Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar 29. nóvember 2024 13:22 Samfylkingin heldur því fram að svonefnt „ehf-gat“ sé verulegt vandamál í skattkerfinu. Dæmin sem Samfylkingin hefur áhyggjur af eru sjálfstæðum atvinnurekanda (t.d. iðnaðarmanni) sem á tvo kosti í rekstri fyrirtækis þegar auknar tekjur koma í kassann. I. Greiða sér laun: Þegar greitt er tryggingagjald (6,35%) og hæsti tekjuskattur (46,28%) af því sem eftir stendur sem laun er virkt jaðarskatthlutfall í kringum 49%. Á það ber þó að líta skatthlutfallið af heildarlaunum er mun lægra að teknu tilliti til persónuafsláttar og lægri skattþrepa. II. Greiða sér arð: Þegar greiddur er tekjuskattur fyrirtækja (20%) af hagnaði og svo fjármagnstekjuskattur (23%) af fengnum arði er virkt skatthlutfall um 38%. Við fyrstu sýn kann að virðast vera gat þarna. En iðnaðarmaðurinn þarf í fyrsta lagi að greiða sér ákveðin laun (reiknað endurgjald). Hann getur því ekki greitt hagnað út sem arð án þess að greiða sér laun fyrst. Í öðru lagi er hann búinn að binda fé í atvinnurekstri, leggja út fyrir tólum og tækjum og jafnvel húsnæði ásamt því að ráða fólk í vinnu. Það þarf að vera einhver ávinningur af því að leggja út í þá áhættu sem atvinnurekstur ætíð er. Vonin um að fjárfesting og vinna skili hagnaði er helsti hvatinn í atvinnulífinu. Viljum við draga úr þeim hvata? Það geta ekki allir verið verkefnastjórar verkefnastofu á verkefnasviði í ráðhúsi Reykjavíkur. En gott og vel gefum okkur rökræðunnar vegna að þarna sé gat. Hvernig varð það til? Jú það varð fyrst og fremst til þegar Samfylkingin hækkaði tekjuskatt einstaklinga í 46% síðast þegar hún var í ríkisstjórn. Þar er hæsta skatthlutfallið því miður enn. Ef ehf-gatið er á annað borð til þá bjó Samfylkingin það til. Og til að loka gatinu sem varð til þegar Samfylkingin hækkaði skatta á laun ætlar hún nú að hækka skatta á hagnað og arð. Samfylking bjó sem sagt þetta meinta gat til sjálf með því að hækka einn skatt og ætlar að loka því … með því að hækka fleiri skatta. Höfundur skipar 1. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Á. Andersen Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Mest lesið Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Sjá meira
Samfylkingin heldur því fram að svonefnt „ehf-gat“ sé verulegt vandamál í skattkerfinu. Dæmin sem Samfylkingin hefur áhyggjur af eru sjálfstæðum atvinnurekanda (t.d. iðnaðarmanni) sem á tvo kosti í rekstri fyrirtækis þegar auknar tekjur koma í kassann. I. Greiða sér laun: Þegar greitt er tryggingagjald (6,35%) og hæsti tekjuskattur (46,28%) af því sem eftir stendur sem laun er virkt jaðarskatthlutfall í kringum 49%. Á það ber þó að líta skatthlutfallið af heildarlaunum er mun lægra að teknu tilliti til persónuafsláttar og lægri skattþrepa. II. Greiða sér arð: Þegar greiddur er tekjuskattur fyrirtækja (20%) af hagnaði og svo fjármagnstekjuskattur (23%) af fengnum arði er virkt skatthlutfall um 38%. Við fyrstu sýn kann að virðast vera gat þarna. En iðnaðarmaðurinn þarf í fyrsta lagi að greiða sér ákveðin laun (reiknað endurgjald). Hann getur því ekki greitt hagnað út sem arð án þess að greiða sér laun fyrst. Í öðru lagi er hann búinn að binda fé í atvinnurekstri, leggja út fyrir tólum og tækjum og jafnvel húsnæði ásamt því að ráða fólk í vinnu. Það þarf að vera einhver ávinningur af því að leggja út í þá áhættu sem atvinnurekstur ætíð er. Vonin um að fjárfesting og vinna skili hagnaði er helsti hvatinn í atvinnulífinu. Viljum við draga úr þeim hvata? Það geta ekki allir verið verkefnastjórar verkefnastofu á verkefnasviði í ráðhúsi Reykjavíkur. En gott og vel gefum okkur rökræðunnar vegna að þarna sé gat. Hvernig varð það til? Jú það varð fyrst og fremst til þegar Samfylkingin hækkaði tekjuskatt einstaklinga í 46% síðast þegar hún var í ríkisstjórn. Þar er hæsta skatthlutfallið því miður enn. Ef ehf-gatið er á annað borð til þá bjó Samfylkingin það til. Og til að loka gatinu sem varð til þegar Samfylkingin hækkaði skatta á laun ætlar hún nú að hækka skatta á hagnað og arð. Samfylking bjó sem sagt þetta meinta gat til sjálf með því að hækka einn skatt og ætlar að loka því … með því að hækka fleiri skatta. Höfundur skipar 1. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavík norður.
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun