„Maður er hálf meyr“ Valur Páll Eiríksson skrifar 29. nóvember 2024 19:24 Steinunn er stolt af liðinu og þakklát fyrir stuðninginn. Vísir/Hulda Margrét „Vá, þetta er rosamikil blanda af svekkelsi en er á sama tíma gríðarlega stolt af liðinu fyrir þessa frammistöðu,“ segir Steinunn Björnsdóttir, annar fyrirliða kvennalandsliðs Íslands í handbolta, eftir naumt tveggja marka tap fyrir Hollandi í fyrsta leik liðsins á EM. „Auðvitað hefði maður tekið þessu fyrirfram, að vera í jöfnum leik gegn Hollandi, þessari sterku þjóð, og eiga séns á að mögulega vinna þær. Það er bara stutt á milli. Ef við hefðum nýtt einhver færi og staðið aðeins betur vörnina og slíkt hefðum við getað unnið þær,“ segir Steinunn enn fremur. Klippa: Steinunn beint í ísbað eftir leik Íslenska liðið kom af miklum krafti inn í leikinn og leiddi allan fyrri hálfleikinn. Það var svekkjandi að staðan hafi verið jöfn í hálfleik en nokkrir tapaðir boltar undir lok fyrri hálfleiks höfðu þar sitthvað að segja. Hollendingar komu af krafti inn í síðari hálfleikinn og Ísland skoraði ekki mark á rúmlega fimm mínútna kafla. „Við vissum að það gætu komið áhlaup en mér fannst við standa ágætlega. Við komum til baka og jöfnum aftur og eigum tækifæri á að komast yfir. Mér finnst það gríðarlega stórt skref fram á við. Ég held að þegar við horfum til baka eigum við eftir að vera stoltar af okkur fyrir þessa frammistöðu,“ segir Steinunn. En þetta sendir ákveðin skilaboð fyrir framhaldið að standa svona í topp fimm landsliði í heiminum, ekki satt? „Algjörlega, ég er bara hjartanlega sammála þér. Það er gríðarlega sterk. Mig langar að nefna stuðninginn sem við fengum úr stúkunni. Maður er hálf meyr yfir því hvað þau voru frábær. Gott að sjá fjölskylduna í stúkunni og svona, það gefur manni extra,“ segir Steinunn sem naut sín vel í góðri stemningu í höllinni, á hennar fyrsta leik á stórmóti. „Þetta var rosalega gaman. Ég viðurkenni að það var smá fiðringur í upphitun og svona. En ég var samt bara frekar slök. Þetta er náttúrulega bara handboltaleikur en á risastóru sviði og í fyrsta skipti þarna. Mér leið mjög vel,“ segir Steinunn. Steinunn spilaði þá um 55 mínútur í leiknum og hljóp mest allra á vellinum. Hvernig er skrokkurinn eftir átökin? „Ég held hann sé bara góður. Ég sá eitthvað ísbað þarna inni í klefa, ég held ég fari að nýta það,“ segir Steinunn létt að endingu. Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Sjá meira
„Auðvitað hefði maður tekið þessu fyrirfram, að vera í jöfnum leik gegn Hollandi, þessari sterku þjóð, og eiga séns á að mögulega vinna þær. Það er bara stutt á milli. Ef við hefðum nýtt einhver færi og staðið aðeins betur vörnina og slíkt hefðum við getað unnið þær,“ segir Steinunn enn fremur. Klippa: Steinunn beint í ísbað eftir leik Íslenska liðið kom af miklum krafti inn í leikinn og leiddi allan fyrri hálfleikinn. Það var svekkjandi að staðan hafi verið jöfn í hálfleik en nokkrir tapaðir boltar undir lok fyrri hálfleiks höfðu þar sitthvað að segja. Hollendingar komu af krafti inn í síðari hálfleikinn og Ísland skoraði ekki mark á rúmlega fimm mínútna kafla. „Við vissum að það gætu komið áhlaup en mér fannst við standa ágætlega. Við komum til baka og jöfnum aftur og eigum tækifæri á að komast yfir. Mér finnst það gríðarlega stórt skref fram á við. Ég held að þegar við horfum til baka eigum við eftir að vera stoltar af okkur fyrir þessa frammistöðu,“ segir Steinunn. En þetta sendir ákveðin skilaboð fyrir framhaldið að standa svona í topp fimm landsliði í heiminum, ekki satt? „Algjörlega, ég er bara hjartanlega sammála þér. Það er gríðarlega sterk. Mig langar að nefna stuðninginn sem við fengum úr stúkunni. Maður er hálf meyr yfir því hvað þau voru frábær. Gott að sjá fjölskylduna í stúkunni og svona, það gefur manni extra,“ segir Steinunn sem naut sín vel í góðri stemningu í höllinni, á hennar fyrsta leik á stórmóti. „Þetta var rosalega gaman. Ég viðurkenni að það var smá fiðringur í upphitun og svona. En ég var samt bara frekar slök. Þetta er náttúrulega bara handboltaleikur en á risastóru sviði og í fyrsta skipti þarna. Mér leið mjög vel,“ segir Steinunn. Steinunn spilaði þá um 55 mínútur í leiknum og hljóp mest allra á vellinum. Hvernig er skrokkurinn eftir átökin? „Ég held hann sé bara góður. Ég sá eitthvað ísbað þarna inni í klefa, ég held ég fari að nýta það,“ segir Steinunn létt að endingu.
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Sjá meira