fyrirtækja. Viðreisn leggur áherslu á stöðugleika með ábyrgri hagstjórn. Markmiðið er að lækka verðbólgu og vexti, greiða niður skuldir ríkisins og minnka þar með vaxtabyrði ríkisins. Þetta gerum við með markvissari nýtingu opinbers fjár, þar á meðal með því að sameina stofnanir og draga úr óþarfa verkefnum. 3. Velferð barna og ungmenna í öndvegi Líðan barna og ungmenna hefur versnað síðustu ár, og fjölmargar fjölskyldur eiga í erfiðleikum af þeim sökum. Viðreisn leggur til aukið aðgengi að sálfræðiþjónustu í skólum og meiri stuðning við fjölskyldur barna í vanda. Við ætlum að eyða biðlistum eftir greiningum barna, efla forvarnir og tryggja meðferðarúrræði fyrir börn. Það er grundvallarhlutverk samfélagsins að tryggja velferð næstu kynslóðar. Við mælum velferð samfélaga út frá því hvernig við komum fram við okkar veikasta fólk. Við ætlum að efla forvarnir á öllum sviðum og auka fræðslu í samstarfi við unga fólkið okkar. Að lokum við ég árétta hve mikilvægt það er að takast á við verkefnin með jákvæðni og bjartsýni að leiðarljósi því það hefur Viðreisn sýnt í þessari kosningabaráttu að hún gerir. Fólkið í Viðreisn er tilbúið til þess að vinna að nauðsynlegum breytingum á samfélaginu og taka höndum saman með þeim sem vilja gera það líka. Öll okkar stefnumál hafa hagsmuni almennings og samfélagsins að leiðarljósi og allar okkar ákvarðanir miðast við að þær komi sem best út fyrir fólkið í landinu. Því getur þú treyst og þess vegna skaltu kjósa Viðreisn í dag. Höfundur skipar 5. sæti á lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun