Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Valur Páll Eiríksson skrifar 29. nóvember 2024 19:42 Elín Jóna Þorsteinsdóttir átti frábæran leik í kvöld og var valin maður leiksins. Getty/Christina Pahnke „Þetta er súrsætt. Súrt að við náðum ekki að fá stig út úr þessu því við vorum alveg á sama stigi og þær, en við erum glöð að vera á þeim stað sem við sýndum í dag,“ segir Elín Jóna Þorsteinsdóttir. Hún var mögnuð í marki Íslands í dag gegn Hollandi, á EM í handbolta. Elín var valin maður leiksins í leikslok. Er það einhver sárabót? „Já, en mér finnst bara að þegar ég stend mig vel þá er það oftast vegna þess að vörnin stendur sig vel. Mér finnst þetta vera liðsviðurkenning,“ segir Elín. Klippa: Elín Jóna sýnir tungumálakunnáttuna Ísland byrjaði leikinn af krafti gegn hollensku liði sem býr yfir gríðarlegum hraða og er gjarnt á að refsa fyrir hvers kyns mistök. „Mér fannst þær koma með rosalega mikið „power“, Hollendingarnir, og það tók smátíma fyrir mann að stilla sig inn á að þetta væri það sem við þyrftum að mæta. En þegar við vorum komin þangað þá fannst mér við rosalega flottar. Gott flæði. En á sama tíma náðu þær aðeins að hlaupa okkur niður á síðustu mínútunum. En ég er rosalega stolt af stelpunum að við séum þar sem við erum í dag,“ segir Elín Jóna. Hvað réði úrslitum? „Þær voru mögulega með aðeins meira á tankinum á síðustu mínútunum. Þá komu þessir leikmenn sem voru kannski ekki búnar að gera mikið, og kláruðu þetta. Eins og til dæmis númer 48, Diana Housheer. Hún tók einhver þrjú mörk í röð þegar þær þurftu á því að halda. Í því felst munurinn,“ segir Elín Jóna. En það hlýtur að senda ákveðin skilaboð að standa í einu besta liði heims? „Ég er ótrúlega stolt. Við erum algjörlega þar sem við viljum vera. Við erum að taka skref fram á við og því verðum við að halda áfram,“ segir Elín. Elín hafði farið í einhver fimm viðtöl þegar kom að undirrituðum að ræða við hana og átti þá enn eitt eftir í viðbót. Allir erlendu miðlarnir vildu taka hana tali eftir leik og þar kom tungumálakunnáttan sér vel. „Það er bara gaman. Þá get ég talað öll tungumálin sem ég kann. Enskan, danskan og íslenskan,“ segir Elín Jóna. Viðtalið má sjá að ofan. Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Tengdar fréttir Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Íslenska kvennalandsliðið í handbolta hóf leik á Evópumótinu með 27-25 tapi gegn Hollandi. Ísland komst yfir í upphafi leiks og hélt lengi í hollenska liðið en missti dampinn undir lokin. Sigur Hollands hefði orðið töluvert stærri ef ekki væri fyrir markmanninn Elínu Jónu, sem var valin maður leiksins. 29. nóvember 2024 18:31 „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ „Tilfinningarnar eru blendnar,“ segir Arnar Pétursson, svekktur en afar stoltur af sínu liði eftir hörkuleik gegn Hollendingum í fyrsta leik á EM kvenna í handbolta. 29. nóvember 2024 19:09 Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira
Elín var valin maður leiksins í leikslok. Er það einhver sárabót? „Já, en mér finnst bara að þegar ég stend mig vel þá er það oftast vegna þess að vörnin stendur sig vel. Mér finnst þetta vera liðsviðurkenning,“ segir Elín. Klippa: Elín Jóna sýnir tungumálakunnáttuna Ísland byrjaði leikinn af krafti gegn hollensku liði sem býr yfir gríðarlegum hraða og er gjarnt á að refsa fyrir hvers kyns mistök. „Mér fannst þær koma með rosalega mikið „power“, Hollendingarnir, og það tók smátíma fyrir mann að stilla sig inn á að þetta væri það sem við þyrftum að mæta. En þegar við vorum komin þangað þá fannst mér við rosalega flottar. Gott flæði. En á sama tíma náðu þær aðeins að hlaupa okkur niður á síðustu mínútunum. En ég er rosalega stolt af stelpunum að við séum þar sem við erum í dag,“ segir Elín Jóna. Hvað réði úrslitum? „Þær voru mögulega með aðeins meira á tankinum á síðustu mínútunum. Þá komu þessir leikmenn sem voru kannski ekki búnar að gera mikið, og kláruðu þetta. Eins og til dæmis númer 48, Diana Housheer. Hún tók einhver þrjú mörk í röð þegar þær þurftu á því að halda. Í því felst munurinn,“ segir Elín Jóna. En það hlýtur að senda ákveðin skilaboð að standa í einu besta liði heims? „Ég er ótrúlega stolt. Við erum algjörlega þar sem við viljum vera. Við erum að taka skref fram á við og því verðum við að halda áfram,“ segir Elín. Elín hafði farið í einhver fimm viðtöl þegar kom að undirrituðum að ræða við hana og átti þá enn eitt eftir í viðbót. Allir erlendu miðlarnir vildu taka hana tali eftir leik og þar kom tungumálakunnáttan sér vel. „Það er bara gaman. Þá get ég talað öll tungumálin sem ég kann. Enskan, danskan og íslenskan,“ segir Elín Jóna. Viðtalið má sjá að ofan.
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Tengdar fréttir Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Íslenska kvennalandsliðið í handbolta hóf leik á Evópumótinu með 27-25 tapi gegn Hollandi. Ísland komst yfir í upphafi leiks og hélt lengi í hollenska liðið en missti dampinn undir lokin. Sigur Hollands hefði orðið töluvert stærri ef ekki væri fyrir markmanninn Elínu Jónu, sem var valin maður leiksins. 29. nóvember 2024 18:31 „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ „Tilfinningarnar eru blendnar,“ segir Arnar Pétursson, svekktur en afar stoltur af sínu liði eftir hörkuleik gegn Hollendingum í fyrsta leik á EM kvenna í handbolta. 29. nóvember 2024 19:09 Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira
Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Íslenska kvennalandsliðið í handbolta hóf leik á Evópumótinu með 27-25 tapi gegn Hollandi. Ísland komst yfir í upphafi leiks og hélt lengi í hollenska liðið en missti dampinn undir lokin. Sigur Hollands hefði orðið töluvert stærri ef ekki væri fyrir markmanninn Elínu Jónu, sem var valin maður leiksins. 29. nóvember 2024 18:31
„Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ „Tilfinningarnar eru blendnar,“ segir Arnar Pétursson, svekktur en afar stoltur af sínu liði eftir hörkuleik gegn Hollendingum í fyrsta leik á EM kvenna í handbolta. 29. nóvember 2024 19:09