Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 29. nóvember 2024 08:51 Verðbólgan hefur verið á stöðugri niðurleið undanfarna mánuði og var þannig 4,8% í nóvember miðað við 10,2% þegar hún var mest hér á landi. Sem þó var minna en hún fór mest í á evrusvæðinu á sínum tíma sem var 10,6%. Greiningardeild Landsbankans gerir ráð fyrir því að verðbólgan haldi áfram að lækka næstu mánuðina og verði komin niður í 4% í febrúar, 1,5 prósentustigi yfir verðbólgumarkmiði Seðlabankans. Með öðrum orðum fer verðbólgan jafn og þétt minnkandi óháð þingkosningunum á morgun og vextir munu halda áfram að lækka í kjölfarið. Fyrir vikið er athyglisvert að helzta kosningaloforð Viðreisnar og Samfylkingarinnar sé að lækka verðbólguna. Til að mynda hefur Viðreisn auglýst grimmt undir slagorðinu: Lækkum þessa verðbólgu. Það er vitanlega ekki sérlega erfitt að lofa einhverju sem er þegar að eiga sér stað. Kaus að sverja af sér Dag B. Eggertsson Hitt er svo annað mál að Viðreisn og Samfylkingin hefðu fyrir margt löngu getað gripið til aðgerða til þess draga verulega úr verðbólgunni. Flokkarnir hafa þannig báðir verið við stjórnvölinn í Reykjavíkurborg frá því fyrir núverandi verðbólgutímabil en helzta ástæða verðbólgunnar hefur verið hækkandi húsnæðiskostnaður. Einkum vegna mikils skorts á íbúðarhúsnæði og lóða undir það. Þá aðallega í höfuðborginni. Viðreisn og Samfylkingin hafa þannig borið verulega ábyrgð á verðbólgunni. Viðbrögð Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar, í Spursmálum á mbl.is voru þau að hún hefði ekki verið í borgarstjórn Reykjavíkur og sverja af sér Dag B. Eggertsson, oddvita flokksins í borginni og nú frambjóðanda hans til Alþingis, á meðan Viðreisnarmenn hafa sagt flokkinn engu hafa ráðið vegna fámennis í borgarstjórn. Verðbólga í boði Evrópusambandsins Framan af átti innflutt verðbólga, aðallega frá ríkjum Evrópusambandsins, enn fremur stóran þátt í verðbólgunni í krafti hærra verðlags á innfluttum vörum þaðan. Verðbólgan á evrusvæðinu, sem fór fyrr upp en hér á landi og fyrir vikið fyrr niður, var meiri en hér þegar hún var mest og var einkum afleiðing glórulausra ákvarðana evrópskra stjórnmálamanna sem gerði mörg ríki sambandsins háð rússneskri orku. Flokkarnir tveir eru sem kunnugt er samkvæmt stefnu sinni hlynntir inngöngu Íslands í Evrópusambandið þó þeir hafi báðir forðast að minnast á málið í kosningabaráttunni. Það er engin tilviljun að fylgi Samfylkingarinnar fór að aukast samhliða því sem flokkurinn setti sambandið á ís fyrir tveimur árum og fylgi Viðreisnar eftir að forystumenn flokksins hættu nánast að tala um málið fyrir nokkrum vikum síðan. Staðan getur sannarlega versnað Viðreisn og Samfylkingin hafa að sama skapi sagst ætla að taka á ríkisfjármálunum. Við vitum hins vegar hvernig til hefur tekizt hjá þeim í Reykjavík. Afsökunin er líklega sú sama þar. Kristrún sverji af sér Dag og Viðreisn segist engu hafa ráðið í meirihlutanum í borgarstjórn. Telja verður afar ólíklegt að kjósendur vilji að haldið verði á ríkisfjármálunum eins og fjármálum borgarinnar sem hefur nær verið sett á hausinn. Hvaða líkur geta hins vegar talizt á því að Viðreisn og Samfylkingin muni halda öðruvísi á málum í ríkisstjórn en flokkarnir hafa gert í Reykjavík? Hvers vegna hefur staðan í borginni gert lítið annað en að versna ef þessum flokkum er treystandi fyrir ríkisfjármálunum? Við höfum vítið í Reykjavík til þess að varast. Margir eru skiljanlega ósattir við ýmislegt í ríkisrekstrinum til þessa. En staðan getur sannarlega versnað. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Verðbólgan hefur verið á stöðugri niðurleið undanfarna mánuði og var þannig 4,8% í nóvember miðað við 10,2% þegar hún var mest hér á landi. Sem þó var minna en hún fór mest í á evrusvæðinu á sínum tíma sem var 10,6%. Greiningardeild Landsbankans gerir ráð fyrir því að verðbólgan haldi áfram að lækka næstu mánuðina og verði komin niður í 4% í febrúar, 1,5 prósentustigi yfir verðbólgumarkmiði Seðlabankans. Með öðrum orðum fer verðbólgan jafn og þétt minnkandi óháð þingkosningunum á morgun og vextir munu halda áfram að lækka í kjölfarið. Fyrir vikið er athyglisvert að helzta kosningaloforð Viðreisnar og Samfylkingarinnar sé að lækka verðbólguna. Til að mynda hefur Viðreisn auglýst grimmt undir slagorðinu: Lækkum þessa verðbólgu. Það er vitanlega ekki sérlega erfitt að lofa einhverju sem er þegar að eiga sér stað. Kaus að sverja af sér Dag B. Eggertsson Hitt er svo annað mál að Viðreisn og Samfylkingin hefðu fyrir margt löngu getað gripið til aðgerða til þess draga verulega úr verðbólgunni. Flokkarnir hafa þannig báðir verið við stjórnvölinn í Reykjavíkurborg frá því fyrir núverandi verðbólgutímabil en helzta ástæða verðbólgunnar hefur verið hækkandi húsnæðiskostnaður. Einkum vegna mikils skorts á íbúðarhúsnæði og lóða undir það. Þá aðallega í höfuðborginni. Viðreisn og Samfylkingin hafa þannig borið verulega ábyrgð á verðbólgunni. Viðbrögð Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar, í Spursmálum á mbl.is voru þau að hún hefði ekki verið í borgarstjórn Reykjavíkur og sverja af sér Dag B. Eggertsson, oddvita flokksins í borginni og nú frambjóðanda hans til Alþingis, á meðan Viðreisnarmenn hafa sagt flokkinn engu hafa ráðið vegna fámennis í borgarstjórn. Verðbólga í boði Evrópusambandsins Framan af átti innflutt verðbólga, aðallega frá ríkjum Evrópusambandsins, enn fremur stóran þátt í verðbólgunni í krafti hærra verðlags á innfluttum vörum þaðan. Verðbólgan á evrusvæðinu, sem fór fyrr upp en hér á landi og fyrir vikið fyrr niður, var meiri en hér þegar hún var mest og var einkum afleiðing glórulausra ákvarðana evrópskra stjórnmálamanna sem gerði mörg ríki sambandsins háð rússneskri orku. Flokkarnir tveir eru sem kunnugt er samkvæmt stefnu sinni hlynntir inngöngu Íslands í Evrópusambandið þó þeir hafi báðir forðast að minnast á málið í kosningabaráttunni. Það er engin tilviljun að fylgi Samfylkingarinnar fór að aukast samhliða því sem flokkurinn setti sambandið á ís fyrir tveimur árum og fylgi Viðreisnar eftir að forystumenn flokksins hættu nánast að tala um málið fyrir nokkrum vikum síðan. Staðan getur sannarlega versnað Viðreisn og Samfylkingin hafa að sama skapi sagst ætla að taka á ríkisfjármálunum. Við vitum hins vegar hvernig til hefur tekizt hjá þeim í Reykjavík. Afsökunin er líklega sú sama þar. Kristrún sverji af sér Dag og Viðreisn segist engu hafa ráðið í meirihlutanum í borgarstjórn. Telja verður afar ólíklegt að kjósendur vilji að haldið verði á ríkisfjármálunum eins og fjármálum borgarinnar sem hefur nær verið sett á hausinn. Hvaða líkur geta hins vegar talizt á því að Viðreisn og Samfylkingin muni halda öðruvísi á málum í ríkisstjórn en flokkarnir hafa gert í Reykjavík? Hvers vegna hefur staðan í borginni gert lítið annað en að versna ef þessum flokkum er treystandi fyrir ríkisfjármálunum? Við höfum vítið í Reykjavík til þess að varast. Margir eru skiljanlega ósattir við ýmislegt í ríkisrekstrinum til þessa. En staðan getur sannarlega versnað. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun