Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar 29. nóvember 2024 15:59 Leigjendasamtökin hafa undanfarið verið á fullu og hitt framboðin, bæði á fundum og í útsendingum á Samstöðinni, til að leggja áherslu á réttlæti fyrir leigjendur. Í dag, daginn fyrir kosningar, búa um það bil 25% landsmanna í leiguíbúðum – en húsnæðisvandinn hefur áhrif á alla landsmenn, hvort sem þeir eru leigjendur, eigendur eða ungt fólk sem enn bíður eftir að komast inn á markaðinn. Við hvetjum alla til að líta við á Facebook-síðu samtakanna, þar sem hægt er að kynna sér okkar dóm á framboðunum. Þetta er opin umræða sem hefur farið víða og vakið athygli, og við hvetjum fólk eindregið til að taka þátt og tjá sig. Vert er að taka fram að einungis 2 flokkar átta sig á skaðsemi óheftrar græðgi á fasteignamarkaði og hafa vilja til þess að tengja leiguverð við kostnað - í stað þess að leiguverð miðist eingöngu og alfarið við neyð/þörf leigjandans. En það sem gerðist í dag, degi fyrir kjördag, er merkilegt – og undirstrikar nauðsyn þess að taka húsnæðismálin alvarlega. Tvær greinar birtust sem lýsa stöðunni mjög vel og styrkja röksemdarfærslur samtakanna í aðdraganda kosninga: Grein sem staðfestir að húsaleiguhækkanir séu nú helsta ástæða þess að verðbólgan lækkaði minna en spáð var. Þetta sýnir hvernig hækkun húsaleigu hefur víðtæk áhrif á efnahagslífið og veldur því að lífskjör versna hjá fólki um allt land. Skýrsla frá HMS sem birtist í dag, sem staðfestir að húsnæðisskorturinn sé miklu verri en áður var talið. Þetta er alvarleg áminning um að það vantar miklu fleiri íbúðir en stjórnvöld hafa hingað til gert ráð fyrir – og það mun taka lengri tíma en búist var við að leysa vandann. Þetta eru staðreyndir sem hafa áhrif á okkur öll. Þetta er ekki bara spurning um loforð, heldur um að kjósa framtíð þar sem fólk getur átt öruggt og viðráðanlegt húsnæði.Hvar stendur þitt framboð í þessum málum? Þetta er spurning sem allir ættu að spyrja sig í dag. Þetta þarf að kjósa um. Höfundur er félagi í Leigjendasamtökunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leigumarkaður Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Leigjendasamtökin hafa undanfarið verið á fullu og hitt framboðin, bæði á fundum og í útsendingum á Samstöðinni, til að leggja áherslu á réttlæti fyrir leigjendur. Í dag, daginn fyrir kosningar, búa um það bil 25% landsmanna í leiguíbúðum – en húsnæðisvandinn hefur áhrif á alla landsmenn, hvort sem þeir eru leigjendur, eigendur eða ungt fólk sem enn bíður eftir að komast inn á markaðinn. Við hvetjum alla til að líta við á Facebook-síðu samtakanna, þar sem hægt er að kynna sér okkar dóm á framboðunum. Þetta er opin umræða sem hefur farið víða og vakið athygli, og við hvetjum fólk eindregið til að taka þátt og tjá sig. Vert er að taka fram að einungis 2 flokkar átta sig á skaðsemi óheftrar græðgi á fasteignamarkaði og hafa vilja til þess að tengja leiguverð við kostnað - í stað þess að leiguverð miðist eingöngu og alfarið við neyð/þörf leigjandans. En það sem gerðist í dag, degi fyrir kjördag, er merkilegt – og undirstrikar nauðsyn þess að taka húsnæðismálin alvarlega. Tvær greinar birtust sem lýsa stöðunni mjög vel og styrkja röksemdarfærslur samtakanna í aðdraganda kosninga: Grein sem staðfestir að húsaleiguhækkanir séu nú helsta ástæða þess að verðbólgan lækkaði minna en spáð var. Þetta sýnir hvernig hækkun húsaleigu hefur víðtæk áhrif á efnahagslífið og veldur því að lífskjör versna hjá fólki um allt land. Skýrsla frá HMS sem birtist í dag, sem staðfestir að húsnæðisskorturinn sé miklu verri en áður var talið. Þetta er alvarleg áminning um að það vantar miklu fleiri íbúðir en stjórnvöld hafa hingað til gert ráð fyrir – og það mun taka lengri tíma en búist var við að leysa vandann. Þetta eru staðreyndir sem hafa áhrif á okkur öll. Þetta er ekki bara spurning um loforð, heldur um að kjósa framtíð þar sem fólk getur átt öruggt og viðráðanlegt húsnæði.Hvar stendur þitt framboð í þessum málum? Þetta er spurning sem allir ættu að spyrja sig í dag. Þetta þarf að kjósa um. Höfundur er félagi í Leigjendasamtökunum.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun