Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar 29. nóvember 2024 08:11 Við þökkum fyrir samtalið undanfarnar vikur og í raun síðastliðin tvö ár. Við frambjóðendur höfum hlustað og Samfylkingin hefur hlustað. Málefni Samfylkingarinnar Áherslur Samfylkingarinnar eru tilkomnar eftir samtal við almenning, fagfólk og félagasamtök um land allt. Almennt gildir að stefnumálin og markmiðin eru hugsuð til lengri tíma. Þar kveður við nýjan tón en langtímasýn hefur svo sannarlega skort í íslensk stjórnmál. Í ljósi fjölmargara áskornana framundan er brýnt að við verðum í ríkari mæli samfélag fyrirhyggju, forvarna og framsýni. Þau málefni sem Samfylkingin setur á oddinn eru þau sömu og fólk nefndi nýlega í könnun Gallup; heilbrigðismál, húsnæðismál og efnahagsmál þar sem mestu skiptir að ná niður vöxum og verðbólgu og að efnahagslegur stöðugleiki komist á. Samfylkingin vill sömuleiðis byggja undir frekari verðmætasköpun í landinu en til þess þarf fjárfestingar í innviðum; í samgöngum og orku. Um stefnumál flokksins má lesa hér: Örugg skref í heilbrigðis- og öldrunarmálum, Krafa um árangur í atvinnu og samgöngumálum og Framkvæmdaplan í húsnæðis- og kjaramálum. Frambjóðendur Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi Samfylkingin teflir fram fjölbreyttum hópi frambjóðenda með víðtæka þekkingu og reynslu og sem öll eru til þjónustu reiðubúin. Undirrituð, oddviti, er Kópavogsbúi og landlæknir sem brennur meðal annars fyrir betri heilbrigðisþjónustu, lýðheilsu og málefnum barna. Í öðru sæti er Guðmundur Ari Sigurjónsson, ungur fjölskyldumaður, tómstunda- og félagsmálafræðingur og starfsmaður í æskulýðs- og forvarnarmálum síðastliðin 15 ár. Hann er öflugur bæjarfulltrúi af Seltjarnarnesi og formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Þórunni Sveinbjarnardóttur úr Garðabæ þarf vart að kynna, hún er þrautreyndur þingmaður, fyrrum ráðherra og mikil baráttu- og hugsjónakona fyrir umhverfisvernd, jafnrétti og mannréttindum en hún skipar þriðja sætið. Í fjórða sæti er Árni Rúnar Þorvaldsson, innfæddur Hafnfirðingur, grunnskólakennari og bæjarfulltrúi sem þekkir vel málefni barna og ungmenna sem og velferðarmál almennt. Það er mikilvægt fyrir Hafnfirðinga að tryggja að Árni nái kjöri. Fimmta sætið skipar svo Jóna Þórey Pétursdóttir úr Kópavogi, ungur lögmaður sem brennur fyrir málefnum fjölskyldna, ekki síst húsnæðismálum og fæðingarorlofsmálum en einnig mannréttindum og loftslagsmálum. Tryggjum breytingar og nýtt upphaf Formaður flokksins, Kristrún Frostadóttir, er sá stjórnmálaleiðtogi sem flestir landsmanna treysta til að leiða forsætisráðuneytið og reyndar líka fjármálaráðuneytið. Það er brýnt að Samfylkingin verði stæsti flokkurinn að loknum kosningum, leiði stjórnarmyndun og að Kristrún verði verkstjórinn í næstu ríkisstjórn. Þannig tryggjum við að farið verði í þau þjóðþrifamál sem Samfylkingin hefur boðað og þjóðin vill, enda flokkurinn vel undirbúinn og fólk tilbúið til verka. Kæru kjósendur, Samfylkingin gætir engra sérhagsmuna, einungis almannahags. Tryggjum breytingar og nýtt upphaf, kjósum Samfylkinguna! Höfundur er landlæknir og oddviti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma D. Möller Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Suðvesturkjördæmi Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Við þökkum fyrir samtalið undanfarnar vikur og í raun síðastliðin tvö ár. Við frambjóðendur höfum hlustað og Samfylkingin hefur hlustað. Málefni Samfylkingarinnar Áherslur Samfylkingarinnar eru tilkomnar eftir samtal við almenning, fagfólk og félagasamtök um land allt. Almennt gildir að stefnumálin og markmiðin eru hugsuð til lengri tíma. Þar kveður við nýjan tón en langtímasýn hefur svo sannarlega skort í íslensk stjórnmál. Í ljósi fjölmargara áskornana framundan er brýnt að við verðum í ríkari mæli samfélag fyrirhyggju, forvarna og framsýni. Þau málefni sem Samfylkingin setur á oddinn eru þau sömu og fólk nefndi nýlega í könnun Gallup; heilbrigðismál, húsnæðismál og efnahagsmál þar sem mestu skiptir að ná niður vöxum og verðbólgu og að efnahagslegur stöðugleiki komist á. Samfylkingin vill sömuleiðis byggja undir frekari verðmætasköpun í landinu en til þess þarf fjárfestingar í innviðum; í samgöngum og orku. Um stefnumál flokksins má lesa hér: Örugg skref í heilbrigðis- og öldrunarmálum, Krafa um árangur í atvinnu og samgöngumálum og Framkvæmdaplan í húsnæðis- og kjaramálum. Frambjóðendur Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi Samfylkingin teflir fram fjölbreyttum hópi frambjóðenda með víðtæka þekkingu og reynslu og sem öll eru til þjónustu reiðubúin. Undirrituð, oddviti, er Kópavogsbúi og landlæknir sem brennur meðal annars fyrir betri heilbrigðisþjónustu, lýðheilsu og málefnum barna. Í öðru sæti er Guðmundur Ari Sigurjónsson, ungur fjölskyldumaður, tómstunda- og félagsmálafræðingur og starfsmaður í æskulýðs- og forvarnarmálum síðastliðin 15 ár. Hann er öflugur bæjarfulltrúi af Seltjarnarnesi og formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Þórunni Sveinbjarnardóttur úr Garðabæ þarf vart að kynna, hún er þrautreyndur þingmaður, fyrrum ráðherra og mikil baráttu- og hugsjónakona fyrir umhverfisvernd, jafnrétti og mannréttindum en hún skipar þriðja sætið. Í fjórða sæti er Árni Rúnar Þorvaldsson, innfæddur Hafnfirðingur, grunnskólakennari og bæjarfulltrúi sem þekkir vel málefni barna og ungmenna sem og velferðarmál almennt. Það er mikilvægt fyrir Hafnfirðinga að tryggja að Árni nái kjöri. Fimmta sætið skipar svo Jóna Þórey Pétursdóttir úr Kópavogi, ungur lögmaður sem brennur fyrir málefnum fjölskyldna, ekki síst húsnæðismálum og fæðingarorlofsmálum en einnig mannréttindum og loftslagsmálum. Tryggjum breytingar og nýtt upphaf Formaður flokksins, Kristrún Frostadóttir, er sá stjórnmálaleiðtogi sem flestir landsmanna treysta til að leiða forsætisráðuneytið og reyndar líka fjármálaráðuneytið. Það er brýnt að Samfylkingin verði stæsti flokkurinn að loknum kosningum, leiði stjórnarmyndun og að Kristrún verði verkstjórinn í næstu ríkisstjórn. Þannig tryggjum við að farið verði í þau þjóðþrifamál sem Samfylkingin hefur boðað og þjóðin vill, enda flokkurinn vel undirbúinn og fólk tilbúið til verka. Kæru kjósendur, Samfylkingin gætir engra sérhagsmuna, einungis almannahags. Tryggjum breytingar og nýtt upphaf, kjósum Samfylkinguna! Höfundur er landlæknir og oddviti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar