Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar 29. nóvember 2024 16:10 Nú er kosningabaráttan á sinni endastöð. Kjördagur rennur upp á morgun og mikil lýðræðisveisla fer í gang.Kjördagur hefur alltaf verið merkilegur dagur í mínu lífi. Ég klæði mig upp, fer í mitt fínasta púss og tek þátt í veislunni með því að greiða atkvæði mitt. Jafnvel þegar ég bjó erlendis lengi, þá lagði ég það alltaf á mig að fara í sendiráð eða til ræðismanns til þess að kjósa. Það er reyndar skemmtilegt fyrir mig að segja frá því að ég er fyrsti Íslendingurinn, og sá eini, sem hef nýtt kosningarétt minn hjá ræðismanninum í Dover í Englandi. Á síðustu vikum hef ég og félagar mínir í Lýðræðisflokknum heyjað heiðarlega og einlæga baráttu fyrir málefnum sem brenna á þjóðinni. Húsnæðismálin, vaxtamálin, heilbrigðismálin, samgöngumálin, atvinnumálin, efnahagsmálin, menntamálin og aðhaldi í ríkisrekstrinum. En kosningabaráttunni okkar lýkur með óbragði í munni. Í forsystusætinu hjá Ríkissjónvarpinu þar sem Arnar Þór Jónsson, formaður Lýðræðisflokksins, sat fyrir svörum Bergsteins Sigurðssonar. Þar ákvað Bergsteinn Sigurðsson að bera upp á mig þær sakir að hafa farið í leyfisleysi í skóla og tekið þar myndir af börnum og starfsfólki og að ég hafi verið fjarlægður af lögreglu. Hann sakaði mig líka um það að hafa haft uppi „hatrammlega umræðu“ þegar kemur að transfólki. Hvorttveggja rangt. Vissulega er ég umdeildur hjá sumu fólki sem hefur gert mér upp hinar og þessar skoðanir á einhverjum málum, en í raun kynnt sér lítið sem ekkert minn málflutning. Vissulega verður að bregðast við þessum vinnubrögðum RÚV í aðdraganda kosninga. RÚV hefur haft greitt aðgengi að mér og hefur haft ærin tækifæri til þess að spyrja mig beint og „jarðað mig í beinni“. Sannleikurinn er sá, að lögregla hefur aldrei haft nein afskipti af mér og ég hef aldrei verið handtekinn.Þess vegna leitaði ég til Ríkislögreglustjóra í fyrradag (miðvikudag 27. Nóvember) til þess að fá afhenda málaskrá úr gagnagrunni lögreglu máli mínu til stuðnings. Þar var mér tjáð að slík beiðni tæki 30 daga að afgreiða. Þetta þótti mér óviðunandi vinnubrögð og fyrir tilstilli kosningastjóra flokksins tókst okkur sem betur fer að fá flýtimeðferð og málaskráin komin í okkar hendur. Ég þakka Ríkislögreglustjóra fyrir skjót viðbrögð. Í gær (fimmtudag 28. nóvember) var hringt í mig frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum og ég boðaður í skýrslutöku (sem fór fram í hádeginu í dag) því Samtökin ´78 ákváðu þann 11. nóvember síðastliðinn að kæra mig fyrir ummæli allt tilbaka til ársins 2022. M.a. vegna greinar sem ég ritaði í Morgunblaðið 19. nóvember 2022 um öfgafull viðbrögð á Alþingi frá fyrrverandi varaþingmanni VG og fyrrverandi framkvæmdarstjóra Samtakanna ´78 við umsögn félagssamtaka sem ég er í forsvari fyrir við lagafrumvarp sem lá þar fyrir. Einnig er ég kærður fyrir að velta fyrir mér hvötum karla sem skilgreina sig sem konur að taka inn lyfið „domperidone“ til þess að örva geirvörtru og mjólkurkirtla til þess að gefa börnum brjóst. Hvítvoðungum sem þeir hafa ekki borið né alið (eðlilega, því karlar geta ekki gengið með eða fætt börn). Samtökin ´78 velta tæplega 200 milljónum á ári sem eru fengnir úr vösum skattgreiðenda.Það er því mjög varhugavert að þau beiti sér gegn samkynhneigðum frambjóðanda sem hefur verið reiðubúinn til þess að setjast niður – hvenær sem er, hvar sem er- með forsprökkum þeirra og ræða málin. Þetta hafa þau aldrei þegið, en velja að beita valdboði og peningum skattgreiðenda til þess að stunda pólitískar ofsóknir í aðdraganda kosninga. Það er ljóst að það sé alvarlega vegið að æru minni, fólki með stjórnmálaskoðanir sem ekki eru samstíga ákveðnum hagsmunaaðilum, sem frekar hjólar beint í manninn í krafti ákveðins peningavalds og múgsefjunar sem skilar sér í algjörlega brenglaðri sviðsmynd. Þetta er gróf aðför að lýðræðinu. Ég læt þetta vera mín lokaorð í pistlaskrifum mínum í þessari kosningabaráttu. Ég vil þakka öllum þeim kjósendum í Norðvesturkjördæmi og víðar sem ég var svo lánsamur að fá að hitta og kynnast betur í þessari vegferð. Gleðilega lýðræðishátíð! Höfundur er oddviti Lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Sjá meira
Nú er kosningabaráttan á sinni endastöð. Kjördagur rennur upp á morgun og mikil lýðræðisveisla fer í gang.Kjördagur hefur alltaf verið merkilegur dagur í mínu lífi. Ég klæði mig upp, fer í mitt fínasta púss og tek þátt í veislunni með því að greiða atkvæði mitt. Jafnvel þegar ég bjó erlendis lengi, þá lagði ég það alltaf á mig að fara í sendiráð eða til ræðismanns til þess að kjósa. Það er reyndar skemmtilegt fyrir mig að segja frá því að ég er fyrsti Íslendingurinn, og sá eini, sem hef nýtt kosningarétt minn hjá ræðismanninum í Dover í Englandi. Á síðustu vikum hef ég og félagar mínir í Lýðræðisflokknum heyjað heiðarlega og einlæga baráttu fyrir málefnum sem brenna á þjóðinni. Húsnæðismálin, vaxtamálin, heilbrigðismálin, samgöngumálin, atvinnumálin, efnahagsmálin, menntamálin og aðhaldi í ríkisrekstrinum. En kosningabaráttunni okkar lýkur með óbragði í munni. Í forsystusætinu hjá Ríkissjónvarpinu þar sem Arnar Þór Jónsson, formaður Lýðræðisflokksins, sat fyrir svörum Bergsteins Sigurðssonar. Þar ákvað Bergsteinn Sigurðsson að bera upp á mig þær sakir að hafa farið í leyfisleysi í skóla og tekið þar myndir af börnum og starfsfólki og að ég hafi verið fjarlægður af lögreglu. Hann sakaði mig líka um það að hafa haft uppi „hatrammlega umræðu“ þegar kemur að transfólki. Hvorttveggja rangt. Vissulega er ég umdeildur hjá sumu fólki sem hefur gert mér upp hinar og þessar skoðanir á einhverjum málum, en í raun kynnt sér lítið sem ekkert minn málflutning. Vissulega verður að bregðast við þessum vinnubrögðum RÚV í aðdraganda kosninga. RÚV hefur haft greitt aðgengi að mér og hefur haft ærin tækifæri til þess að spyrja mig beint og „jarðað mig í beinni“. Sannleikurinn er sá, að lögregla hefur aldrei haft nein afskipti af mér og ég hef aldrei verið handtekinn.Þess vegna leitaði ég til Ríkislögreglustjóra í fyrradag (miðvikudag 27. Nóvember) til þess að fá afhenda málaskrá úr gagnagrunni lögreglu máli mínu til stuðnings. Þar var mér tjáð að slík beiðni tæki 30 daga að afgreiða. Þetta þótti mér óviðunandi vinnubrögð og fyrir tilstilli kosningastjóra flokksins tókst okkur sem betur fer að fá flýtimeðferð og málaskráin komin í okkar hendur. Ég þakka Ríkislögreglustjóra fyrir skjót viðbrögð. Í gær (fimmtudag 28. nóvember) var hringt í mig frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum og ég boðaður í skýrslutöku (sem fór fram í hádeginu í dag) því Samtökin ´78 ákváðu þann 11. nóvember síðastliðinn að kæra mig fyrir ummæli allt tilbaka til ársins 2022. M.a. vegna greinar sem ég ritaði í Morgunblaðið 19. nóvember 2022 um öfgafull viðbrögð á Alþingi frá fyrrverandi varaþingmanni VG og fyrrverandi framkvæmdarstjóra Samtakanna ´78 við umsögn félagssamtaka sem ég er í forsvari fyrir við lagafrumvarp sem lá þar fyrir. Einnig er ég kærður fyrir að velta fyrir mér hvötum karla sem skilgreina sig sem konur að taka inn lyfið „domperidone“ til þess að örva geirvörtru og mjólkurkirtla til þess að gefa börnum brjóst. Hvítvoðungum sem þeir hafa ekki borið né alið (eðlilega, því karlar geta ekki gengið með eða fætt börn). Samtökin ´78 velta tæplega 200 milljónum á ári sem eru fengnir úr vösum skattgreiðenda.Það er því mjög varhugavert að þau beiti sér gegn samkynhneigðum frambjóðanda sem hefur verið reiðubúinn til þess að setjast niður – hvenær sem er, hvar sem er- með forsprökkum þeirra og ræða málin. Þetta hafa þau aldrei þegið, en velja að beita valdboði og peningum skattgreiðenda til þess að stunda pólitískar ofsóknir í aðdraganda kosninga. Það er ljóst að það sé alvarlega vegið að æru minni, fólki með stjórnmálaskoðanir sem ekki eru samstíga ákveðnum hagsmunaaðilum, sem frekar hjólar beint í manninn í krafti ákveðins peningavalds og múgsefjunar sem skilar sér í algjörlega brenglaðri sviðsmynd. Þetta er gróf aðför að lýðræðinu. Ég læt þetta vera mín lokaorð í pistlaskrifum mínum í þessari kosningabaráttu. Ég vil þakka öllum þeim kjósendum í Norðvesturkjördæmi og víðar sem ég var svo lánsamur að fá að hitta og kynnast betur í þessari vegferð. Gleðilega lýðræðishátíð! Höfundur er oddviti Lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar